Skógarkerfill

Skógarkerfill er ágeng tegund og mikill vilji er til að hefta útbreiðslu hans í landi sveitarfélagsins. Íbúar eru því hvattir til að ráðast gegn honum í sínu nánasta umhverfi sé þess nokkur kostur. Sjá má nánari upplýsingar og myndir af plöntunni  í fyrri frétt um málið (mynd: Erling Ólafsson) https://borgarbyggd.is/frettir-slideshow/skogarkerfill/

Stuðningur v. náttúruhamfara á Grænlandi

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 22. Júní sl. að styrkja söfnunina „Vinátta í verki“ sem hrundið var af stað vegna náttúruhamfaranna á vesturströnd Grænlands sem lögðu þorpið Nuugaatsiaq í rúst, um kr. 100.000.- Það er eðlilegt að leggja nágrönnum okkar í vestri stuðning þegar þeir þurfa á að halda eins og þeir gerðu á sínum tíma þegar vestfirsk …

Klettaborg – úr könnun Skólapúlsins 2017

Helstu niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins vorið 2017 Leikskólar í Borgarbyggð nota kannanakerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf leikskólanna og var könnun framkvæmd í mars s.l. Í Klettaborg voru niðurstöðurnar afar ánægjulegar en foreldrakönnunin innihélt 31 matsþátt í sex flokkum þar sem hver matsþáttur innihélt eina eða fleiri spurningar, niðurstöðurnar voru svona: Daglegt leikskólastarf Ánægja með leikskólann …

Brákarhátíð 2017

Dagskrá Brákarhátíðar. Fimmtudagur 20:00-21:30 Fjölskyldutónleikar Pylsur og svali í boði Arion banka á vellinum fyrir neðan Þórðargötu. Hljómlistafélag Borgarfjarðar og fleiri spila. Föstudagur Götugrill í hverfum og tónlistarmenn heimsækja götugrill og leiða söng. Laugardagur 10:00-11:30 Dögurður við íþróttavöll 10:00-11:00 Víkingaskart fyrir börnin 11:00-17:00 Ljósmyndasýning úr 150 ára sögu Borgarness í Óðali 11:00-12:00 Latabæjarþrautabraut á íþróttavelli 10:30-12:00 Söguganga frá íþróttahúsi 12:00-15:00 …

Úr lögreglusamþykkt Borgarbyggðar

Til upplýsingar fyrir íbúa Borgarbyggðar: Komið hafa upp tilvik að undanförnu þegar íbúar í Borgarbyggð hafa orðið fyrir óþægindum og ónæði vegna þess að ferðafólk tjaldar innan þéttbýlisins, gistir í húsbýlum og gistibifreiðum á lóðum sveitarfélagsins og á öðrum opnum svæðum og gengur að öðru leyti illa um á ýmsan hátt. Enda þótt hér sé vitaskuld um undantekningar að ræða …

Garðáhöld til láns

Ákveðið hefur verið að fara í tilraunaverkefni með íbúum sem felst í að lána íbúum garðáhöld, t.d. skóflur, garð- og heyhrífur, pilljárn og heyhrífur. Fyrirkomulagið er með  þeim hætti að hægt er að nálgast og skila áhöldum hjá flokkstjóra Vinnuskólans við UMSB húsið við Skallagrímsgötu 7a í Borgarnesi þrisvar á dag, kl. 8:00, 12:00 og 15:45. Með þessu er verið …

Sundlaugin á Varmalandi

Endurbótum á sundlauginni á Varmalandi lauk í síðustu viku og er hún nú opin almenningi. Skipt var um dúk á lauginni og öryggismyndavélar settar upp. Um verkið sáu  Á.Óskarsson og Vatnsverk ehf. sem sá um lagnavinnu. Pétur Oddson og Guðjón Guðlaugsson sáu um smíðavinnu. Opnunartíma  sundlaugarinnar má finna hér:  https://borgarbyggd.is/opnunartimar/ en hún er opin alla daga frá 9 – 18.

Sumarlestur á bókasafni 2017

Nú er tímabil Sumarlesturs hafið á bókasafninu en það stendur frá 10. júní – 10. ágúst  og er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.  Börnin koma á safnið og velja sér bók eða bækur til lesturs og skrá sig um leið í Sumarlesturinn.  Um leið og valið er lestrarefni við hæfi og eftir áhuga hvers og eins er lestrarkunnáttan þjálfuð ennfremur sem er eitt …

Hafmeyjan aftur í Skallagrímsgarð

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að viðgerð á Hafmeyjunni eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal sem áður prýddi gosbrunninn í Skallagrímsgarði. Kvenfélag Borgarness gaf listaverkið á 25 ára afmæli félagsins árið 1952 og var það fyrsta listaverkið sem komið var fyrir í garðinum. Undanfarin ár hefur styttan verið varðveitt í Safnahúsi Borgarfjarðar, en í byrjun árs hófst vinna við endurgerð hennar, …

17. júní hátíðarhöld í Borgarbyggð 2017

Borgarnes  Kl. 10:00 Sautjánda júní hlaupið – Karamelluflug Hlaup fyrir fólk á öllum aldri á Skallagrímsvelli og í nágrenni hans Nokkrar vegalengdir í boði Kl. 9:00 – 12:00 Sund Sundlaugin opin, frítt í sund  Kl. 11:00 Guðþjónusta í Borgarneskirkju Séra Þorbjörn Hlynur Árnason messar Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista  Kl. 12:00 Akstur fornbíla og bifhjóla Fornbílaklúbburinn og bifhjólaklúbburinn …