Aðventuhátíð Borgarbyggðar

Kæru íbúar, Við viljum þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir að fagna með okkur fyrsta degi í aðventu í Skallagrímsgarði. Dagurinn heppnaðist mjög vel og ljúfur jólaandinn ásamt dásamlegu veðri gerði þetta að einstakri upplifun. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum og gerðu daginn eftirminnilegan. Við vorum svo heppin að Stefan Ryszard Wiktorowski var á svæðinu …

Nýtt inn á kortasjá sveitarfélagsins – Snjómokstur

Í samvinnu við Loftmyndir ehf., umsjónaraðila kortasjá sveitarfélagsins, hafa verið gerðar góðar og ítarlegar upplýsingar um snjómokstur í sveitarfélaginu sama hvort það á við það sem er í umsjá Vegagerðinnar eða sveitarfélagsins. Byrjað er að fara inn á heimasíðu sveitarfélagsins og velja „Kortasjá“ Þá kemur upp gluggi með yfirlitsmynd af sveitarfélaginu og valgluggi hægra megin. Þar er ýtt á plúsinn við hlið  …

Opið hús á Hraunborg að Varmalandi.

Leikskólinn Hraunborg er fluttur í nýtt uppgert húsnæði í Varmalandsskóla sem við erum virkilega stolt af. Af því tilefni ætlum við að hafa opið hús miðvikudaginn 27. nóvember á milli kl:14:00-17:00. Öllum er hjartanlega velkomið að koma og gaman væri ef gamlir nemendur og starfsmenn bæði grunnskólans og leikskólans sæju sér fært að kíkja við og sjá breytingarnar.   Kveðja …

Úrgangsþjónusta fyrir Borgarbyggð Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða úrgangsþjónustu sem samanstendur af eftirfarandi þjónustuþáttum: Söfnun úrgangs úr ílátum við heimili og stofnanir Söfnun úrgangs úr ílátum og gámum sem staðsettir eru á grenndarstöðvum Rekstur söfnunarstöðvar Leiga á gámum Undir úrgangsþjónustu samkvæmt skilmálum útboðslýsingar fellur öll meðhöndlun og úrvinnsla úrgangs …

Hunda- og kattahreinsun 2024

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð sem hér segir:   25. nóv í áhaldahúsi að Sólbakka 4 Fyrir hunda kl. 16:30 19:00. Fyrir ketti kl. 19:30 – 20:30. Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir   26. nóv Hvanneyri í „gamla BÚT-húsinu“ kl. 16:30 – 19:00. Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir   27. nóv Bifröst í kyndistöðinni kl. 16:30 – 18:00. Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir   …

Borgarbyggð í sjötta sæti á lista yfir „Sveitarfélag ársins“

Þetta er þriðja árið í röð sem veitt er viðurkenning fyrir „Sveitarfélag ársins“ á grundvelli viðamikillar könnunar á vegum Gallup. Svarendum hefur fjölgað ár frá ári og hafa þeir aldrei verið fleiri en að þessu sinni. Svarendur eru starfsmenn sveitarfélaga og félagsmenn í tíu stéttarfélögum á vegum BSRB. Félögin starfa um allt land, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Könnunin veitir …

Aðventuhátíð Borgarbyggðar

Jólaljósin verða tendruð í Skallagrímsgarði sunnudaginn 1. desember kl. 16:00 við hátíðlega athöfn. Lifandi tónlist mun hljóma, aðventumarkaðurinn verður opinn, og jólasveinar mæta í garðinn til að tendra jólatréð. Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri flytur jólahugvekju Börn úr forskóladeild og hljóðfæraforskóla Tónlistarskólans flytja jólalög Hanna Ágústa Olgeirsdóttir listamanneskja Borgarbyggðar 2024 Anna Vasylchenko syngur jólalög á Úkraínsku Stórsöngkonan Stefanía Svavarsdóttir mætir á …

Leikskólinn Hraunborg Varmalandi

Miðvikudaginn 6. nóvember opnaði leikskólinn Hraunborg í nýuppgerðu húsnæði í Varmalandi. Leikskólinn sem áður var á Bifröst er nú staðsettur innan veggja Grunnskóla Borgarfjarðar- Varmalandsdeild. Húsnæði leikskólans er þar sem áður voru kennslustofur og hafa miklar breytingar og endurbætur átt sér stað undanfarin misseri, bæði inni sem úti. Leikskólinn er rekinn af Hjallastefnunni og eru bæði leikskóla og grunnskóla starfsmenn …

258. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

258. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 14. nóvember og hefst klukkan 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 258 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2024 veittar

Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar þann 5. nóvember 2024 sl. voru veittar viðurkenningar fyrir umhverfismál í Borgarbyggð. Nýjum flokki var bætt við í ár sem ber titilinn „Sérstök viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi“. Líkt og fyrri ár var kallað eftir tilnefningum íbúa og það var ánægjulegt að sjá hversu margir tóku sér tíma til að senda inn tilnefningar.   Eftirfarandi aðilar …