Verið velkomin á sýningaropnun fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:00 – 18:00 á verkum úr safneign Listasafns Borgarness. Á sýningunni gefur að líta verk eftir nokkrar af fremstu listakonum Íslands á borð við Ásgerði Búadóttur, Gerði Helgadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur. Listakonurnar, sem eiga verk á sýningunni, hafa allar verið brautryðjendur, hver á sínu sviði. Þær hafa auðgað íslenska menningarsögu …
Úrvinnslusjóður – Sérstök söfnun sveitarfélaganna
Nú hafa allir ársfjórðungar ársins 2023 borist frá Úrvinnslusjóð og kom þriðji ársfjórðungur best út með tæpar 4.5milljónir króna í greiðslu til sveitarfélagsins frá Úrvinnslusjóði. Á þeim ársfjórðungi voru allir tunnuflokkar innleiddir, komnir á hvert heimili og grenndarstöðvar settar upp á þremur stöðum í sveitarfélaginu. Í heildina, fyrir alla ársfjórðungana, urðu greiðslur frá Úrvinnslusjóði til sveitarfélagsins 13.4milljónir króna. Hér er …
Öskudagsbúningar – skiptimarkaður í Safnahúsinu
Frá og með laugardeginum 3. febrúar og fram til öskudagsins 14. febrúar verður skiptimarkaður með grímubúninga í Safnahúsi Borgarfjarðar á opnunartíma þess. Hægt er að koma með búninga sem þurfa nýja eigendur og finna sér aðra búninga og furðuföt í staðinn. Tökum þátt í hringrásarkerfinu og spörum, bæði fyrir umhverfið og okkur. Safnahús Borgarfjarðar, Sími: 433 7200 – www.safnahus.is, Bjarnarbraut …
Tónlistarskóli Borgarfjarðar verður Listaskóli Borgarfjarðar
Tónlistarskóli Borgarfjarðar er þessa dagana að færa sig yfir í nýtt heiti sem verður Listaskóli Borgarfjarðar. Ástæðan er að skólinn fékk það verkefni að víkka út verksvið sitt og bjóða tækifæri til eins fjölbreytts listnáms í Borgarbyggð eins og kostur er. Ýmis skref hafa verið stigin undanfarin misseri og ákveðin verkefni hafa þegar náð að festast í sessi. Tónlistin Það …
Samstarf Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar og ýmsar gagnlegar upplýsingar
Samstarf Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu Fulltrúar Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar á Vestursvæði funduðu nýverið með það að markmiði að skerpa á þjónustu og upplýsingamiðlun til íbúa og annarra vegfarenda. Tilefnið er snjóþyngsli milli jóla og nýárs og mikil hálkutíð í upphafi nýs árs. Starfsfólk Vegagerðinnar og Borgarbyggðar brást við fjölmörgum ábendingum í kringum áramótin í óvenjuþungu tíðafari og var samstarf …
Fjölmenningarráð
Borgarbyggð óskar eftir ensku- eða íslenskumælandi einstaklingum með erlendan uppruna eða þekkingu á málefnum innflytjenda í Borgarbyggð sem hafa áhuga á að taka þátt í störfum Fjölmenningarráðs hjá sveitarfélaginu. Fjölmenningarráð skal m.a. vera sveitastjórn, nefndum og starfsfólki Borgarbyggðar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni sem snúa að innflytjendum og fólki með erlendan bakgrunn. Ráðið fundar að jafnaði einu sinni í …
Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2024. Álagningarseðlar eru á “Mínar síður – Pósthólf” á www.island.is Álagningarseðlar hafa verið sendir í pósti til fasteignaeigenda sem eru 76 ára og eldri. Nánari upplýsingar um gjaldskrár eru á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is, þeir sem þess óska geta haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla á pappír. Gjalddagar eru tíu, sá …
Skipulags- og umhverfissvið auglýsir lausar lóðir í Borgarbyggð
Borgarbyggð hefur sett í auglýsingu á heimasíðu sinni fjölda nýrra lóða fyrir atvinnuhúsnæði við Vallarás. Jafnframt er auglýstur fjöldi nýrra lóða fyrir einbýlishús, raðhús og parhús í Flatahverfi á Hvanneyri. Ennfremur eru komnar í auglýsingu lóðir fyrir parhús við Þórðargötu og fjölbýlishús við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi. Listi yfir lausar lóðir er á heimasíðu Borgarbyggðar ásamt uppdráttum að deiliskipulagi og skilmálum …
248. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
248. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 11. janúar 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 248 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Jólin kvödd með þrettándagleði og flugeldasýningu
Ljósm: Gunnhildur Lind photography Jólin voru kvödd á þrettándagleði í Borgarnesi þann 6. janúar. Fyrr um daginn fór fram kjör á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Bjarki Pétursson hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023. Er þetta í sjöunda sinn sem Bjarki hreppir titilinn en hann var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar í fyrsta sinn árið 2008. Hlaut Bjarki 9,6 …