Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar þann 31. október 2023 sl. voru veittar viðurkenningar fyrir umhverfismál í Borgarbyggð. Líkt og fyrri ár var kallað eftir tilnefningum íbúa og það var ánægjulegt að sjá hversu margir tóku sér tíma til að senda inn tilnefningar. Eftirfarandi aðilar fengu viðurkenningu fyrir árið 2023: Falleg lóð við íbúðarhús Í þessum flokki eru það íbúar að …
Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar
Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 10.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …
Söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka
Á grundvelli verðfyrirspurnar hefur verið samið við málmendurvinnslufyrirtækið Furu ehf. um söfnun nokkurra úrgangsflokka haustið 2023. Gaman er að segja frá því að í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu. En það felur í …
Miðálmu Grunnskólans í Borgarnesi lokað
Í september var tekin ákvörðun um að loka fjórum kennslustofum sem staðsettar eru í miðálmu Grunnskólans í Borgarnesi vegna gruns um myglu. Til að gæta að öryggi nemenda og starfsfólks var ákveðið að hætta tafarlaust kennslu í umræddum stofum. Í kjölfarið voru tekin sýni og nú liggja fyrir bráðabirgðaniðurstöður. Frumskoðun sýnir að mygla er til staðar í tveimur af þeim …
Kvennaverkfall 24. október 2023
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls allan þriðjudaginn 24. október nk. Borgarbyggð tekur heilshugar undir þá kröfu að kynbundu ofbeldi og kynbundinni mismunun sé útrýmt. Í sveitarfélaginu eru um 75% starfsfólks konur og kvár og án vinnuframlags þeirra skerðist eða í einhverjum tilfellum, stöðvast nær öll starfsemi sveitarfélagsins. Fyrirsjáanlegt er að þátttaka í verkfallinu verður mikil. Undantekning er þó starfsemi sem …
Leikskólinn Ugluklettur tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2023
Leikskólinn Ugluklettur er á meðal þeirra skóla sem tilnefnd eru til Íslensku menntaverðlaunna árið 2023 í flokki framúrskrandi skólastarf eða menntaumbætur, fyrir þróun lýðræðislegt og skapandi leikskólastarfs. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum. Það er svo sannarlega mikill …
Hreystitæki komin upp á þremur stöðum
Í mars síðastliðnum var sótt um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu hreystitækja sem er hluti af verkefninu Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð. Sú umsókn var samþykkt á fundi skipulagsfulltrúa 17. mars 2023 að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nú hafa starfsmenn áhaldahússins lokið við uppsetningu á hreystitækjunum á þremur stöðum. Staðirnir sem umræðir eru við göngustíg aftan við …
Bókakynning í Safnahúsi Borgarfjarðar 5. október nk.
Á fimmtudaginn næsta þann 5. október klukkan 17.00 kynnir Helgi Bjarnason nýútkomna bók sína Gleymd skáld og gamlar sögur, sagnaþættir úr Borgarfirði í Safnahúsi Borgarfjarðar. Helgi sem hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu í áratugi hefur sent frá sér nokkur rit í gegnum tíðina, meðal annars bókina Við Veggjalaug sem fjallar um byggðina á Laugalandi og Varmalandi í Stafholtstungum. Þá hefur hann einnig skrifað fjölmargar …
Slökkvilið Borgarbyggðar 100 ára – Bjarni K. Þorsteinsson skrifar grein
Undirrituðum finnst það við hæfi að vekja athygli íbúa Borgarbyggðar og annarra á þeirri staðreynd að árið 2023 nánar tiltekið laugardaginn 14. október verður Slökkvilið Borgarbyggðar 100 ára. Það er því hjá okkur afmælisár þar sem því verður fagnað og þess minnst að 100 ár eru liðin síðan að slökkviliði var komið á fót í Borgarneshreppi eins og sveitarfélagið hét …