Í framhaldi af frétt sem birtist á vefsíðu Borgarbyggðar í gær vill Borgarbyggð, ásamt verktökum og verkefnastjóra vilja benda á meðfylgjandi mynd sem sýnir fram á æskilegar bifreiðaleiðir. Blá leið: Íbúar í Ánahlíð, gestir/aðstandendur heimilisfólks Brákarhlíðar, og starfsfólk Rauð leið: Gestir og starfsfólk heilsugæslunnar Græn leið: Akstursleið að Borgarbraut 65 og 65a Athugið að forgangur er hjá inngangi heilsugæslunnar, forgangurinn felst í …
Sveitarfélög á Vesturlandi óska eftir fundi vegna ástands í vegamálum
Sveitarfélög á Vesturlandi kalla eftir aðgerðum í vegamálum Sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa sent forsætisráðherra formlegt bréf þar sem kallað er eftir aðgerðum vegna alvarlegs ástands í vegamálum á svæðinu. Í erindinu er óskað eftir fundi sem fyrst með forsætisráðherra og viðkomandi fagráðherrum til að ræða skipun viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa Vesturlands …
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63 Vinna er hafin að nýju við uppbyggingu fjögurra hæða fjölbýlishúss við Borgarbraut 63, sem reist er í samvinnu Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Brákarhlíðar fasteignafélag. Nú stendur yfir jarðvinna, og unnið er að gerð á rampi niður í bílakjallara. Ljóst er að framkvæmdirnar hafa áhrif á aðkomu að Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Brákarhlíð, auk þess sem íbúar …
Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi
Yfirlýsing vegna bilunar í nýju bókhaldskerfi Þann 20. janúar 2025 var tekið í notkun nýtt bókhaldskerfi hjá Borgarbyggð, í kjölfarið komu upp villur og töf á hinum ýmsu málum tengt bókhaldinu. Hér fyrir neðan er farið yfir tímalínu verkefnisins, þær fréttir sem voru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins og þau áhrif sem breytingin hafði á þjónustu okkar. Núna er komið að …
Vetrarfrí í heimabyggð
Borgarbyggð býður upp á fjölbreytta afþreyingu sem kjörið er að nýta sér yfir vetrarfríið og eiga góðar stundir saman. Einkunnir bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu, og göngustígar liggja um svæðið með gönguleiðum sem henta flestum. Innan fólkvangsins er Álatjörn, en umhverfi tjarnarinnar er fallegt og kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Sundlaugin í Borgarnesi er opin, og finna má opnunartíma hennar …
Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2025 og skal umsóknum skilað í gegnum „mínar síður“ á heimasíðu Borgarbyggðar eða …
Þemadagar Grunnskóla Borgarfjarðar
Þemadagar Grunnskóla Borgarfjarðar voru haldnir í janúar en áhersla var lögð á þá þætti sem verkefnið, Framtíðarfólk, byggir á, þ.e. heilbrigði bæði umhverfisins og okkar sem einstaklinga. Upp voru settar vinnustöðvar þar sem nemendur gátu valið að vinna með umhverfismál, lýðheilsu eða hópefli. Nemendur unnu svo í aldursblönduðum hópum að ýmsum verkefnum sem voru kynnt á opnu húsi í lok …
Rafmagnslaust verður á Mýrunum þann 18.2.2025 frá kl 11:00 til kl 16:00
Rafmagnslaust verður á Mýrunum þann 18.2.2025 frá kl 11:00 til kl 16:00 vegna fullnaðarviðgerða eftir bilanir 05.02.2025. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Til þeirra sem hafa óskað eftir að fasteignagjöld séu skuldfærð af kreditkortum
Vinsamlega athugið að því miður náðist ekki að taka janúar-gjalddaga fasteignagjalda af kreditkortum á réttum tíma. Þess vegna verða bæði gjalddagarnir í janúar og febrúar skuldfærðir á sama kortatímabili. Janúargjalddaginn er þegar kominn á kortið og febrúargjalddaginn verður færður 17. – 19. febrúar. Við biðjumst velvirðingar á að þetta skuli gerast og skiljum að þetta geti valdið óþægindum. Jafnframt þökkum við …
261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 261 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.