Góð fjárhagsstaða og fjárfest í mannvirkjum og þjónustu – Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2024 afgreidd frá sveitarstjórn

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir rekstrarafgangi að fjárhæð 230 m.kr. af A-hluta. Áætlunin var afgreidd frá sveitarstjórn 14. desember 2023 ásamt áætlun um fjárheimildir 2025 – 2027. Áfram er gert ráð fyrir kraftmiklum vexti tekna sem aðallega er drifinn af hækkun útsvarstekna. Íbúum í Borgarbyggð hefur fjölgað um 6% á árinu 2023 og atvinnulíf hefur verið kraftmikið. …

246. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

246. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 14. desember 2023 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 246 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Jólaútvarp NFGB

Árlegt jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 11.-15. desember frá kl 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Hápunktur fréttastofunnar verður eins og undanfarin ár ,,Bæjarmálin í beinni“ föstudaginn 15. des. kl 13:00 og er von á góðum gestum í hljóðstofu.  

Þjónusta Bjarkarhlíðar í Borgarbyggð

Samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins ot Bjarkarhlíðar þá stendur til að bjóða þolendum ofbeldis sem búsettir eru á Vesturlandi upp á þjónustu Bjarkarhlíðar. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis og er byggt á áfallamiðaðri nálgun. Í janúar á næsta ári stendur íbúum …

Kynningarfundur á fjölþættri heilsueflingu 60 ára og eldri í Borgarbyggð

Þann 30. nóvember síðastliðinn var haldinn kynningarfundurinn á fjölþættri heilsueflingu 60+ í Borgarbyggð, leið að farsælum efri árum. Fjöldi fólks mætti á kynninguna og ljóst er að áhugi á verkefninu er mikill. Til stendur að innleiða verkefnið í Borgarbyggð í byrjun janúar. Verkefnið felst í að bjóða þátttakendum upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að efla …

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2024

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeira sem standa að hátíðum og viðburðahaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samning. Við mat á umsóknum er eftirfarandi haft til hliðsjónar: …

Aðventuhátíð Borgarbyggðar

Fyrsti sunnudagur í aðventu var um helgina og af því tilefni voru ljósin tendruð á jólatrénu í Skallagrímsgarði. Fjölbreytt dagskrá var fyrir alla fjölskylduna og fjöldi gesta lagði leið sína í Safnahúsið og Skallagrímsgarð.  Dagskráin byrjaði með jólastund í Safnahúsi Borgarbyggðar þar sem boðið var uppá jólaföndur, litla jólasýningin var opnuð og Katla Njálsdóttir söng- og leikkona hélt uppi léttri …

Unnið að lagfæringu á lýsingu á Borgarbraut

Fyrir skömmu gerðist það að vegna viðgerða á Borgarbraut urðu spennubreytingar á ljósastaurum á hluta Borgarbrautar, Þórólfsgötu og Böðvarsgötu sem leiddi til þess að lampar sprungu í ljósastaurum. Verkið er í höndum RARIK. Lagfæringum lauk að mestu daginn eftir en því miður er lýsing ekki komin í samt lag að fullu, sérstaklega á Borgarbraut. Nýjir lampar komu í gær og …

„Litla stúlkan með eldspýturnar“ í Borgarneskirkju

Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar flytur enn á ný söngleik og að þessu sinni verður sýningin í Borgarneskirkju. Nemendur hafa verið að æfa barnasöngleikinn Litla stúlkan með eldspýturnar eftir sögu H. C. Andersens. Tónlistin er eftir Magnús Pétursson og auk þess verða nokkur þekkt jólalög sungin í verkinu. Þetta er falleg saga sem á vel við núna á aðventunni. Á haustönninni hafa …