Nú í byrjun desember sýnir Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar atriði úr ævintýrasöngleiknum Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson. Tónlistin er eftir Jóhann G. Jóhannsson. Í sýningunni koma 23 börn fram, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir leikstýrir, Theodóra Þorsteinsdóttir stýrir tónlistinni og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir leikur með á píanó.
Vel heppnað Æskulýðsball í Borgarbyggð
Þann 17. nóvember sl. var Æskulýðsballið haldið í Hjálmakletti. Um er að ræða viðburð sem félagsmiðstöðin Óðal heldur árlega fyrir öll ungmenni á Vesturlandi.
Borgarbyggð og Landbúnaðarháskóli Íslands tryggja húsnæði fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar
Borgarbyggð og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa undanfarið átt í viðræðum um leigu á húsnæði í eigu skólans fyrir starfsemi Slökkviliðs Borgarbyggðar á Hvanneyri. Ánægjulegt er að greina frá því að samkomulag hafi náðst og er búið er að skrifa undir samning.
Framgangur framkvæmda á Borgarbraut
Gaman er að greina frá því að stefnt er að því að malbika Borgarbraut frá Egilsgötu og upp fyrir Borgarbraut 15 í þessari viku ef veður leyfir.
Aðventuhátíð 2022 – dagskrá
Þann 27. nóvember nk. verður jólaandinn allsráðandi í Borgarbyggð þegar upphaf aðventu gengur í garð.
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2022 veittar
Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar þann 17. nóvember 2022 sl. voru veittar viðurkenningar fyrir umhverfismál í Borgarbyggð.
Margmenni á súpufundi fyrir atvinnurekendur
Þann 15. nóvember sl. fór fram súpufundur fyrir atvinnurekendur í Borgarbyggð. Fundurinn var vel sóttur og má áætla að um 70 manns hafi mætt til að hlýða á áhugaverða örfyrirlestra og taka þátt í samtalinu.
Kvenfélag Borgarness færir Öldunni gjafir
Í vikunni færðu 11 kvenfélagskonur, frá Kvenfélagi Borgarness, Öldunni dásamlegar gjafir og áttu góða stund með starfsfólki.
Vel sóttur stefnumótunarfundur og ungmennaþing
Hvað er að frétta? var yfirskrift stefnumótunarfundar og ungmennaþings sem haldið var miðvikudaginn 9. nóvember sl. Viðburðurinn var afar vel sóttur, bæði af fullorðnum og ungmennum. Gaman er að segja frá því að ungmennin voru í meirihluta sem er mjög ánægjulegt og mikilvægt fyrir vinnuna sem framundan er.
Umsóknir fyrir jólamarkað í Safnahúsi Borgarfjarðar
Aðventan nálgast nú óðfluga en fyrirhugað er að halda aðventuhátíð 27. nóvember nk. Hátíðin hefst á jólasamveru í Safnahúsi Borgarfjarðar áður en kveikt verður á jólatrénu í Skallagrímsgarði.