Vinnuhópur um afrétta- og fjallskilamál heldur opinn íbúafund á Hótelinu í Borgarnesi, í kvöld, 22. janúar og hefst hann kl. 20:00. Þar verða framsöguerindi og umræður í vinnuhópum. Áhugasamir íbúar eru hvattir til að mæta. Mynd af fé í Þverárrétt er fengin úr myndasafni Skessuhorns.
Þorrablót frá bóndadegi að þorraþræl
Þorrinn hefst ávallt í þrettándu viku vetrar á föstudegi á svonefndum bóndadegi, þá er vetur hálfnaður. Honum lýkur á þorraþræl degi fyrir konudag sem markar upphaf Góu. Bóndadagur er núna 25. janúar og þann dag er fyrsta þorrablótið af sjö í Borgarbyggð. Þorrablótin í Borgarbyggð eru haldin í: -Valfelli 25. janúar -Brún 26. janúar -Lyngbrekku 1. febrúar -Þinghamri 2. …
Málþing unglinga og foreldra
Unglingum í 8.-10. bekk í grunnskólum Borgarbyggðar er boðið til málþings, ásamt foreldum sínum, um málefni unglinga, laugardaginn 26. janúar kl. 10.00 í Félagsmiðstöðinni Óðal. Sjá hér auglýsingu um viðburðinn.
Ársskýrsla Safnahúss komin út
Ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar fyrir árið 2007 liggur nú fyrir og hefur verið samþykkt af menningarnefnd Borgarbyggðar, sem jafnframt er stjórn Safnahúss. Í skýrslunni er kveðið á um helstu verkefni Safnahúss á árinu sem leið. Nálgast má skýrsluna með því að smella hér. Á margan hátt má segja að þetta hafi verið viðburðaríkur tími og ýmislegt hefur áunnist. Árið 2007 hófst …
Nefndir lagðar niður og nýjar stofnaðar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 10. janúar síðastliðinn að leggja niður umhverfisnefnd og landbúnaðarnefnd og stofna í þeirra stað sjö manna umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Í hinni nýju umhverfis- og landbúnaðarnefnd koma til með að sitja Guðrún Fjeldsted, Kristján Magnússon, Sigrún Ólafsdóttir, Sigurður Helgason, Sveinbjörn Eyjólfsson sem öll voru í landbúnaðarnefndinni sem lögð var niður, Jenný Lind Egilsdóttir sem áður …
Vistvernd í verki – Skráning hafin í visthópa
Þann 23. júní 2007 skrifaði Borgarbyggð undir samning við Landvernd um þátttöku sveitarfélagsins í umhverfisverkefninu „Vistvernd í verki”. Í framhaldi af því var íbúum sveitarfélagsins boðið að skrá sig í visthóp. Fulltrúar frá 20 fjölskyldum sem tekið hafa þátt í tveimur visthópum eru nú að ljúka sínum síðustu fundum. Stefnt er að því nýjir visthópar byrji í febrúar. Þeir sem …
Síðbúin jólatrjáasöfnun
Vegna fjölda áskorana mun Borgarbyggð standa fyrir síðbúinni hreinsun jólatrjáa föstudaginn 18. janúar og mánudaginn 21. janúar næstkomandi. Hreinsað verður í Borgarnesi, á Hvanneyri og á Bifröst. Íbúar sem enn eiga eftir að losa sig við sín jólatré, geta sett þau á gangstéttar framan við hús sín og munu þau verða hirt upp ofangreinda daga. Það er HS-verktak í Borgarnesi …
Málið er upplýst
Brotist var inn í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum um helgina og þaðan stolið fartölvum og skjávarpa. Þýfið kom í leitirnar við húsránnskókn vegna innbrots í Reykjavík í gær. Sjá frétt á vef Morgunblaðsins. Mynd: Jökull Helgason
Opinn íbúafundur um afrétta- og fjallskilamál í Borgarbyggð
Vinnuhópur um afrétta- og fjallskilamál heldur opinn íbúafund á Hótelinu í Borgarnesi þriðjudaginn 22. janúar næstkomandi og hefst hann kl. 20:00. Þar verða framsöguerindi og umræður í vinnuhópum. Áhugasamir íbúar eru hvattir til að mæta. Mynd frá Þverárrétt er fengin úr myndasafni Skessuhorns.
Falleg mynd úr Einkunnum fer víða
Mynd af ísingu á grasi við Álatjörn í Einkunnum, sem Hilmar Már Arason formaður umsjónarnefndar Einkunna fólkvangs í Borgarbyggð tók síðastliðið haust og er hér á heimasíðunni undir myndir frá Einkunnum, hefur vakið athygli og er m.a. notuð á dagatal Atlantsskipa fyrir árið 2008 og með frétt á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Þær sérstöku aðstæður sem skapa ísingu sem þessa eru …