Landsnet kynnir umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar 220 kV raflínu frá Klafastaðum í Hvalfirði að Holtavörðuheiði. Formleg kynning stendur yfir frá 1. október til 29. nóvember 2024. Opið hús – Kynning á umhverfismatsskýrslunni: Hótel Laxárbakka, Hvalfjarðarsveit – 23. október, 19:30-21:30 Hótel Hamri, Borgarbyggð – 24. október, 19:30-21:30 Nauthóli, Reykjavík – 29. október, 19:30-21:30 Við hvetjum alla til að mæta og ræða við …
Söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka
Borgarbyggð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás ehf. um söfnun ákveðinna úrgangsflokka í dreifbýli haustið 2024. Í samkomulaginu felst að Hringrás mun sækja heim eftirfarandi flokka íbúum að kostnaðarlausu: Bílflök og annað almennt brotajárn Ryðfrítt stál og ál Rafgeyma Rafmótora Hjólbarða Fyrirkomulagið er þannig að íbúar safna úrgangsefni saman á einn stað við heimili sín þangað sem Hringrás sækir efnið. Hringrás …
Bjartur lífsstíll – Söfnun upplýsinga um hreyfiúrræði fyrir 60+ í Borgarbyggð
Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB, styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að birta hreyfiúrræði fyrir fólk 60 ára og eldra á einum stað á vefsíðunni www.island.is, sem er ein helsta upplýsingaveita opinberra aðila á Íslandi. Sveitarfélög bera ábyrgð á að tryggja að upplýsingar um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara séu uppfærðar í samvinnu …
Tal- og málörvun
Vefsíðan Tal- og málörvun er hluti af meistaraverkefni Þorbjargar Sögu í talmeinafræði við Háskóla Íslands. Vefsíðan er ætluð foreldrum og öðrum sem vilja fræðast um tal- og málþroska barna. Síðan er sérstaklega hugsuð fyrir foreldra þriggja ára barna sem hafa svarað LANIS skimunarlistanum. Vefsíðan byggir meðal annars á rannsóknum um tal- og málörvun leikskólabarna. Á síðunni er að finna upplýsingar …
Að tilheyra / Fitting in
Lýðheilsa hinsegin ungmenna á landsbyggðinni Hvernig byggjum við upp öruggara skólaumhverfi fyrir hinsegin ungmenna á landsbyggðinni? Hvernig getum við bætt skólaumhverfið unnið gegn jaðarsetningu og stuðlað að meiri inngildingu hinsegin nemenda? Hvernig getum við aukið þann stuðning sem hinsegin nemendur og fjölskyldur þurfa á að halda í skólanum landsbyggðinni? Félagið Hinsegin lífsgæði efnir til fundar ætluðum kennurum og öðrum áhugasömum …
Borgarbyggð boðar til fundar með atvinnurekendum!
Þann 1. nóvember næstkomandi taka gildi nýir kjarasamningar Visku, Kjalar og Stéttafélags Vesturlands við Samband íslenskra sveitarfélaga, munu þessar breytingar hafa veruleg áhrif á vinnuumhverfið í sveitarfélaginu. Langstærsta breytingin felst í styttingu vinnuvikunnar úr 40 tímum í 36 tíma, munu þessar breytingar m.a. koma til með að hafa áhrif á fjölmarga starfsmenn í skólum og leikskólum. Borgarbyggð stendur frammi fyrir …
Vilt þú hafa áhrif á þjónustustigið í Borgarbyggð ?
Borgarbyggð vinnur nú nýja þjónustustefnu, þar sem öll helstu verkefni sveitarfélaga eru til skoðunar og umræðu þ.e. lögskyld, lögheimil og valkvæð. Komin eru drög að stefnunni sem nálgast má hér og er óskað eftir samráði við íbúa varðandi útfærslu á einstaka þjónustuþáttum. Til að taka þátt : Mæta á samráðfundi eða fara yfir drög að þjónustustefnunni og koma með athugasemdir …
Ábending frá byggingarfulltrúa Borgarbyggðar varðandi Brunabótamat fasteigna
Við skoðun fasteigna í Borgarbyggð hefur komið í ljós að í sumum tilfellum er brunabótamat eigna lægra en eðlilegt má telja. Einnig fundust eignir sem vantaði brunabótamat. Við yfirferð og skoðun var notast við slembiúrtak á íbúðarhúsum, sumarhúsum, landbúnaðarbyggingum og iðnaðarhúsum. Brunabótamat tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem getur eyðilagst í eldi og miðast við endurbyggingarkostnað að teknu tilliti …
Borgarbyggð mótar nýja þjónustustefnu
Árið 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði inn í sveitarstjórnalög nr. 138/2011. Um er að ræða 130. gr. a og er þar fjallað um skildu til þess að móta heildarstefnu til eins ár og í næstu þrjú ár þar á eftir, um það hvaða þjónustustigi viðkomandi sveitarfélag hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins. Markmið lagabreytinganna …
Borgarbyggð hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024
Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar, Látum eitthvað gerast, jafnrétti er ákvörðun, var haldin við hátíðlega athöfn á föstudaginn, 10. október. Í ár voru það 93 fyrirtæki, 15 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar sem hlutu viðurkenninguna og er Borgarbyggð þar á meðal. Jafnvægisvogin er hreyfiátaksverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og er viðurkenningin veitt fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall …