Rafmagnsleysi í Eyjahreppi, Kolbeinstaðahreppi og Hnappadal þann 12.6.2025

Rafmagnslaust verður í Eyjahreppi, Kolbeinstaðahreppi og Hnappadal frá Rauðkollstöðum að Fíflholti þann 12.6.2025 frá kl 11:00 til kl 14:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof 

Alþjóðadagur leiks

Í dag er alþjóðadagur leiks (e. international day of play) haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn var fyrst haldinn árið 2024 og er honum ætlað að vekja athygli á rétti barna til leiks og því mikilvæga hlutverki sem leikur spilar í andlegum og líkamlegum þroska og vellíðan barna.  Í 31.grein Barnasáttmálans segir: 1. Aðildarríki viðurkenna rétt barns til hvíldar og tómstunda, …

Skráning í frístund 2025-2026

Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Borgarbyggð Opið er fyrir skráningu barna í frístund fyrir komandi skólaár 2025-2026. Skráning fer fram inn á www.vala.is Foreldrar eru hvattir til að skrá börnin sín fyrir 10.ágúst. Frístund hefst eftir að skóladegi lýkur og er opin til klukkan 16:00/16:15 Frístundarheimili bjóða upp á faglegt tómstundarstarf þar sem börn fá að njóta sín í frjálsum leik og skipulögðu …

266. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

266. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn Hjálmakletti, fimmtudaginn 12. júní 2025 og hefst kl.16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: 266. fundur sveitastjórnar dagskrá Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.  

17. júní Fjölskylduhátíð í Borgarbyggð

17. júní Fjölskylduhátíð í Borgarbyggð Við fögnum Þjóðhátíðardegi Íslendinga með skemmtilegri hátíð þann 17. júní Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla aldurshópa og verður kynnt nánar þegar nær dregur — June 17th – Family Festival in Borgarbyggð We celebrate Iceland’s Independence Day with a fun-filled festival on June 17thThere will be a varied and entertaining program for all ages, to be …

Framkvæmdastyrkir til íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað að styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að um íþrótta-, ungmenna- eða tómstundafélag innan Borgarbyggðar sé að …

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í leigu á Slýdalstjörn

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í leigu á Slýdalstjörn. Tjörnin verður leigð frá og með árinu 2025 ef viðunandi tilboð fást. Tilboð skal skilað merkt „Slýdalstjörn tilboð“ fyrir kl. 11:00 föstudaginn 20. júní 2025 í Ráðhús Borgarbyggðar að Digranesgötu 2, 310 Borgarnes eða á netfangið ulm@borgarbyggd.is fyrir þann tíma. Nánari upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi á netfangið logisigurdsson@borgarbyggd.is

Skráningar á sumarnámskeið eru í fullum gangi

Ákveðið hefur verið að opna fyrir skráningar í sumarnámskeið fyrir krakka sem eru að ljúka 4. bekk. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um námskeiðin og skráningarhlekki. Parkour-námskeið Sumarnámskeið í parkour fyrir krakka sem eru að ljúka 4. – 7. bekk. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru byrjendur í íþróttinni og lengra komnum. Á námskeiðinu verður unnið með grunnatriði í …

Kristján Gíslason lætur af störfum hjá Borgarbyggð

Kristján Þormar Gíslason lætur af störfum hjá sveitarfélaginu, en hann hefur starfað hjá Borgarbyggð í 27 ár, eða frá árinu 1998. Kristján hefur gegnt margvíslegum störfum, meðal annars sem skólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi, skjalavörður í Ráðhúsi Borgarbyggðar og nú síðast sem þjónustufulltrúi. Við viljum þakka Kristjáni fyrir ánægjulegt samstarf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Sömuleiðis láta eftirfarandi starfsmenn …