Til hamingju með nýja heimasíðu Klettaborg

Af tilefni 30 ára afmælis leikskólans Klettaborgar hefur verið opnuð ný heimasíða hjá skólanum. Mikið hefur verið um að vera í Klettaborg af tilefni afmælisins og frétt um það var birt hér á heimasíðunni fyrir skömmu (Sjá hér). Veffang nýju heimasíðunnar er www.klettaborg.borgarbyggd.is Myndin er tekin af forsíðu nýju heimasíðu Klettaborgar.

Góðir gestir frá Danmörku heimsækja Borgfirðinga í næstu viku

Við Ungdomsskolen og Musikskolen i Syd – Djursland þ.e.a.s. utan og austan Árósa starfar hópur ungs fólks á aldrinum 12 – 18 ára. Hópurinn er skipaður dönsurum, söngvurum og hljóðfæraleikurum og kennir sig við Shanghai Akademiet (www.shanghaiakaemiet.dk) vegna þess að hann hefur farið þrisvar í tónleikaferðir til Kína. Hér er um að ræða úrval úr hópi nemenda skólanna. Hópurinn verður …

Kæru íbúar – Tilkynning frá sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar og starfsmenn sveitarfélagsins fylgjast grannt með þeirri þróun og þeim sviptingum sem eiga sér stað í efnahagsmálum Íslands og landsmanna. Sú mikla niðursveifla í fjármálakerfinu sem á okkur dynur koma sér illa fyrir alla, einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög. Sveitarstjórn Borgarbyggðar mun leggja allt kapp á að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins, vinna er að fara af stað sem byggðarráð leiðir …

Borgarbyggð mætir Dalvíkurbyggð í Útsvari

Annað kvöld, föstudaginn 10. október, keppir Borgarbyggð í spurningaþættinum Útsvari. Það eru þau Einar S. Valdimarsson sviðsstjóri fjármála við háskólann á Bifröst, Heiðar Lind Hansson sagnfræðinemi og Hjördís H. Hjartardóttir félagsmálastjóri sem keppa fyrir sveitarfélagið. Þau mæta liði Dalvíkurbyggðar, en í þeirra liði eru eftirtalin: Elín B. Unnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Magni Óskarsson. Alls taka 24 sveitarfélög þátt í þættinum …

Styrkir frá Menningarráði Vesturlands

Þriðjudaginn 14. október næstkomandi mun Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands verða til viðtals milli kl. 16:00 og 17:00 í ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og kynna reglur um úthlutun styrkja frá Menningarsjóði Vesturlands. Einnig mun hún veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi umsóknir um styrki á árinu 2009. Elías Árni Jónsson frá Atvinnuráðgjöf SSV verður einnig til viðtals á fundinum. …

Íris leiðbeinir í þreksal Varmalandi og Kleppjárnsreykjum

Þér er boðið í ókeypis tíma í þreksalnum Varmalandi og Kleppjárnsreykjum ! Fimmtudaginn 9. okt. mætir Íris Grönfeldt íþróttafræðingur og leiðbeinir í tækjasalnum í Íþróttamiðstöðinni Varmalandi frá kl. 16.00 – 18.00 Þriðjudaginn 14. okt. leiðbeinir hún svo í tækjasalnum í Íþróttamiðstöðinni Kleppjárnsreykjum frá kl. 18.00 – 20.00   Notum endilega endurbætta aðstöðu og fáum æfingaáætlun við hæfi hjá íþróttafræðingi. Munið …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2008 voru veittar á Sauðamessu

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir 2008 voru veittar að viðstöddu fjölmenni í Skallagrímsgarði í Borgarnesi laugardaginn 4. október. Afhending viðurkenninganna var í höndum formanns umhverfis- og landbúnaðarnefnar, Ingibjargar Daníelsdóttur sem flutti ávarp þar sem hún hvatti íbúa til að sýna gott fordæmi með góðri umgengni. Það voru konurnar í Öglu sem sáu um að að skoða garða, býli og fyrirtækjalóðir um allt …

Lánsfé, rekstrarörðuleikar og hlutafjármarkaður á Sauðamessu 2008 í Borgarnesi á morgun

Sauðamessa 2008 hefst laugardaginn 4. oktober kl. 13.30 að staðartíma með fjárrekstri eftir aðalgötunni í Borgarnesi. Að sjálfsögðu verður eingöngu lánsfé í rekstrinum, (fengið að láni frá góðbændum í héraði) og fastlega er búist við rekstrarörðugleikum. Því taka messuhaldarar fagnandi öllum sem lopavettlingi geta valdið og vilja koma í fyrirstöðu en annars er það engin fyrirstaða fyrir féð að hverfa …