Kæru íbúar Dalhallinn sem liggur samsíða Borgarbrautinni í Borgarnesi er vinsæl brekka hjá bæði börnum og fullorðnum til að renna sér niður. Í öryggisskyni hafa verið sett dekk á grindverkið neðst í brekkunni en nokkuð hefur borið á slysum þar sem börn hafa hafnað á girðingunni á nokkurri ferð. Biðjum við íbúa áfram að sýna aðgát og gæta þess að …
Breyttur opnunartími í þjónustuveri
Frá og með 16. febrúar 2024 verður breyting á afgreiðslutíma þjónustuvers Borgarbyggðar á föstudögum. Þá mun verða opið frá kl. 10:00 – 14:00. Alla aðra virka daga er móttaka opin milli kl. 10:00 – 15:00 og hægt er að fá afgreiðslu símleiðis milli kl. 9:30 – 15:00. Áfram er hægt að senda ábendingar í gegnum ábendingagátt allan sólarhringinn, senda tölvupóst …
Perlað af Krafti í Borgarnesi
KRAFTUR, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, ætlar að perla með Borgfirðingum þriðjudaginn, 13. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum – komdu og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein. Allir geta komið og perlað með KRAFTI milli kl. 15:00 – 18:00 Kaffi, drykkir og …
Tillögur að frumhönnun Sögutorga opnaðar
Tillögur að frumhönnun á svæðinu frá Skallagrímsgarði að Brákarsundi sýna hvernig þróa mætti gamla bæjarhlutann í Borgarnesi með torgum og almenningsrýmum. Tillögurnar, sem unnar voru af þverfaglegu teymi arkitekta, skipulagsfræðinga, sagnfræðinga og ráðgjafa í umhverfissálfræði á vegum Alternance, voru nýverið kynntar fyrir sveitarstjórn og eru nú opnar almenningi á heimasíðu verkefnisins www.sogutorgin.is Þær sýna hugmyndir sérfræðinga Alternance sem byggðar eru …
249. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
249. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 8. febrúar 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 249 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Á móti straumnum – sýningaropnun 8. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar
Verið velkomin á sýningaropnun fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:00 – 18:00 á verkum úr safneign Listasafns Borgarness. Á sýningunni gefur að líta verk eftir nokkrar af fremstu listakonum Íslands á borð við Ásgerði Búadóttur, Gerði Helgadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur. Listakonurnar, sem eiga verk á sýningunni, hafa allar verið brautryðjendur, hver á sínu sviði. Þær hafa auðgað íslenska menningarsögu …
Úrvinnslusjóður – Sérstök söfnun sveitarfélaganna
Nú hafa allir ársfjórðungar ársins 2023 borist frá Úrvinnslusjóð og kom þriðji ársfjórðungur best út með tæpar 4.5milljónir króna í greiðslu til sveitarfélagsins frá Úrvinnslusjóði. Á þeim ársfjórðungi voru allir tunnuflokkar innleiddir, komnir á hvert heimili og grenndarstöðvar settar upp á þremur stöðum í sveitarfélaginu. Í heildina, fyrir alla ársfjórðungana, urðu greiðslur frá Úrvinnslusjóði til sveitarfélagsins 13.4milljónir króna. Hér er …
Öskudagsbúningar – skiptimarkaður í Safnahúsinu
Frá og með laugardeginum 3. febrúar og fram til öskudagsins 14. febrúar verður skiptimarkaður með grímubúninga í Safnahúsi Borgarfjarðar á opnunartíma þess. Hægt er að koma með búninga sem þurfa nýja eigendur og finna sér aðra búninga og furðuföt í staðinn. Tökum þátt í hringrásarkerfinu og spörum, bæði fyrir umhverfið og okkur. Safnahús Borgarfjarðar, Sími: 433 7200 – www.safnahus.is, Bjarnarbraut …
Tónlistarskóli Borgarfjarðar verður Listaskóli Borgarfjarðar
Tónlistarskóli Borgarfjarðar er þessa dagana að færa sig yfir í nýtt heiti sem verður Listaskóli Borgarfjarðar. Ástæðan er að skólinn fékk það verkefni að víkka út verksvið sitt og bjóða tækifæri til eins fjölbreytts listnáms í Borgarbyggð eins og kostur er. Ýmis skref hafa verið stigin undanfarin misseri og ákveðin verkefni hafa þegar náð að festast í sessi. Tónlistin Það …
Samstarf Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar og ýmsar gagnlegar upplýsingar
Samstarf Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu Fulltrúar Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar á Vestursvæði funduðu nýverið með það að markmiði að skerpa á þjónustu og upplýsingamiðlun til íbúa og annarra vegfarenda. Tilefnið er snjóþyngsli milli jóla og nýárs og mikil hálkutíð í upphafi nýs árs. Starfsfólk Vegagerðinnar og Borgarbyggðar brást við fjölmörgum ábendingum í kringum áramótin í óvenjuþungu tíðafari og var samstarf …