Sunnudaginn 13. nóvember nk. kl. 14.00 opnar sýning á málverkum listamannsins Guðlaugs Bjarnasonar.
Opinn dagur hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar 9. nóvember nk.
Í tilefni af því að 55 ár eru liðin frá stofnun Tónlistarskóla Borgarfjarðar er skólinn opinn fyrir gesti og gangandi miðvikudaginn 9. nóvember frá kl.16:00-18:30.
Við bjóðum stofurölt, aðstöðukynningu og kaffispjall með köku.
Tölum saman – súpufundur fyrir atvinnurekendur í Borgarbyggð
Atvinnu-, markaðs-, og menningarálanefnd býður til súpufundar fyrir atvinnurekendur í Borgarbyggð. Tilgangur fundarins er að auka samtal milli atvinnulífs og stjórnsýslunnar.
Menntaskóli Borgarfjarðar hlýtur hvatningarverðlaun
Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 2. nóvember.
Jólagleði á Hvanneyri 11. desember
Hátíðarstundinn Jólagleði á Hvanneyri fer fram sunnudaginn 11. desember nk.
Jólagjöf til starfsmanna Borgarbyggðar – Gjafabréf
Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 10.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda hjá Borgarbyggð gegn framvísun gjafabréfsins.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin frá 3. desember 2022 – 31. mars 2023.
Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að fyrirtækið sé skráð hjá hinu opinbera og sé starfandi í Borgarbyggð.
Um er að ræða ríflega 300 gjafabréf sem þurfa að afhendast í byrjun desember 2022.
Skráningafrestur er til 18. nóvember n.k.
Skráning fer fram á netfanginu mannaudsstjori@borgarbyggd.is og nánari upplýsingar gefur Íris Gunnarsdóttir, gæða- og mannauðsstjóri í síma 433-7100.
Töfrandi barnaóperusýning
Öll börn í elstu árgöngum leikskólanna okkar fengu síðastliðinn mánudag, með samhentu átaki allra leikskólanna, tækifæri til að sjá og taka þátt í draumkenndu sýningunni – Bárur.
Sýningin er hluti af Óperudögum 2022.
Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.
Vörðum leiðina saman: Samráðsfundur með íbúum Vesturlands um samgöngur, sveitarstjórnarmál og húsnæðis- og skipulagsmál
Í október býður innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman.