252. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, þann 11. apríl, kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum
Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum. Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024. Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðum kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Styrkþegar frá fyrri úthlutun eru minntir á að skila …
Ráðning skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi
Guðlaug Erlendsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi. Guðlaug er með M.ed í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands, MA í félagsfræði frá sama skóla og BA í sálar- og afbrotafræði frá háskóla í Suður Afríku. Auk þess er hún með kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Ísland og stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands. Guðlaug er með góða reynslu …
Endurbygging á Kleppjárnsreykjum að hefjast
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að ganga til samninga við Sjamma ehf. um endurbyggingu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar – Kleppjárnsreykjadeild. Áformað er að hefjast handa við verkefnið strax eftir páska. Í upphafi verða settar upp girðingar, öryggissvæði verður afmarkað, starfsmannaaðstaða sett upp og gerð aðkomuleið. Þegar sú aðstaða verður tilbúin verður ráðist í niðurrif. Samkvæmt áætlun er miðað …
Komandi forsetakosningar
Eins og fram hefur komið kjósa landsmenn sér nýjan forseta þann 1. Júní n.k. Í því sambandi er rétt að kynna þær breytingar á kjördeildum sem sveitarstjórn samþykkti að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2022. Er þær breytingar að finna í 47. gr. Samþykkta um stjórn Borgarbyggðar. Kosningar í stjórnir, samstarfsnefndir og ráð til fjögurra ára: Yfirkjörstjórn. Sveitarstjórn kýs þrjá fulltrúa og jafnmarga til …
251. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
Boðað er til aukafundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar og er hann nr. 251. Fundurinn verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, mánudaginn 25. mars 2024 og hefst kl. 12:30 Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 251 Athugið að fundurinn verður ekki sendur út en áhugasömum er bent á að fundurinn er opinn almenningi.
Myndamorgunn á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar
Föstudaginn 15. mars 2024, milli kl. 10.00-12.00 verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið velkomin! Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi
Íbúafundur um sorpmál
Fimmtudaginn 21. mars kl 20 í Logalandi verður boðað til fundar um sorpmál í sveitarfélaginu. Til fundarins mæta fulltrúar sveitarstjórnar, fulltrúar umhverfis- og landbúnaðarnefndar, starfsmenn skipulags- og umhverfissviðs og Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. Stefán Gíslason mun halda erindi og að því loknu verður opnað fyrir spurningar.
250. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
250. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 14. mars 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 250 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.