Lokahnykkur framkvæmda á Borgarbraut

Nú líður að lokahnykk framkvæmda á Borgarbraut í Borgarnesi. Fljótlega hefst frágangur á yfirborði með malbikun götunnar og hellulögn á gangstétt. Ef veður helst hagstætt þá verður Borgarbrautinni lokað fyrir umferð mánudaginn 6. maí til að hægt sé að undirbúa hana fyrir malbikun. Stefnt er að malbikun 13.-15. maí og þegar því er lokið verður hægt að opna fyrir umferð …

Dagbók sveitarstjóra

Komið sæl Það eru allar vikur viðburðaríkar í starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar. Engir tveir dagar eins og verkefni morgundagsins oft ófyrirsjáanleg. Aragrúi verkefna á stóru heimili en stikla hér á stóru. Í þarsíðustu viku var ársuppgjör Borgarbyggðar 2023 afgreitt frá fyrri umræðu. Í framhaldinu tók ég fundi með lánveitendum og fjárfestum um uppbyggingu í sveitarfélaginu – og til að vekja athygli …

Grænfánaafhending í Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi

Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar flaggað í dag sínum sjötta Grænfána. En það er Landvernd sem veitir Grænfánan fyrir góða umhverfismennt innan skólans. Borgarbyggð óskar skólanum innilega til hamingju með þennan flotta áfanga í kennslu í umhverfismálum.

Hreinsunarátak í þéttbýli

Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir vikuna 24. – 30. apríl nk. á eftirfarandi stöðum: • Bifröst • Varmaland • Hvanneyri – BÚT-hús. • Kleppjárnsreykir – gryfjan við Reykdælaveg við Litla-Berg Þegar gámar eru að fyllast, hafið samband við Gunnar hjá ÍGF, í síma 840-5847. Minnt er á ákvæði byggingarreglugerðar: „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á …

Ráðstefnan Nýsköpun í Skólastarfi

Glæsileg ráðstefna var á vegum Menntaskóla Borgarfjarðar í gær þar sem áhersla var lögð á Nýsköpun í skólastarfi STEM og STEAM. Um 100 manns sótti ráðstefnuna víðsvegar af landi og hlustuðu á flotta fyrirlestra um morguninn og tóku þátt í fjölbreyttum vinnustofunum eftir hádegið.

STÓRI PLOKK DAGURINN

STÓRI PLOKK DAGURINN Verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næst komandi og eru íbúar í Borgarbyggð hvattir til að taka þátt og hreinsa til í sínu nærumhverfi. Opið er á gámastöðinni í Borgarnesi milli klukkan 14:00 og 18:00 sunnudaga til föstudags, og milli klukkan 10:00 og 14:00 á laugardögum. Vakin er athygli á að …

Ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar

Þann 17. apríl n.k verður ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar sem ber heitið Nýsköpun í skólastarfi með áherslu á STEM og STEAM nám og kennslu.  Dagskráin er spennandi og á erindi til allra sem hafa áhuga á menntamálum og þróun samfélaga. Allar upplýsingar um ráðstefnuna og skráningarform er að finna hér Nýsköpun í skólastarfi nýsköpun í skólastarfi

Búið í haginn fyrir fjárfestingar – bætt afkoma hjá Borgarbyggð

Rekstur A-hluta Borgarbyggðar var gerður upp með 462 m.kr. afgangi á árinu 2023. Það er talsvert hagstæðari niðurstaða heldur áætlun gerði ráð fyrir og betri afkoma en árið á undan. Sjóðstreymi Borgarbyggðar var sterkt á árinu 2023. Veltufé frá rekstri nam 961 m.kr. eða 16,1% af rekstrartekjum og handbært fé frá rekstri var 971 m.kr. Sterkt sjóðstreymi var nýtt til …

252. Fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

252. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti,  þann 11. apríl, kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.  

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum.  Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024. Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðum kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð.  Styrkþegar frá fyrri úthlutun eru minntir á að skila …