Vegna vinnu við vatnsveitu í Berugötu verða raskanir og þrengingar á akstursleið við gatnamót Bjarnarbrautar og Berugötu, mánudaginn 18. ágúst.Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og fylgja merkingum á vettvangi.
Kubb-völlur í Skallagrímsgarði
Nú er búið að setja upp Kubb-völl í Skallagrímsgarði og verður hann opinn fram eftir hausti, eftir því sem veður og vindar leyfa. Við hvetjum fjölskyldur og vini til að hittast í garðinum, spila Kubb, taka með sér nesti og eiga notalega stund saman. Í Skallagrímsgarði er oft gott skjól og veður, sem gerir hann að frábærum stað til útiveru. …
267. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
267. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 14. ágúst 2025 og hefst kl.19:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: 267. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Opið fyrir umsóknir í Startup Landið – hraðall fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni
Nú er opið fyrir umsóknir í Startup Landið, sjö vikna viðskiptahraðal sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum. Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín. Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort …
Opinn íbúafundur með innviðaráðherra
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Fjárfest í innviðum til framtíðar. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Fundirnir eru opnir öllum en hægt er að skrá sig á einstaka …
Hvanneyrarhátíð 2025
Hvanneyrarhátíðin er grasrótarsamstarfsverkefni íbúa á Hvanneyri og nágrenni og er haldin dagana 8. og 9. ágúst. Fjölbreytt dagskrá í boði á Hvanneyri þennan dag. Verið velkomin! Allar upplýsingar má finna á Facebook viðburði Hvanneyrarhátíðar
Hluta úr hringveginum lokað vegna ræsagerðar, fimmtudagskvöldið 7. ágúst
Hringvegi 1 verður lokað á morgun, fimmtudagskvöldið 7. ágúst frá kl. 22:00 til kl. 08:00, aðfaranótt föstudags 8. ágúst, frá hringtorginu í Borgarnes að afleggjaranum hjá Baulu. Lokanir koma til vegna framkvæmda við ræsagerð og lokunin nær yfir 18 km kafla. Hjáleið verður um Borgarfjarðarbraut á meðan framkvæmdunum stendur.
Tilkynning um lokun vegna veituframkvæmda við Þórðagötu
Vegna fyrirhugaðra veituframkvæmda verður Þórðargata frá Borgarbraut lokuð tímabundið á meðan á framkvæmdum stendur. Hjáleið að Þórðargötu verður um Kveldúlfsgötu. Bráðabirgðagönguleið verður frá Þórðargötu að Borgarbraut, milli Þórðargötu 10 og 12, og áfram að göngustíg, eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu. Hámarkshraði á Borgarbraut við vinnusvæðið verður lækkaður í 30 km/klst. Ábendingar eða fyrirspurnir varðandi öryggismál á framkvæmdatíma má senda á netfangið: orri.jons@efla.is Við biðjumst …
Skapandi vinnuskólinn í Borgarbyggð
Skapandi vinnuskólinn er í samstarfi með Listaskóla Borgarfjarðar og SSV en megin markmið verkefnisins er að ungmenni sem ráða sig til starfa hjá Vinnuskólanum hafi tækifæri til að vinna í skapandi störfum. Það er hún Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir sem stýrir verkefninu en Guðlaug er sjálfstætt starfandi myndlistarkona og sýningarstjóri sem býr og starfar á Vesturlandi. Hún lærði myndlist á grunn og …
Ný íþróttastefna Borgarbyggðar samþykkt
Afgreiðsla frá fundi fræðslunefndar nr. 224: „Guðmunda Ólafsdóttir mætti til fundarins og fór yfir drög að íþróttastefnu Borgarbyggðar. Stefnan hefur nú legið frammi til umsagnar og einnig er hún byggð á ítarlegu og miklu samtali við helstu hagaðila og íbúa í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd vill þakka Guðmundu kærlega fyrir hennar vinnu og framsetningu á stefnunni. Fræðslunefnd vísar stefnunni til byggðarráðs til …








