Leikskólinn Hraunborg Varmalandi

Miðvikudaginn 6. nóvember opnaði leikskólinn Hraunborg í nýuppgerðu húsnæði í Varmalandi. Leikskólinn sem áður var á Bifröst er nú staðsettur innan veggja Grunnskóla Borgarfjarðar- Varmalandsdeild. Húsnæði leikskólans er þar sem áður voru kennslustofur og hafa miklar breytingar og endurbætur átt sér stað undanfarin misseri, bæði inni sem úti. Leikskólinn er rekinn af Hjallastefnunni og eru bæði leikskóla og grunnskóla starfsmenn …

258. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

258. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 14. nóvember og hefst klukkan 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 258 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2024 veittar

Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar þann 5. nóvember 2024 sl. voru veittar viðurkenningar fyrir umhverfismál í Borgarbyggð. Nýjum flokki var bætt við í ár sem ber titilinn „Sérstök viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi“. Líkt og fyrri ár var kallað eftir tilnefningum íbúa og það var ánægjulegt að sjá hversu margir tóku sér tíma til að senda inn tilnefningar.   Eftirfarandi aðilar …

Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar

Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …

Opin hús vegna endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037

Í dag – 31. október kl. 17:00-18:30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, 3. hæð Í kvöld – 31. október kl. 20:00-21:30 í Þinghamri á Varmalandi Við hvetjum öll þau sem eiga land, lóð, skóg, frístundabyggð, virkjun, efnistökusvæði, verndarsvæði eða hvað sem þarf mögulega að skipuleggja, til að koma og kynna sér málið, fá svör við spurningum eða jafnvel leiðbeiningar varðandi sín mál. …

Opin hús vegna vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. september 2024 að auglýsa vinnslutillögu á endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037. Aðalskipulag er stefna sveitarfélags um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu. Það nær til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Skipulagsmörk miða við sveitarfélagsmörk á landi og 115 metra utan við stórstraumsfjöruborð á sjó í samræmi við skilgreiningu staðarmarka sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum og jarðlögum. …

Þjónustukönnun Byggðastofnunar – lokadagur 5. nóvember

Kæri íbúi Hvaða þjónusta skiptir þig máli í þinni heimabyggð? Taktu þátt í Þjónustukönnun Byggðastofnunar, þín þátttaka er mikilvæg! Smelltu  hér til að taka þátt: www.maskina.is/byggdastofnun Sjá nánari upplýsingar um þjónustukönnun ———————————————————- Dear resident What services are important to you in your local community? Your participation in the Icelandic Regional Development Institute’s service survey is important! Open survey: www.maskina.is/byggdastofnun Further …

Gott að eldast í Borgarbyggð

Opið hús fyrir íbúa Borgarbyggðar verður haldið í hátíðarsal Brákarhlíðar þriðjudaginn 5. nóvember kl. 16:00. Dagskrá:  Sveitarstjóri býður fólk velkomið Gott að eldast og tengiráðgjöf – Líf Lárusdóttur verkefnastjóra SSV „Það er pláss fyrir alla“. Vitundarvakning Félags og vinnumarkaðsráðuneytisins um félagslega einangrun. Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur og Svavar Knútur söngvaskáld. Að fundi loknum verður samvera og kaffiveitingar. Öll velkomin!

Syndum – Landsátak í sundi 2024

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, kynnir landsátakið Syndum frá 1. til 30. nóvember 2024! Setning átaksins verður föstudaginn 1. nóvember í Ásvallalaug. Taktu þátt í landsátaki í sundi og hreyfðu þig fyrir heilsuna! Markmiðið með Syndum er að hvetja alla landsmenn til að bæta heilsu sína með reglulegri hreyfingu, sérstaklega með sundi. Á síðasta ári syntu …