Opinn fundur um íbúabyggð í landi Bjargs við Kveldúlfshöfða og breytt legu hringvegar við Borgarnes

Opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar þann 22. nóvember frá kl. 18.00 til 20.00 vegna skipulags íbúðarbyggðar í landi Bjargs við Kveldúlfshöfða og breytingar á legu Hringvegar við Borgarnes. Á staðnum verða Margrét Ólafsdóttir og Óskar Örn Gunnarsson skipulaghönnuðir til að svara spurningum og öðru því sem brennur á fólki varðandi skipulagið. Kaffi og kleinur – Vonumst til að sjá sem …

Borgarbyggð skrifar undir samning við Janus heilsueflingu

Þann 16. október sl. var undirritaður samstarfssamningur við Janus heilsueflingu. Með samningnum verður þátttakendum, 60 ára og eldri með lögheimili í Borgarbyggð, boðið upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að bæta heilsutengdar forvarnir, efla hreyfifærni þátttakenda, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt. Gert er ráð fyrir að verkefnið farið í gang eftir áramót …

Breyting á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 9. nóvember sl. eftirfarandi tillögu samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 – Landbúnaðarkaflinn Breytingin tekur til stefnu aðalskipulagins fyrir landbúnaðarsvæði og þær framkvæmdir og mannvirki sem heimilaðar eru á landbúnaðarsvæðum. Skerpt er á heimildum til að tryggja hagkvæma og skynsama nýtingu, gott landbúnaðarland verði áfram nýtt til matvælaframleiðslu, uppbyggingu hagað þannig að núverandi …

Kveðja til Grindvíkinga

Borgarbyggð sendir íbúum í Grindavík sem hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín, hlýjar kveðjur og samhug á þessum erfiðum tímum. Hugur allra landsmanna er hjá Grindvíkingum og það er einlæga von sveitarfélagsins að þessar náttúruhamfarir fái farsælan endi og að íbúar geti snúið aftur til síns heima hratt og örugglega. Íbúar í Borgarbyggð sem eiga þann kost að geta …

Ný heimasíða Borgarbyggðar lítur dagsins ljós

Ný heimasíða Borgarbyggðar er komin í loftið. Það var afmælisbarn dagsins og starfsmaður hjá Borgarbyggð, Guðrún Ásta Völundardóttir og Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri sem opnuðu síðuna með formlegum hætti í dag.  Hönnun og útlit síðunnar er notendavænni og var veftréð endurhannað með þarfir notenda að leiðarljósi með það markmið að gera hana aðgengilegri og einfaldari í notkun. Þess má einnig …

Lokun hjá Öldunni

Aldan vinnustofa og hæfing verður lokuð föstudaginn 11. nóvember vegna starfsdags.

Umferðaröryggi við íþróttahús og Þorsteinsgötu/Borgarbraut

Vegna framkvæmda á Borgarbraut er meiri umferð um Þorsteinsgötu og þar af leiðandi við íþróttahúsið. Gestir íþróttahússins sem eru að sækja eða skilja eftir aðila eru beðin um að stoppa ekki við eða á gangbrautinni sem er framan við íþróttahúsið. Við það geta skapast raðir bíla og þá hættu fyrir börn sem ganga yfir gangbrautina, þar sem kyrrstæðu ökutækin skyggja …