Lífshlaupið– er keppni í hreyfingu sem haldin er fyrir vinnustaði og grunnskóla ár hvert. Lífhlaupið 2012 hófst 1. febrúar og lýkur 21. febrúar. Ráðhús Borgarbyggðar eru með tvö lið skráð til keppni. Það er kvennaliðið ,,Ráhúsgengið hið fyrra“ og karlaliðið ,,Ráðhúsgengið hið síðara“. Kvennalið Ráðhússins fékk ávaxtakörfu að gjöf í hvatningarleik Rásar 2 og ÍSÍ 6. febrúar. Ávaxtakarfan …
Íþróttamaður Borgarbyggðar 2011
Íþróttamaður Borgarbyggðar verður kjörinn við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti, mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar, laugardaginn 11. febrúar næstkomandi klukkan 13.00. Tómstundanefnd Borgarbyggðar kýs árlega íþróttamann ársins úr tilnefningum frá ungmennafélögum í sveitarfélaginu. Kjörið fer nú fram í 21. sinn. Við þetta tækifæri verða einnig veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur skarað fram úr á árinu 2011. Jafnframt verður veitt viðurkenning úr …
Útnefningu íþróttamanns ársins frestað
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður útnefningu íþróttamanns ársins hjá Borgarbyggð, sem fara átti fram sunnudaginn 5. febrúar, frestað. Ný tímasetning verður kynnt á allra næstu dögum. Tómstundanefnd Borgarbyggðar
Skák og mát í sundlauginni
Í síðustu viku, fimmtudaginn 26. janúar var skákdagurinn á Íslandi og teflt var um allt land til heiðurs Friðriki Ólafssyni stórmeistara. Í tilefni dagsins var sundlaugin í Borgarnesi skákvædd þegar Tinna Kristín Finnbogadóttir og Jóhann Óli Eiðsson afhendu Páli Brynjarssyni sveitarstjóra tafl frá Skákakademíunni. Tinna og Jóhann Óli vígðu taflið í heita pottinum að viðstöddum Helga Ólafssyni stórmeistara. Helgi tefldi …
Bækur Guðmundar Hjartarsonar
Nýverið barst Héraðsbókasafni Borgarfjarðar myndarleg gjöf. Um er að ræða bækur úr eigu Guðmundar Hjartarsonar fyrrverandi seðlabankastjóra, en hann lést fyrir nokkrum árum og ánafnaði Safnahúsi bókasafni sínu. Þar er margt góðra bóka og er gjöfin því talsverður styrkur fyrir héraðsbókasafnið. Guðmundur var fæddur á Litla-fjalli í Borgarhreppi en fór til Reykjavíkur 25 ára gamall og bjó þar eftir það. …
Þulur – samstarfsverkefni Tónlistarskóla og Safnahúss
Safnahús og Tónlistarskóli Borgarfjarðar hafa tekið saman höndum um tilraunaverkefni til að vekja athygli á þuluforminu og hvetja til sköpunar á grundvelli þess. Verkefnið er unnið með aðstoð Árnastofnunar sem leggur til upptökur af eldri þulum sem varðveist hafa í munnlegri geymd, kveðnar af borgfirskum konum. Um leið er skáldkonunnar Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Sveinatungu minnst með því að úrval af …
Söngkeppnin fer í Óðal
Söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Vesturlandi verður ekki haldin í Hjálmakletti eins og auglýst var. Keppnin hefur verið færð yfir í félagsmiðstöðina Óðal og hefst þar kl. 19.00 í kvöld.
Skákdagurinn á Íslandi
Fimmtudaginn 26. janúar er skákdagurinn á Íslandi. Stefnt er að því að fá sem flesta að tafli um allt land til heiðurs Friðriki Ólafssyni stórmeistara, en 26. janúar er fæðingardagur hans. Skákfélagar í UMSB hafa fengið stórmeistarann Helga Ólafsson til að koma og tefla fjöltefli í Hyrnutorgi kl 16.00. Vonast er eftir að sem flestir komi og reyni sig við …
Söngkeppni í Hjálmakletti
Söngkeppni félagsmiðstöðva á Vesturlandi fer fram í Hjálmakletti fimmtudaginn 26. janúar næstkomandi. Vinningsatriðin taka svo þátt í lokakeppni Samfés sem haldin verður í Laugadalshöllinni þann 3. mars en þrjú atriði frá Vesturlandi og Vestfjörðum geta komist áfram. Keppnin í Hjálmakletti hefst sutndvíslega kl. 19.00. Sjá auglýsingu hér
Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2012 og hafa álagningarseðlar verið sendir til gjaldenda.Vakin er athygli á að álagningarseðlarnir verða einnig aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni Island.is Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti var 20. janúar og síðan 15. hvers mánaðar fram í október. Eindagi er fimmtánda dag næsta mánaðar eftir gjalddaga. Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir til þeirra sem …