Í kjölfar mikilla vatnavaxta síðustu mánaða stórskemmdist brúin yfir Ferjukotssýki þann 15. janúar sl. Hvítárvallarvegur hefur gegnt lykilhlutverki í samgöngum í Borgarbyggð og var brúin yfir Ferjukotssíki mikilvæg samgöngutenging fyrir íbúa svæðisins. Því er brýnt að endurbygging brúarinnar hefjist tafarlaust til að koma samgöngum á svæðinu í lag og lágmarka óþægindi fyrir íbúa og daglega iðju þeirra. Byggðarráð Borgarbyggðar skoraði …
Landstólpinn 2025
Landstólpinn 2025 Landstólpinn samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðalun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar. Hér með er lýst …
Tilkynning um tímabundna lokun sundlaugarinnar í Borgarnesi, 11.febrúar á milli 08:00-12:00
Vegna viðgerðar Orkuveitunnar verður sundlaugin í Borgarnesi lokuð tímabundið á morgun, 11. febrúar, frá kl. 08:00 til 12:00. Önnur starfsemi í íþróttahúsinu verður óbreytt og stendur gestum til boða á venjubundnum tímum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.