Smölun ágangsfjár á grundvelli nýrrar samþykktar

Á laugardag fór fram smölun ágangsfjár á vegum Borgarbyggðar í landi Skarðshamra í Norðurárdal. Smölun á vegum sveitarfélagsins er grundvelli samþykktar byggðarráðs frá 22. júní s.l. en landeigendur Skarðshamra höfðu ítrekað farið fram á að sveitarfélagið smalaði ágangsfé af landinu. Í einu fjallskilaumdæmi Borgarbyggðar, þ.e. Þverárþings, hefur verið virkjuð sú grein fjallskilasamþykktar sem gerir bændum skylt að reka fé á …

Yfir 1000 gestir í júní

Í júnímánuði heimsóttu ríflega 1100 gestir Safnahús Borgarfjarðar og er miki ánægja með þann uppgang sem á sér stað í safninu um þessar mundir. Ýmislegt hefur verið um að vera það sem af er sumri; má þar nefna rappnámskeið fyrir börn sem haldið var af meðlimum úr Reykjavíkurdætrum, bókamarkaður og skiptimarkaður með plöntum og fræ, myndasýningar, fánasmiðja og fleira. Í …

Borgarbyggð auglýsir eftir aðilum til að sinna smölun ágangsfjár

Verkið felst í að bregðast við beiðni sveitarstjórnar um smölun og keyrslu fjárs á afrétt ef eigandi eða umráðamaður bregst ekki við ábendingum frá sveitarfélaginu um að smala féi sínu af umræddu svæði. Nú hefur verið virkjuð 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 í fjallskilaumdæmi Þverárþings. Var hún virkjuð að frumkvæði stjórnar fjallskilaumdæmis á því svæði en með þeirri ákvörðun er bændum …

Hefur þú skoðun á skipulagsmálum ?

Borgarbyggð hefur hafið endurskoðun aðalskipulags og birtir nú skipulags- og matslýsingu þar sem farið er yfir hvaða viðfangsefni í umhverfis- og skipulagsmálum verða til umfjöllunar í endurskoðuninni. Einnig er vinnuferlinu lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað. Nú er leitað til íbúa og annarra hagsmunaaðila um efni lýsingarinnar og þær áherslur um endurskoðunina sem þar birtast. Íbúar og aðrir …

17. júní – dagskrá

Tímasetningar og staðsetningar geta breyst. Nýjustu upplýsingar verður að finna á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is

Umhverfisviðurkenningar – tilnefningar

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.

Borgarbyggð veitir viðurkenningar fyrir starfsaldur

Starfsfólk Borgarbyggðar fékk viðurkenningu fyrir starfsaldur á árshátíð sveitarfélagsins í mars sl., alls 28 einstaklingar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar hjá Borgarbyggð og verður hér eftir fastur liður ár hvert.