Borgarbyggð óskar eftir tilnefningum frá almenningi til Listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2025. Byggðarráð mun fara yfir allar þær tillögur sem berast og verða niðurstöðurnar kynntar 17. júní nk. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 1. júní nk. og skal skila rafrænt á netfangið mannlif@borgarbyggd.is Reglur um tilnefningu á listamanni Borgarbyggðar er að finna Hér
Gleðilega páska
Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.
Vorverkin kalla í Borgarbyggð
Vorið er gengið í garð og með hækkandi sól fer landslagið að grænka og verkefnin að hrannast upp. Nú er tilvalinn tími til að huga að tiltekt, snyrtingu lóða og öðrum vorverkum. Við minnum íbúa á að á vef Borgarbyggðar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um umhverfis- og landbúnaðsmál, reglugerðir og þjónustu sveitarfélagsins. Þar má meðal annars finna upplýsingar …
Rafmagnslaust verður á Mýralínu frá Ferjubakka þann 16.4.2025 frá kl 12:00 til kl 17:00
Rafmagnslaust verður á Mýralínu frá Ferjubakka þann 16.4.2025 frá kl 12:00 til kl 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar
Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …
Íbúum í Hraunhrepp ráðlagt að sjóða drykkjarvatn vegna kólígerlamengunar
Í framhaldi af sýnatöku sem tekin var 11. apríl sl voru íbúar í Hraunhrepp beðnir um að sjóða drykkjarvatn sitt eftir að grunur lék á kólígerlamengun frá vatnsbólinu. Nú liggur niðurstaða sýnatöku úr vatnsbólinu í Hraunhrepp fyrir og stenst sýnið ekki gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001, vegna kólígerla Við viljum biðja íbúa á svæðinu að drekka ekki vatnið beint úr krönunum …
Páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði fyrir krakka í 5-10 bekk
Þriðjudaginn 15. apríl stendur Húsráð Óðals fyrir páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði á milli kl. 17 og 18. Viðburðurinn er fyrir börn og unglinga á miðstigi og unglingastigi. Eftir leitina verður kósý opnun fyrir unglingastig í Óðali, kakó, bíó og spilastemming. Munum að sýna tillitssemi – pössum í sameiningu að öll fái að minnsta kosti eitt egg á mann. Yngri systkini eru …
263. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
263. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 10. apríl 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar 263 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Framkvæmdir við Sæunnargötu hefjast á ný eftir páska
Kæru íbúar, síðasti áfangi framkvæmda Borgarbyggðar og Veitna við Sæunnargötu mun hefjast á ný eftir páska. Um er að ræða lokaáfanga framkvæmdarinnar, sem gæti valdið þrengingum á akstursleiðum. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum ykkur fyrir skilninginn.
Samkeppni á meðal barna á Vesturlandi um heiti á Barnamenningarhátíð í landshlutanum haustið 2025.
Við blásum til Barnamenningarhátíðar Vesturlands 2025 næsta haust! En hvað á hátíðin að heita? Við leitum til skapandi krakka á Vesturlandi og biðjum þau að senda okkur þeirra BESTU hugmynd! Heitið má vera fyndið, frumlegt – bara algjör snilld! Gott væri ef það myndi á einhvern hátt endurspegla Vesturland. Verðlaun! Pizzaveisla fyrir allan bekkinn/deildina á bekkjarkvöldi og sigurvegarinn að hugmyndinni …