Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir vikuna 24. – 30. apríl nk. á eftirfarandi stöðum: • Bifröst • Varmaland • Hvanneyri – BÚT-hús. • Kleppjárnsreykir – gryfjan við Reykdælaveg við Litla-Berg Þegar gámar eru að fyllast, hafið samband við Gunnar hjá ÍGF, í síma 840-5847. Minnt er á ákvæði byggingarreglugerðar: „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á …
Ráðstefnan Nýsköpun í Skólastarfi
Glæsileg ráðstefna var á vegum Menntaskóla Borgarfjarðar í gær þar sem áhersla var lögð á Nýsköpun í skólastarfi STEM og STEAM. Um 100 manns sótti ráðstefnuna víðsvegar af landi og hlustuðu á flotta fyrirlestra um morguninn og tóku þátt í fjölbreyttum vinnustofunum eftir hádegið.
STÓRI PLOKK DAGURINN
STÓRI PLOKK DAGURINN Verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næst komandi og eru íbúar í Borgarbyggð hvattir til að taka þátt og hreinsa til í sínu nærumhverfi. Opið er á gámastöðinni í Borgarnesi milli klukkan 14:00 og 18:00 sunnudaga til föstudags, og milli klukkan 10:00 og 14:00 á laugardögum. Vakin er athygli á að …
Ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar
Þann 17. apríl n.k verður ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar sem ber heitið Nýsköpun í skólastarfi með áherslu á STEM og STEAM nám og kennslu. Dagskráin er spennandi og á erindi til allra sem hafa áhuga á menntamálum og þróun samfélaga. Allar upplýsingar um ráðstefnuna og skráningarform er að finna hér Nýsköpun í skólastarfi nýsköpun í skólastarfi
Búið í haginn fyrir fjárfestingar – bætt afkoma hjá Borgarbyggð
Rekstur A-hluta Borgarbyggðar var gerður upp með 462 m.kr. afgangi á árinu 2023. Það er talsvert hagstæðari niðurstaða heldur áætlun gerði ráð fyrir og betri afkoma en árið á undan. Sjóðstreymi Borgarbyggðar var sterkt á árinu 2023. Veltufé frá rekstri nam 961 m.kr. eða 16,1% af rekstrartekjum og handbært fé frá rekstri var 971 m.kr. Sterkt sjóðstreymi var nýtt til …
252. Fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
252. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, þann 11. apríl, kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum
Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum. Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024. Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðum kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Styrkþegar frá fyrri úthlutun eru minntir á að skila …
Ráðning skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi
Guðlaug Erlendsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi. Guðlaug er með M.ed í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands, MA í félagsfræði frá sama skóla og BA í sálar- og afbrotafræði frá háskóla í Suður Afríku. Auk þess er hún með kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Ísland og stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands. Guðlaug er með góða reynslu …
Endurbygging á Kleppjárnsreykjum að hefjast
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga til samninga við Sjamma ehf. um endurbyggingu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar – Kleppjárnsreykjadeild. Áformað er að hefjast handa við verkefnið strax eftir páska. Í upphafi verða settar upp girðingar, öryggissvæði verður afmarkað, starfsmannaaðstaða sett upp og gerð aðkomuleið. Þegar sú aðstaða verður tilbúin verður ráðist í niðurrif. Samkvæmt áætlun er miðað …
Komandi forsetakosningar
Eins og fram hefur komið kjósa landsmenn sér nýjan forseta þann 1. Júní n.k. Í því sambandi er rétt að kynna þær breytingar á kjördeildum sem sveitarstjórn samþykkti að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2022. Er þær breytingar að finna í 47. gr. Samþykkta um stjórn Borgarbyggðar. Kosningar í stjórnir, samstarfsnefndir og ráð til fjögurra ára: Yfirkjörstjórn. Sveitarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til …