Leikskólinn Ugluklettur tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2023

Leikskólinn Ugluklettur er á meðal þeirra skóla sem tilnefnd eru til Íslensku menntaverðlaunna árið 2023 í flokki framúrskrandi skólastarf eða menntaumbætur, fyrir þróun lýðræðislegt og skapandi leikskólastarfs. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum. Það er svo sannarlega mikill …

Hreystitæki komin upp á þremur stöðum

Í mars síðastliðnum var sótt um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu hreystitækja sem er hluti af verkefninu Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð. Sú umsókn var samþykkt á fundi skipulagsfulltrúa 17. mars 2023 að undangenginni grenndarkynningu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nú hafa starfsmenn áhaldahússins lokið við uppsetningu á hreystitækjunum á þremur stöðum. Staðirnir sem umræðir eru við göngustíg aftan við …

Bókakynning í Safnahúsi Borgarfjarðar 5. október nk.

Á fimmtudaginn næsta þann 5. október klukkan 17.00 kynnir Helgi Bjarnason nýútkomna bók sína Gleymd skáld og gamlar sögur, sagnaþættir úr Borgarfirði í Safnahúsi Borgarfjarðar. Helgi sem hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu í áratugi hefur sent frá sér nokkur rit í gegnum tíðina, meðal annars bókina Við Veggjalaug sem fjallar um byggðina á Laugalandi og Varmalandi í Stafholtstungum. Þá hefur hann einnig skrifað fjölmargar …

Slökkvilið Borgarbyggðar 100 ára – Bjarni K. Þorsteinsson skrifar grein

Undirrituðum finnst það við hæfi að vekja athygli íbúa Borgarbyggðar og annarra á þeirri staðreynd að árið 2023 nánar tiltekið laugardaginn 14. október verður Slökkvilið Borgarbyggðar 100 ára. Það er því hjá okkur afmælisár þar sem því verður fagnað og þess minnst að 100 ár eru liðin síðan að slökkviliði var komið á fót í Borgarneshreppi eins og sveitarfélagið hét …

Rekstur Borgarbyggðar gekk vel á fyrri hluta árs

Árshlutauppgjör Borgarbyggðar fyrstu sex mánuði ársins var kynnt í byggðarráði í gær, fimmtudaginn 28. september. Rekstur Borgarbyggðar gekk vel og batnaði afkoman talsvert á milli ára. Afkoma A-hluta fyrir fjármagnsliði batnaði um 190 m.kr. milli ára og var jákvæð um 29 m.kr. Að frádregnum fjármagnsliðum var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 23 m.kr. sem skýrist af hækkun verðtryggðra lána. Tekjur A-hluta Borgarbyggðar …

Viðbrögð vegna gruns um myglu í húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi

Í síðustu viku var tekin ákvörðun um að loka 10. bekkjar kennslustofum í Grunnskólanum í Borgarnesi vegna gruns um myglu. Í gær var síðan ákveðið að loka stofum sem staðsettar eru fyrir neðan umræddu stofur sem voru innsiglaðar í síðustu viku vegna lyktar sem fundist hefur þar. Sýni verða tekin á allra næstu dögum og munu niðurstöður liggja fyrir á …

Vel heppnaður íbúafundur vegna Aðalskipulags Borgarbyggðar

Á íbúafundi 12. september sl. vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 fóru sérfræðingar frá Eflu yfir hvað skipulags- og matslýsing felur í sér, stöðu verkefnis og tímalínu þess, flokkun á vegum í náttúru Íslands og á landbúnaðarlandi, hvar er hægt að koma með ábendingar og athugasemdir og að lokum kynnt breyting á skilmálum er varðar landbúnaðarland í núverandi aðalskipulags. Enn er …

Kynning á verkefninu Sunndlaugamenning á Íslandi í Safnahúsinu

Fimmtudaginn 14. september nk. kl 17:00 verður kynning á verkefni sem nýverið var hleypt af stokkunum á Sundlaugarmenningu á Íslandi. Með því hófst skráning á sundlaugamenningu Íslendingar inná vefnum Lifandi hefðir sem heldur utan um upplýsingar um óáþreifanlegan menningararf. Í tilefni af því verða viðburðir um allt land tengdir sundhefðinni þar sem unnendum sundsins er boðið að koma og kynna …