Sýningaropnun í Safnahúsi Borgarfjarðar 11. janúar nk.

Í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkomandi fimmtudag verður sýningaropnun kl. 16:00 – 18:00 á leikfangasafni Guðmundar Stefáns Guðmundssonar. Guðmundur er fæddur 14. júlí 1957 í Borgarnesi, en uppalinn á bænum Hvammi í Norðurárdal.  Hann hefur alla tíð verið áhugamaður um vinnuvélar, sem og tækjum tengdum þeim, en hefur einnig safnað leikfanga vinnuvélum og bílum frá barnsaldri auk þess að smíða sjálfur tæki, …

Glíman við hálkuna

Síðustu daga hafa starfsmenn áhaldahúss Borgarbyggðar unnið að hálkuvörnum í þéttbýli. Fyrst og fremst er notast við salt. Það hefur gert yfirborð stamt og flýtir nú fyrir bráðnun. Bröttustu brekkur í þéttbýli voru saltaðar enn frekar í gær, sunnudag. Hálkuvörnum í dreifbýli er sinnt af Vegagerðinni. Samstarf er við Borgarbyggð þannig að sveitarfélagið kemur ábendingum og beiðnum á framfæri við …

Hálka og hálkuvarnir

Mikil hálka er á götum og gangstéttum um nær allt sveitarfélag og reyndar um allt suðvestanvert landið. Starfsfólk áhaldahúss og verktakar á vegum Borgarbyggðar hafa síðustu daga unnið að hálkuvörnum. Vonandi hefur nú tekist að saltverja helstu leiðir í þéttbýli. Þá vinnur sveitarfélagið í samstarfi við Vegagerðina að hálkuvörnum víða í dreifbýli skv. svokölluðu helmingaaksturs-fyrirkomulagi. Veghefill frá Vegagerðinni hefur verið …

Hálka í Borgarbyggð

Um allt sveitarfélagið er mikil hálka. Vegagerðin vinnur hörðum höndum við að hálkuverja sveitarfélagið en það mun taka tíma. Íbúar eru beðnir um að sýna því þolinmæði.

Sorphirða gæti dregist vegna hálku

Þar sem mikil hálka og erfiðar aðstæður eru hjá þeim sem sjá um sorphirðu í sveitarfélagin gæti sorphirða dregist eitthvað vegna þess.

Fjölþætt heilsuefling 60+ í Borgarbyggð – Kynningarfundur

Fimmtudaginn 4. janúar, kl. 17:00 að Borgarbraut 65A, 6. hæð, verður haldinn annar kynningarfundur á verkefninu Fjölþætt heilsuefling fyrir 60+ Verkefnið felst í að bjóða þátttakendum upp á tveggja ára markvissa heilsueflingu með það að markmiði að efla hreyfifærni, bæta afkastagetu, heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.  

Snjómokstur

Snjó hefur kyngt niður í Borgarbyggð sem og víðar á landinu og þá er gott ráð að kynna sér upplýsingar um snjómokstur hér á heimasíðu sveitarfélagsins 🗻⛷ Á forsíðunni er hnappur er færir ykkur á sérstaka upplýsingasíðu.

Jólakveðja frá Borgarbyggð

  Sendum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar

Opnunartími Íþróttamannvirkja jól og áramót 2023

Jól og áramót 2023 í sundlaugum Borgarbyggðar Sundlaugin í Borgarnesi Þorláksmessa 23. des opið frá kl 09:00-18:00 Aðfangadagur 24. des opið frá 09:00-12:00 Jóladagur 25. des lokað Annar í jólum 26.des lokað Gamlársdag 31. des opið 09:00-12:00 Nýársdag 1. janúar 2023 lokað   Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum Lokuð yfir veturinn   Sundlaugin á Varmalandi Lokuð yfir veturinn