Hlekkur á íbúafund um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á fundinum verður farið yfir álit samstarfsnefndar, helstu forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninga um tillögu um sameiningu. Fundargestir á netinu geta sent inn fyrirspurnir í spjalli. Smellið hér til að tengjast

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka

Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í SólbakkaKortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við. Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út af …

Íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti í Borgarnesi

Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á fundinum verður kynnt álit samstarfsnefndar og forsendur hennar, auk þess sem farið verður yfir fyrirkomulag kosninga um tillöguna sem fram fara 5.-20. september. Kynningunni verður streymt á internetinu. Hlekkur á streymið verður birtur á upplýsingasíðu samstarfsnefndar, borgfirdingar.is eftir hádegi á fundardag.

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnaframkvæmdir við Fjóluklett í Borgarnesi

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í gatnaframkvæmdir við íbúðahverfið við Fjóluklett í Borgarnesi. Verkið felur í sér: Gerð á nýrri götu við Fjóluklett Gerð á nýjum botnlögnum við götuna   Útboðsgögn verða afhent í gegnum Ajour útboðsvef Eflu frá og með 21. ágúst 2025. Skilafrestur tilboða er til kl. 11:00 þann 11. september 2025. Nánari upplýsingar um útboðið og afhending gagna …

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum. Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugáttina inn á borgarbyggd.is. Umsóknarfrestur er til 23. september 2025.

Nýr liðsmaður í Slökkviliði Borgarbyggðar

Slökkviliði Borgarbyggðar hefur borist nýr liðsmaður, hann Bjössi brunabangsi sem ætlar að hjálpa slökkviliðsmönnunum hjá slökkviliðinu að fræða börnin sem eru í leikskólum Borgarbyggðar um hvað eldurinn getur verið hættulegur ef verið er að fikta. Hann ætlar líka að segja börnunum allt um reykskynjarann og hvað við þurfum að hafa í lagi heima hjá okkur svo að allir séu öruggir. …

Kosningar um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar 5.-20. september 2025

Efnt verður til íbúakosninga um tillögu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar skv. 119. grein Sveitarstjórnarlaga á tímabilinu 5.-20. september nk. Sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafa samþykkt tillögu samstarfsnefndar um að kosningaaldur skuli miðast við 16 ár. Íbúar sveitarfélaganna tveggja sem náð hafa 16 ára aldri þann 20. september fá því að kjósa um sameiningartillöguna. Rétt til þátttöku í íbúakosningu eiga: …

Kynningarfundur á verkefninu Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð

Janus heilsuefling verður með kynningarfund á verkefninu Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð, mánudaginn 25. ágúst kl. 17:00 að Borgarbraut 65A, 6. hæð. Borgarbyggð og Janus heilsuefling hafa átt í farsælu samstarfi síðan í janúar 2024 og hafa fjölmargir íbúar sveitarfélagsins tekið þátt síðan verkefnið hóf göngu sína. Á kynningarfundinum verður farið yfir verkefnið, ávinning, fyrirkomulag og fleira. Við hvetjum alla áhugasama …

Vinna við kantstein á Sæunnargötu 18.–21. ágúst

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda á kantsteinum við Sæunnargötu verður unnið við götuna dagana mánudag 18. ágúst til fimmtudags 21. ágúst. Búast má við tímabundnum umferðartöfum og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát meðan á framkvæmdum stendur.   Við þökkum íbúum og vegfarendum fyrir skilning og samvinnu.