Opið fyrir umsóknir í tónlistar- og listnám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar

Tónlistarskóla Borgarfjarðar / Listaskóla Borgarfjarðar er ætlað að stuðla að öflugu tónlistar- og listalífi jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Á tónlistarbraut og listabraut er tekið mið af margvíslegum áhugasviðum nemenda, getu þeirra og þroska. Kennsluaðferðir og viðfangsefni eru fjölbreytt og sveigjanleg og hentar börnum, ungmennum og fullorðnum. Innritun í Tónlistarskóla Borgarfjarðar / Listaskóla Borgarfjarðar …

Niðurstöður úr könnunum – Sögutorgin

Alternance í samstarfi við Borgarbyggð hefur nú birt niðurstöður vefkönnunar sem fór fram 21. maí – 5. júní sl. ásamt SVÓT-greiningarvinnunni sem unnin var á íbúafundi í Hjálmakletti í maí sl. Í slíkri greiningu er horft til þess að finna og flokka innri og ytri áhrifaþætti varðandi ákveðið viðfangsefni. Innri áhrifaþættir eru styrkleikar og veikleikar en ógnanir og tækifæri tilheyra …

Himnastiginn í regnbogalitunum

Hinseginhátíð Vesturlands fer fram í þriðja skiptið núna helgina 20. – 23. júlí nk. Að þessu sinni er hátíðin haldin á Akranesi, en hún fór fyrst fram í Borgarbyggð árið 2021 og svo í Snæfellsbæ árið eftir. Í tilefni hátíðarinnar hefur Vinnuskóli Borgarbyggðar málað Himnastigann í Borgarnesi í regnbogalitum. Í fyrstu átti einungis að mála þau þrep sem höfðu nú …

Ný sumarsýning: Íslensku búningurinn – Spor eftir spor

Föstudaginn 30. júní nk. kl. 16.00 opnar í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar þjóðbúningasýning á handverki Margrétar Skúladóttur. Margrét hefur á síðastliðnum 17 árum saumað um 30 búninga og búnings hluta. Opnunarhátíðin stendur frá kl 16.00 – 18.00. Margrét Skúladóttir hefur á síðustu tveimur áratugum starfað ötullega að ýmsu starfi tengt handverki og þjóðbúningahefð, var einn af stofnendum Þjóðbúningafélags Vestfjarða og hefur …

Gunnhildur Lind Hansdóttir Listamanneskja Borgarbyggðar 2023

Þann 17. júní sl. tilkynnti sveitarfélagið í fyrsta skipti vali á Listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2023.  Að þessu sinni var það Gunnhildur Lind Hansdóttir sem hlaut nafnbótina. Gunnhildur Lind er Borgnesingur í húð og hár og er ljósmyndari. Árið 2018 útskrifaðist Gunnhildur af ljósmyndabraut frá Tækniskólanum og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari síðan. Verk Gunnhildar eru vel kunnug en …

Guðný Elíasdóttir ráðin sviðsstjóri hjá Borgarbyggð – breytingum á skipuriti lokið

Guðný Elíasdóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hjá Borgarbyggð. Guðný lauk B.Sc. í byggingarfræði frá háskólanum Vitus Bering í Danmörku árið 2004 og námi í tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2000. Undir skipulags- og umhverfissvið heyra skipulags- og byggingardeild og umhverfis- og landbúnaðardeild. Guðný hefur mikla reynslu bæði sem sérfræðingur og stjórnandi í þeim málaflokkum …

Smölun ágangsfjár á grundvelli nýrrar samþykktar

Á laugardag fór fram smölun ágangsfjár á vegum Borgarbyggðar í landi Skarðshamra í Norðurárdal. Smölun á vegum sveitarfélagsins er grundvelli samþykktar byggðarráðs frá 22. júní s.l. en landeigendur Skarðshamra höfðu ítrekað farið fram á að sveitarfélagið smalaði ágangsfé af landinu. Í einu fjallskilaumdæmi Borgarbyggðar, þ.e. Þverárþings, hefur verið virkjuð sú grein fjallskilasamþykktar sem gerir bændum skylt að reka fé á …

Yfir 1000 gestir í júní

Í júnímánuði heimsóttu ríflega 1100 gestir Safnahús Borgarfjarðar og er miki ánægja með þann uppgang sem á sér stað í safninu um þessar mundir. Ýmislegt hefur verið um að vera það sem af er sumri; má þar nefna rappnámskeið fyrir börn sem haldið var af meðlimum úr Reykjavíkurdætrum, bókamarkaður og skiptimarkaður með plöntum og fræ, myndasýningar, fánasmiðja og fleira. Í …

Borgarbyggð auglýsir eftir aðilum til að sinna smölun ágangsfjár

Verkið felst í að bregðast við beiðni sveitarstjórnar um smölun og keyrslu fjárs á afrétt ef eigandi eða umráðamaður bregst ekki við ábendingum frá sveitarfélaginu um að smala féi sínu af umræddu svæði. Nú hefur verið virkjuð 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 í fjallskilaumdæmi Þverárþings. Var hún virkjuð að frumkvæði stjórnar fjallskilaumdæmis á því svæði en með þeirri ákvörðun er bændum …

Hefur þú skoðun á skipulagsmálum ?

Borgarbyggð hefur hafið endurskoðun aðalskipulags og birtir nú skipulags- og matslýsingu þar sem farið er yfir hvaða viðfangsefni í umhverfis- og skipulagsmálum verða til umfjöllunar í endurskoðuninni. Einnig er vinnuferlinu lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað. Nú er leitað til íbúa og annarra hagsmunaaðila um efni lýsingarinnar og þær áherslur um endurskoðunina sem þar birtast. Íbúar og aðrir …