Upphaf framkvæmda við fjölnota íþróttahús í Borgarnesi

Á næstu vikum hefst vinna við byggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi. Fyrstu skref framkvæmda snúa að aðkomu og aðstöðu verktaka á svæðinu, og munu merkingar og girðingar sem afmarka framkvæmdarsvæðið verða settar upp á næstu dögum. Á framkvæmdartíma má búast við aukinni þungaumferð að vinnusvæðinu, sem kallar á auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur. Gangandi umferð um Skallagrímsgötu verður takmörkuð og …

Stóri Plokkdagurinn 2025

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi um allt land. Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með dyggri aðstoð góðra bakhjarla. Markmiðið er að hvetja sem flesta til að taka þátt …

262. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

262. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 13. mars nk., kl. 16 á þriðju hæð í Ráðhúsi Borgarbyggðar.  Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar 262 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér

Laus staða verkstjóra í áhaldahúsi Borgarbyggðar

Borgarbyggð óskar eftir að ráða verkstjóra í  áhaldahús Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Í starfsmannamálum eru gildin virðing, áreiðanleiki og metnaður höfð að leiðarljósi. Starf verkstjóra áhaldahús Borgarbyggðar er laust til umsóknar. Starfið felst í umsjón …

Tilkynning frá Veitum

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust Þorsteinsgata/Borgarbraut þann 06.03.25 frá klukkan 09:00 til klukkan 16:00. Sundlaugin í Borgarnesi mun einnig vera lokuð frá kl. 8:30-16:30. Þreksalurinn er opinn en sturtur eru ekki aðgengilegar. Sjá nánar á heimasíðu Veitna. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessu kann að fylgja. Þjónusturáðgjöf Veitna er opin alla virka daga kl. 9:00 – 16:00 og neyðarsími …

Borgarbyggð – kröfur frá Motus vegna fasteignargjalda fyrir janúarmánuð 2025

Líkt og áður hefur komið fram tók Borgarbyggð upp nýtt bókhaldskerfi í byrjun árs. í kjölfar þess komu upp villur og fengu íbúar margir hverjir sendar tvær kröfur vegna fasteignagjalda.   Í ljós hefur komið að ekki hefur tekist að fella niður umræddar kröfur að fullu.  Vegna þessa fóru út innheimtukröfur í nafni Borgarbyggðar frá Motus, þar sem þetta er …

Lýðheilsustefna Borgarbyggðar – Opnir fundir um íþróttir og hreyfingu

Borgarbyggð vinnur nú að gerð lýðheilsustefnu fyrir sveitarfélagið. Fyrsta stoðin í þeirri vegferð er ný stefna í íþróttum og hreyfingu og er henni ætlað að verða leiðarljós til góðra verka á sviði íþrótta og lýðheilsu. Guðmunda Ólafsdóttir hefur verið ráðin til þess að halda utan um stefnumótunarvinnuna. Guðmunda situr í varastjórn UMFÍ og hefur starfað innan íþróttahreyfingarinnar bæði sem sjálfboðaliði …

Vinna við Birkiklett

Vinna við borun og sprengingar við Birkiklett hefjast á morgun, þann 27. febrúar næstkomandi og áætlað er að vinna standi yfir næstu vikur. Reiknað er með að sprengt verði tvisvar á dag, um kl. 12.00 og 16.00. Settir verða mælar á nærliggjandi hús auk þess sem rætt hefur verið við fólk í fyrirtækjum næst vinnusvæðinu.

Fyrirhugað niðurrif í Brákarey

Fyrirhugað er að hefja niðurrif á hluta húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey í byrjun apríl. Í þessum áfanga er um að ræða hluta gamla sláturhússins og gúanósins (sjá meðfylgjandi mynd).  Þeir sem telja sig eiga muni í þessum húshlutum eru hvattir til að bregðast við því sem fyrst. Rétt er að benda á að umgengni án eftirlits um húsnæðið er óheimil, …

Lausar lóðir sýnilegar í kortasjá Borgarbyggðar

Sveitarfélagið hefur undanfarin misseri unnið að því að gera lausar lóðir aðgengilegar í kortasjá og er afraksturinn nú sýnilegur notendum. Með þessari lausn geta áhugasamir litið yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu og fengið allar helstu upplýsingar í gegnum vefinn. Kortasjáin er uppfærð jafnóðum og breytingar verða á lóðaframboði, þannig að notendur hafa alltaf aðgang að nýjustu upplýsingum. Ef notandi vill nýta sér …