Blóðbankabílinn verður í Borgarnesi við N1 miðvikudaginn 1. febrúar nk.
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fundaði með veiðimönnum
Á 42. fundi Umhverfis-og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar bauð nefndin þeim veiðimönnum sem sinnt hafa refa-og minkaveiði fyrir sveitarfélagið til fundarins.
Lífshlaupið 2023
Skráning er hafin í Lífshlaupið 2023 – landskeppni í hreyfingu, og verður hún ræst í sextánda sinn miðvikudaginn 1. febrúar nk.
Laus störf hjá sveitarfélaginu
Fjölmörg spennandi og krefjandi störf eru auglýst laus til umsóknar í Borgarbyggð um þessar mundir. Um er að ræða framtíðarstörf sem og tímabundnar ráðningar.
Leikgleði – leiklistarnámskeið fyrir ungmenni í 7.-9.bekk grunnskóla
Á þessu vornámskeiði verður farið í grunnatriði í leiklist, svo sem leiktækni, persónusköpun, líkamstækni, spuna og hlustun, samvinnu og frumkvæði. Námskeiðið endar á opnum tíma þar sem vinum/aðstandendum er boðið að sjá afrakstur námskeiðsins ef vilji þátttakenda er til þess.
Kristín Þórhallsdóttir kjörin Íþróttmanneskja Borgarfjarðar 2022
Kristín Þórhallsdóttir var kjörin Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2022, annað árið í röð.
Kristín er 38 ára gömul og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness.
Kristín vann silfurverðlaun á EM og HM og tvíbætti evrópumetin í hnébeygju og samanlögðu á árinu. Hún bætti auk þess íslandsmetin í hnébeygju, réttstöðulyftu, réttstöðulyftu single liftt og samanlögðu. Kristín náði 110,27 IPF-GL stigum á árinu, en það er mesti stigafjöldi sem náðst hefur af íslenskum keppanda.
Kristín er þriðja á heimslista Alþjóðlega kraftlyftingasambandsins (IPF) í sínum þyngdarflokki fyrir árið 2022 og á fjórða besta árangur í samanlögðu sem náðst hefur í þessum flokki í sögunni innan IPF.
Kristín var auk þess í 8. sæti í vali samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjörin kraftlyftingakona ársins annað árið í röð.
Ný einföld og snjöll ábendingagátt
Ný útgáfa af ábendingagátt fór í loftið föstudaginn sl, en um er að ræða nýtt viðmót sem hefur verið í þróun í nokkurn tíma.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heimsækir Borgarbyggð 11. janúar nk.
Málefni háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins eiga erindi um land allt og mun ráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, staðsetja skrifstofu sína víðs vegar um landið á kjörtímabilinu.
Tveir Borgnesingar fengu fálkaorðuna á nýársdag
Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands afhenti 14 manns fálkaorðuna á Bessastöðum á nýársdag líkt og venja er. Að þessu sinni voru tveir Borgnesingar í hópnum, þau Anna Sigríður Þorvaldsdóttir og Héðinn Unnsteinsson.
Aukinn aðsókn á bókasafnið á milli ára
Gaman er að greina frá því að það fjölgaði um ríflega 1.200 gesti á milli ára 2022 og 2021.