Fundur um ráðstöfun dýraleifa

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) standa fyrir fundi um ráðstöfun dýraleifa miðvikudaginn 21. febrúar n.k.  Fundurinn verður á Teams og hefst kl. 09:00. Frummælendur á fundinum verða: Stefán Gíslason ráðgjafi hjá Environice    Dýraleifar: Skipting ábyrgðar, staða og horfur Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands    Kynning á tilraunaverkefni um flutning dýraleifa í brennsluAllir velkomnir Til að fá fundarboð á Teams …

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka  

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2024.  Umsóknarfrestur er til 1. maí 2024 og skal umsóknum skilað í gegnum heimasíðu Borgarbyggðar eða til fjármálastjóra. Reglur …

Umsagnir vegna tillögu um breytingar á skólahaldi við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar

Á 230. fundi fræðslunefndar Borgarbyggðar dags. 1. febrúar 2024 var lögð fram tillaga um að skólahald á Varmalandi myndi taka breytingum frá og með næsta hausti. Tillagan lýtur að því að á Varmalandi verði starfrækt grunnskóladeild frá 1. til 4. bekk að báðum bekkjardeildum meðtöldum. Í því felst að frá og með haustinu 2024 myndu nemendur 5. til 10. bekkjar …

Öll velkomin að renna í Dalhallanum

Kæru íbúar Dalhallinn sem liggur samsíða Borgarbrautinni í Borgarnesi er vinsæl brekka hjá bæði börnum og fullorðnum til að renna sér niður. Í öryggisskyni hafa verið sett dekk á grindverkið neðst í brekkunni en nokkuð hefur borið á slysum þar sem börn hafa hafnað á girðingunni á nokkurri ferð. Biðjum við íbúa áfram að sýna aðgát og gæta þess að …

Breyttur opnunartími í þjónustuveri

Frá og með 16. febrúar 2024 verður breyting á afgreiðslutíma þjónustuvers Borgarbyggðar á föstudögum. Þá mun verða opið frá kl. 10:00 – 14:00. Alla aðra virka daga er móttaka opin milli kl. 10:00 – 15:00 og hægt er að fá afgreiðslu símleiðis milli kl. 9:30 – 15:00. Áfram er hægt að senda ábendingar í gegnum ábendingagátt allan sólarhringinn, senda tölvupóst …

Perlað af Krafti í Borgarnesi

KRAFTUR, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, ætlar að perla með Borgfirðingum þriðjudaginn, 13. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar.  Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum  – komdu og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein. Allir geta komið og perlað með KRAFTI milli kl. 15:00 – 18:00 Kaffi, drykkir og …

Tillögur að frumhönnun Sögutorga opnaðar

Tillögur að frumhönnun á svæðinu frá Skallagrímsgarði að Brákarsundi sýna hvernig þróa mætti gamla bæjarhlutann í Borgarnesi með torgum og almenningsrýmum. Tillögurnar, sem unnar voru af þverfaglegu teymi arkitekta, skipulagsfræðinga, sagnfræðinga og ráðgjafa í umhverfissálfræði á vegum Alternance, voru nýverið kynntar fyrir sveitarstjórn og eru nú opnar almenningi á heimasíðu verkefnisins www.sogutorgin.is Þær sýna hugmyndir sérfræðinga Alternance sem byggðar eru …

249. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

249. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 8. febrúar 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 249 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Á móti straumnum – sýningaropnun 8. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar

Verið velkomin á sýningaropnun fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:00 – 18:00 á verkum úr safneign Listasafns Borgarness.  Á sýningunni gefur að líta verk eftir nokkrar af fremstu listakonum Íslands á borð við Ásgerði Búadóttur, Gerði Helgadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur.  Listakonurnar, sem eiga verk á sýningunni, hafa allar verið brautryðjendur, hver á sínu sviði. Þær hafa auðgað íslenska menningarsögu …

Úrvinnslusjóður – Sérstök söfnun sveitarfélaganna

Nú hafa allir ársfjórðungar ársins 2023 borist frá Úrvinnslusjóð og kom þriðji ársfjórðungur best út með tæpar 4.5milljónir króna í greiðslu til sveitarfélagsins frá Úrvinnslusjóði. Á þeim ársfjórðungi voru allir tunnuflokkar innleiddir, komnir á hvert heimili og grenndarstöðvar settar upp á þremur stöðum í sveitarfélaginu. Í heildina, fyrir alla ársfjórðungana, urðu greiðslur frá Úrvinnslusjóði til sveitarfélagsins 13.4milljónir króna. Hér er …