Lokun íþróttamannvirkja

Íþróttamiðstöðar Borgarbyggðar verða lokaðar þriðjudaginn 28.maí 2019 vegna skyndihjálparnámskeiðs og sundprófs starfsmanna.

Lokun skrifstofu Borgarbyggðar

Skrifstofa Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 verður lokuð á miðvikudaginn frá kl. 11. Skrifstofan opnar aftur kl. 9:30 föstudaginn 31. maí.

Lausar lóðir í Borgarbyggð

1. Hvanneyri, 10 lóðir, einbýlis- og parhúsalóðir. Fjögur parhús við Rjúpuflöt 1-3, 3-5, 2-4, 4-6 og eitt einbýlishús við Rjúpuflöt 8. Einbýlishúsalóðir við Arnarflöt nr. 3 og 6.  Einbýlishúsalóðir við Lóuflöt nr.2 og 4, parhúsalóð nr. 1.  2. Bæjarsveit – hægt er að úthluta þremur einbýlishúsalóðum. 3. Borgarnes, parhúslóð við Fjóluklett 9-11.  Sjö einbýlishúsalóðir við Fjóluklett númer 1,4,10,12,13,15, 22.   4. Varmaland, …

Slökkviliðsæfing á Bifröst

Föstudaginn 17. maí s.l. hélt slökkvilið Borgarbyggðar æfingu að Bifröst. Var hún framhald á æfingu sem haldinn var mánuði áður en þá var farið yfir viðbrögð fólks ef eldur yrði laus og húsnæði fylltist af reyk. Á þesari æfingu var svo komið að því að rýma húsnæðið af svölum og fara niður stiga slökkviliðs. Á myndinni má sjá rektor Háskólans …

Sumarfjör 2019

Starfsstöðvar: Borgarnes og Hvanneyri – Ferðir frá Baulu og Kleppjárnsreykjum Til foreldra/forráðamanna barna í 1.- 4. bekk grunnskóla í Borgarbyggð. Skráning fyrir Sumarfjör 2019 er hafin á íbúagáttinni á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is og lýkur henni 27.maí 2019. Hver vika í Sumarfjörinu er þematengd, í grunninn eru leikjanámskeið með útiveru, frjálsum leik, gönguferðum og hópleikjum. Gestakennarar munu sjá um ákveðna þætti. …

Framkvæmdastyrkir til Íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að um íþrótta-, ungmenna- eða tómstundafélag innan Borgarbyggðar sé að ræða. …

184. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar (aukafundur)

184. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 16. maí 2019 og hefst kl. 17:00 Dagskrá: Almenn mál 1904019 – Útboð ljósleiðara í Andakíl Framlagt minnisblað um niðurstöðu útboðs v. ljósleiðara í Andakíl 1904026 – Leikskólinn Hnoðraból – útboð Framlögð tilboð í viðbyggingu við skólahúsið á Kleppjárnsreykjum 1904098 – Borgarbraut 55 – samningur …

Aldan lokuð 15. maí.

Dósamóttaka Öldunnar ásamt vinnustofu verður lokuð á morgun, miðvikudag, vegna starfsdags starfsfólks.

Kennarastaða við Grunnskólann í Borgarnesi

Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi Við leitum að öflugum einstaklingi í tímabundna stöðu frá og með 1. ágúst 2019 Smíðakennsla í 50% eða 100% stöðuhlutfall Menntun, reynsla og hæfni: Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla. Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur. Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar. Óskað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í virku …

Leikskólinn Andabær, Hvanneyri- staða sérkennslustjóra laus til umsóknar.

Um er að ræða 75% stöðu sérkennslustjóra og 25% staða sérkennara. Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra og öðrum lögum sem við eiga, aðalnámskrá leikskóla, stefnu viðkomandi sveitarfélags og skólanámskrá leikskólans. Helstu verkefni og ábyrgð: Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar ásamt leikskólastjóra. Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu, annast frumgreiningu og …