Frestun verður á tónleikum kvöldsins, sem vera áttu í Reykholtskirkju kl. 20:00. Þetta eru tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Reykholtskirkju og Vesturlandsprófastsdæmis með tónlistarmönnunum Andrési Þór Gunnlaugssyni, Jóni Rafnssyni og Karli Olgeirssyni í samblandi við ljóðalestur með aðventublæ í höndum Guðlaugs Óskarssonar og Kristínar Á. Ólafsdóttur. Tónleikunum hefur verið frestað til þriðjudagsins 15. desember kl. 20:00. Með bestu kveðju frá aðstandendum tónleikanna. …
Fjöliðjan, dósamóttakan og vinnustofan eru flutt – höfum fengið nýtt nafn – Aldan
Aldan áður Fjöliðjan er flutt út í Brákarey í „burstirnar þrjár“ við hliðina á Nytjamarkaðnum. Gengið inn að framan, götumegin í stóra húsinu. Opið verður á sama tíma frá 8:15 til 11:45 og frá 13:00 til 15:45. Allir velkomnir
Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð – 2015-11-25
Húsafell, Stuttárbotnar – nýtt deiliskipulag, lýsing Sveitarstjórn samþykkti 12. nóvember 2015 að auglýsa lýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Stuttárbotna í Húsafelli. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 30. október 2015 og felur meðal annars í sér skipulag fyrir 162 frístundalóðir og útivistarsvæði. Lýsingin verður auglýst frá 25. nóvember til og með 11. desember 2015, skv. 41. …
Tilkynning frá OR
Skolun um brunahana í Borgarnesi í efri hluta bæjarins hófst um kl. 9 á sunnudag og lauk um kl. 15. Nú undanfarna daga eftir að nýi síubúnaðurinn var settur upp í dælustöð Grábrókarhrauni hefur OR unnið að skolun lagna milli Bifrastar og Borgarness ásamt dreifikerfum í sumarhúsahverfum. Skolað er út um brunahana og tæmiloka á lögnunum. Við skolun í Borgarnesi …
Út er komin mannfjöldaspá fyrir Borgarbyggð til ársins 2015
Spáin er unnin af dr. Vífli Karlssyni, hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti í september sl. að láta vinna mannfjöldaspá fyrir Borgarbyggð til ársins 2025 þar sem einnig yrði spáð fyrir um aldursdreifingu. Í skýrslunni er einnig að finna stutta umfjöllun um sögulega íbúaþróun og fæðingartíðni í Borgarbyggð, vænta þróun atvinnulífsins, samgangna, fjarskipta og höfuðborgarsvæðisins. Spáin kveður …
Dósamóttaka Fjöliðjunnar lokuð tímabundið
Dósamóttaka Fjöliðjunnar verður lokuð föstudag, mánudag og þriðjudag vegna flutninga Fjöliðjunnar yfir í Brákarey.
Snjómokstur í dreifbýli
Samþykktar hafa verið viðmiðunarreglur vegna snjómoksturs í dreifbýli Borgarbyggðar. Ekki er um eiginlegar breytingar á fyrirkomulagi snjómoksturs að ræða, heldur er markmiðið að auka upplýsingaflæði og skýra verkferla. Viðmiðunarreglur má finna hér Kort af vetrarþjónustu eru unnin af og birt hér með leyfi Vegagerðarinnar. Kort af vetrarþjónustu, uppsveitir Kort af vetrarþjónustu, Norðurárdalur Kort af vetrarþjónustu, vestur …
Sagnakvöld Safnahúss 12. nóvember
Sagnakvöld Safnahúss verður kl. 20.00 fimmtudaginn 12. nóv. Það er árlegur viðburður á vegum Héraðsbókasafns þar sem það helsta í borgfirskri útgáfu er kynnt og lesið upp úr nokkrum nýjum bókum. Dagskráin tekur um klukkutíma og heitt verður á könnunni á eftir. Að venju verða bækur seldar á staðnum og áritaðar sé þess óskað. Lesið verður upp úr eftirtöldum bókum: …
Hunda- og kattahreinsun 2015
Árleg hunda og kattahreinsun fer fram í næstu viku sem hér segir: Borgarnesi, mánudaginn 16. nóvember Bifröst, þriðjudaginn 17. nóvember Reykholti, miðvikudaginn 18. nóvember Varmalandi, miðvikudaginn 18. nóvember Hvanneyri, fimmtudaginn 19. nóvember Allar nánari upplýsingar er að finna hér.