Malbikun á Brákarbraut

Vegna malbiksviðgerða má vænta umferðar truflana á Brákarbraut neðan Egilsgötu, Hyrnutorgi og Skallagrímsgötu næstu daga.

Íbúafundur vegna óformlegra sameiningarviðræðna

Borgarbyggð og Skorrdalshreppur boða sameiginlega til íbúafundar vegna óformlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna. Fundurinn fer fram í Brún kl. 18, fimmtudaginn 30. maí nk. Öll velkomin. Hérna kemur linkur á fundinn klukkan 18  í dag ef einhverjir vilja tengjast í gegnum Teams. Með því að ýta á hér getur þú tengst fundinum.  

Sæunn­ar­gata, Borg­ar­byggð

Kæru íbúar Vikuna 21.-24. maí hefjast framkvæmdir í Sæunnargötu. Veitur í samstarfi við Borgarbyggð og Rarik munu á framkvæmdatímanum endurnýja allar lagnir í götunni, skipta um yfirborð götu og malbika hana. Heimlagnir að einstaka húsum verða endurnýjaðar og fá íbúar þeirra húsa upplýsingar um það sérstaklega. Framkvæmdir munu standa fram á haust í áföngum og götunni lokað þar sem unnið …

Farsældardagur á Vesturlandi

Þann 16. maí sl. var haldinn Farsældardagur á Vesturlandi þar sem lykilaðilar frá öllum helstu þjónustustofnunum á Vesturlandi er koma að samþættri þjónustu í þágu farsældar barna hittust. Alls mættu um 120 einstaklingar og fór viðburðurinn fram í Hjálmakletti. Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra mætti og flutti ávarp til hópsins og hvatti fólk til dáða. Á farsældardeginum var mikil …

Vesturland fyrsti landshlutinn til að sameinast um svæðisbundið farsældarráð

Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrita samning um svæðisbundið farsældarráð á Farsældardeginum á Vesturlandi í gær Vesturland er fyrsti landshlutinn til að sameinast um svæðisbundið farsældarráð. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði samning þess efnis við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í gær. Með samningnum skuldbinda Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi …

Sæunn­ar­gata framkvæmdir

Borgarbyggð ásamt Veitum og Rarik munu endurnýja götur, gangstéttir og lagnir í Sæunnargötu. Lagt verður tvöfalt kerfi hitaveitu og fráveitu í götuna ásamt kaldavatnslögnum. Heimlagnir verða skoðaðar og endurnýjaðar þar sem þess þarf. Unnið verður í áföngum, fyrsti áfangi er frá Borgarbraut að Berugötu og verður Berugötu haldið opinni eins lengi og mögulegt er. Áætlaður framkvæmdatími: Maí til september 2024. …

Jarð­hita­leit við Borg­arnes

Veitur hófu jarðhitaleit við Borgarnes fyrr á þessu ári en þá voru boraðar rannsóknarholur rétt fyrir utan Borgarnes. Til að fá skýrari mynd af jarðhita á svæðinu er fyrirhugað að bora á 11 stöðum  til viðbótar. Borað verður bæði í Borgarnesi og rétt fyrir utan bæinn í landi sveitarfélagsins og við Borg á Mýrum. Veitur reka hitaveitu sem þjónar Borgarbyggð …

Samstarf Öldunnar við félagsstarf aldraðra

Hér í Borgarbyggð hefur verið unnið að því að auka við félagsstarf aldraðra. Á fundi með formönnum félaga eldri borgara og Öldungarráði síðastliðið haust var meðal annars rætt hvað mætti bæta þegar kemur að félagsstarfinu. Margar góðar hugmyndir komu fram, m.a. hvort hægt væri að koma á smíðaaðstöðu. Gaman er að segja frá því að sú hugmynd hefur nú orðið …

LÍF OG FJÖR Í SAFNAHÚSINU!

Nóg er um að vera hjá okkur þessa dagana í Safnahúsi Borgarfjarðar. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla meðbyr sem við finnum fyrir með starf okkar. Maí er bara rétt að byrja og nóg af að taka og hafa á fyrstu 10 dögunum ríflega 450 mans sótt okkur heim á fjölbreyttum viðburðum. Hæst ber OK- litla barnamenningarhátíðin þar sem við vorum …

Kjörskrá Borgarbyggðar fyrir forsetakosningar þann. 1. júní 2024

Kjörskrá skal liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofum sveitarfélaga eða öðrum hentugum stað  eigi  síður  en  21 degi fyrir kjördag  eða fyrir  laugardaginn  11. maí  2024, sbr. 2. mgr. 30. gr. kosningalaga.V. Í samræmi við ofanritað verður kjörskrá Borgarbyggðar fyrir forsetakosningarnar þann 1. júní almenningi til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Digranesgötu 2 í Borgarnesi frá og með 10. maí …