Vakin er athygli á að götusópun er hafin þetta árið og verða götur í Borgarnesi sópaðar 8., 9. og 13. maí og í framhaldinu verða götur á Hvanneyri sópaðar. Íbúar eru beðnir að leggja bílum sínum í innkeyrslum til að flýta fyrir og auka gæði sópunar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Framkvæmdastyrkir til íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð
Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að um íþrótta-, ungmenna- eða tómstundafélag innan Borgarbyggðar sé að ræða. …
Dagbók sveitarstjóra
Vorið að hellast yfir okkur þessa dagana. Í lok maí stefni ég til Skotlands með góðum vinum til að ganga á Ben Nevis. Smá kvíði í gangi, enda ég litlu standi eftir veturinn. Slatti af kílóum bæst við og ég hef aldrei verið mýkri. Það mun reyna á viljastyrkinn. En jæja, við Þurý og Týra tókum tvær léttar fjallgöngur um …
Barnamenningarhátíðin OK dagana 2.- 4.maí 2024
Föstudagur 3.maí: Mannslíkaminn – Safnahús kl.10 Nemendur í 6. bekk kynna/sýna afrakstur samþætts verkefnis í náttúrufræði og list- og verkgreinum um mannslíkamann Ljós og litir – Safnahús Verk eftir nemendur grunnskóla GBF prýða veggi Safnahús meðan hátíðin stendur. Oliver – Frumsýning Söngleikjadeildar tónlistarskólans í Óðali kl.18 – Miðasala við innganginn 1000kr/500kr grunnsk.börn – ekki posi Laugardagur 4.maí Frozen – Safnahús …
Friðlýsing Borgarneskirkju
Friðlýsing Borgarneskirkju, fer fram þann 9. maí 2024 Borgarneskirkja, messa kl. 11:00 Borgarneskirkja, kl. 14:00 Ávarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar Ávarp frá Séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, fyrrv. sóknarpresti. Erindi frá Pétri H. Ármannssyni og Birni Jóni Björnssyni um Halldór H. Jónsson, arkitekt kirkjunnar, og kirkjubygginguna. Undirritun ráðherra við hátíðlegt tækifæri í kirkjunni (eða fyrir utan hana ef veður …
Oliver
Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar heldur upp á tuttugu ára afmæli deildarinnar með því að setja upp söngleikinn Oliver eftir Lionel Bart og verða sýningar í byrjun maí. Íslensk þýðing er eftir Flosa Ólafsson. Nemendur í söngleikjadeildinni á vorönninni eru tuttugu og fjórir á aldrinum 7-12 ára. Theodóra Þorsteinsdóttir og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir setja upp sýninguna, stýra tónlist og leik, en Jónína …
Fræðsla fyrir foreldra um netöryggi SAFT
Börn og ungmenni þurfa leiðsögn hvernig þau eiga fóta sig í heimi samskipta á netinu. Hlutverk foreldra er mikilvægt í stafrænu uppeldi og foreldrar verða að kunna að ræða við börn sín um það sem fer fram á netinu, bæði það jákvæða og neikvæða. Hvenær: 30.apríl 2024 Tímasetning: kl 17:00 Staðsetning: Grunnskólinn í Borgarnesi Streymt á Teams
Lokahnykkur framkvæmda á Borgarbraut
Nú líður að lokahnykk framkvæmda á Borgarbraut í Borgarnesi. Fljótlega hefst frágangur á yfirborði með malbikun götunnar og hellulögn á gangstétt. Ef veður helst hagstætt þá verður Borgarbrautinni lokað fyrir umferð mánudaginn 6. maí til að hægt sé að undirbúa hana fyrir malbikun. Stefnt er að malbikun 13.-15. maí og þegar því er lokið verður hægt að opna fyrir umferð …
Dagbók sveitarstjóra
Komið sæl Það eru allar vikur viðburðaríkar í starfi sveitarstjóra Borgarbyggðar. Engir tveir dagar eins og verkefni morgundagsins oft ófyrirsjáanleg. Aragrúi verkefna á stóru heimili en stikla hér á stóru. Í þarsíðustu viku var ársuppgjör Borgarbyggðar 2023 afgreitt frá fyrri umræðu. Í framhaldinu tók ég fundi með lánveitendum og fjárfestum um uppbyggingu í sveitarfélaginu – og til að vekja athygli …
Grænfánaafhending í Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi
Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar flaggað í dag sínum sjötta Grænfána. En það er Landvernd sem veitir Grænfánan fyrir góða umhverfismennt innan skólans. Borgarbyggð óskar skólanum innilega til hamingju með þennan flotta áfanga í kennslu í umhverfismálum.