Nú stendur yfir hefðbundin röð tónleika hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þar sem nemendur skólans úr öllu héraðinu koma fram og sýna hvað þeir hafa numið á þeirri önn sem er að ljúka. Fyrstu tónleikarnir voru í gær kl. 18 í sal Tónlistarskólans við Borgarbraut í Borgarnesi, næstu eru kl. 18 í dag og svo koll af kolli alla virka daga þessarar …
Félagsmiðstöð opnuð á Kleppjárnsreykjum
Félagsmiðstöð fyrir unglinga í 8. – 10. bekk verður formlega opnuð á Kleppjárnsreykjum miðvikudaginn 12. des. kl. 16.00 í Blómaskálanum Kleppjárnsreykjum. Félagsmiðstöðin verður opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 15.30 – 19.00. Á nýju ári verður einnig prófað að hafa opið eitt kvöld í viku á Hvanneyri ef þátttaka verður næg. Starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar er Arnoddur Magnús Danks. …
Jólaútvarp Óðals hefst í dag – fm 101,3
Jólaútvarp Óðals fer í loftið í dag kl. 10 og að þessu sinni verður útsending í fimm daga, mánudag frá kl. 10.00 til föstudags til kl. 23.00. Í ár verða þættir frá Borgarnesi, Varmalandi, Kleppjárnsreykjum, Ungmennahúsinu Mími og Menntaskóla Borgarfjarðar. Einnig er útvarpað beint á netinu á nýju heimasíðu Óðals www.odal.borgarbyggd.is og því geta allir hlustað á útvarpið. Starfrækt verður …
Samningur um Safnahús
Forsvarsmenn Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps undirrituðu s.l. föstudag samning sín á milli um safnamál. Þar er kveðið skýrt á um vörsluhlutverk Skjalasafns Borgarfjarðar gagnvart Hvalfjarðarsveit auk aðgengis íbúa Skorradalshrepps að bóksafni, skjalasafni, náttúrugripasafni og byggðasafni. Þetta er gert í kjölfar þess að byggðasamlag sem fyrir hendi var um þessi söfn var slitið um síðustu áramót. Samkvæmt þessu fellur annað sértækt …
Snorrastofa – glæpasögukvöld og jólabækur
Jólabækurnar eru komnar í bókasafn Snorrastofu í Reykholti og er þar opið alla virka daga frá kl. 9-17. Glæpasögukvöld verður haldið í safninu á morgun, þriðjudag, kl. 20.30. Þar lesa eftirtaldir höfundar upp úr nýútkomnum bókum sínum og umræður verða síðan á eftir: Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir: Kalt er annars blóð. Óttar M. Norðfjörð: Hnífur Abrahams. Fritz Már Jörgensson: Grunnar grafir. Aðgangseyrir …
Mikið fjölmenni hlustaði á Freyjurnar
Reykholtskirkja var troðfull af fólki í gærkvöldi þegar Freyjukórinn hélt þar jólatónleika sína undir stjórn síns ástsæla leiðtoga Zsuzsönnu Budai. Kórinn hafði að þessu sinni fengið tvo landsþekkta listamenn með sér, þau Moniku Abendroth og Pál Óskar Hjámtýsson og í kynningu kom fram að dagsetning tónleikanna hafði verið ákveðin með um árs fyrirvara. Á dagskrá voru aðventulög af ýmsu tagi, …
Akstursstyrkir á íþróttaæfingar 2007
Í desember ár hvert eru styrkir vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar æfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð afgreiddir. Umsóknum skal skilað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í Ráðhús Borgarbyggðar með þeim gögnum sem óskað er eftir að fylgi. Reglur um styrkveitingar vegna aksturs barna búsett í dreifbýli sem stunda reglulega íþróttaæfingar á vegum félagssamtaka í Borgarbyggð. Hér …
Gæludýraeftirlitsmaður Borgarbyggðar – laus staða
Laust er til umsóknar starf gæludýraeftirlitsmanns Borgarbyggðar. Hlutverk hans er að sjá til þess að reglum sveitarfélagsins um hunda- og kattahald sé framfylgt. Mikilvægt er að gæludýraeftirlitsmaðurinn hafi sjálfur yfir að ráða nægu húsnæði til að geyma fönguð dýr. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um næstu áramót. Umsóknarfrestur er til 21. desember n.k. Nánari upplýsingar gefur Björg Gunnarsdóttir umhverfis- …
Grýla sótti jólasveinana
Kveikt var á ljósum á jólatré Borgarbyggðar á Kveldúlfsvelli í Borgarnesi í gær, á fyrsta sunnudegi í aðventu.Margt fólk var á svæðinu og veðrið var eins og best var á kosið. Steinunn Pálsdóttir og Gunnar Ringsted léku jólalög og boðið var upp á heitt súkkulaði sem yljaði hátíðargestum, en það voru 9. bekkingar í Grunnskólanum í Borgarnesi sem sáu um …
Samverustund á aðventunni í Borgarnesi
Kveikt verður á jólatré Borgarbyggðar við hátíðlega athöfn á Kveldúlfsvelli (við hlið ráðhúss) í Borgarnesi næstkomandi sunnudag þann 2. desember kl. 17.00*. Dagskrá af sviði sem Landflutninga-Samskip útvega af þessu tilefni nú sem oftar: Ávarp Bjarka Þorsteinssonar forseta sveitarstjórnar Steinka og Gúi skemmta Jólasveinarnir koma af fjöllum og gleðja börnin Heitt súkkulaði verður veitt á staðnum. Komið og njótið andrúmslofts …