Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur skilað af sér áliti til sveitarstjórna sveitarfélaganna, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða samstarfsnefndar er að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Í skilabréfi nefndarinnar til sveitarstjórna segir eftirfarandi: …
Rafmagnsleysi í Eyjahreppi, Kolbeinsstaðahreppi og Hnappadal þann 12.6.2025
Rafmagnslaust verður í Eyjahreppi, Kolbeinsstaðahreppi og Hnappadal frá Rauðkollstöðum að Fíflholti þann 30.6.2025 frá kl 11:00 til kl 13:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Malbikun í Borgarbyggð 7-11 júlí
Vegna fyrirhugaðra malbikunarframkvæmda munu nokkur svæði í Borgarvík og á Hvanneyri loka tímabundið fyrir umferð dagana 7.–11. júlí 2025. Malbikun mun eiga sér stað í Borgarvík, hluta af Sólbakka, frá Rarik að JGR og Túngata 23–27, Hvanneyri. Framkvæmdir byrja í Borgarvík og í framhaldi af því er gert ráð fyrir að malbika á Sólbakka þann 9. júlí, að lokum verður …
Framkvæmdir við tengingu neysluvatns í Sóleyjarkletti
Borgarverk hefur nú framkvæmdir við tengingu inn á neysluvatnsstofn í Sóleyjarkletti. Verkið krefst ekki lokunar á götu, en vegurinn mun þrengjast tímabundið á meðan vinnu stendur. Sjá má fyrirhugaða staðsetningu tengingar á meðfylgjandi útskýringarmynd, blá lína sýnir fyrirhugaða tengingu við stofninn og rauð lína sýnir svæði þar sem umferð þrengist. Við biðjum vegfarendur að sýna aðgát og þolinmæði meðan á …
Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025
Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …
Þakkir við starfslok
Mikil tímamót urðu í sögu Grunnskólans í Borgarnesi nú í vor við lok skólaárs þegar þrír kennarar létu af störfum vegna aldurs, eftir langan og farsælan starfsferil. Kristín Valgarðsdóttir deildarstjóri unglingastigs, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir sérkennari luku glæsilegum ferli í kennslu eftir mörg ár í skólaumhverfinu. Kristín Valgarðsdóttir hefur starfað við Grunnskólann í Borgarnesi í 18 ár, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir í 26 ár og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir í 29 ár. Samanalagt hafa þær varið um 73 árum í Grunnskólanum í Borgarnesi. Borgarbyggð vill þakka þessum frábæru kennurum …
Frítt í sundlaugar Borgarbyggðar 17. júní
Í tilefni af 70 ára afmæli innilaugarinnar í Borgarnesi þann 17. júní er frítt í allar sundlaugar Borgarbyggðar. 09:00-18:00 á Kleppjárnsreykjum og 14:00-20:00 á Varmalandi. Sjáumst í sundi!
Sumarnámskeið fara vel af stað
Sumarnámskeiðin í Borgarbyggð fara vel af stað, fjölmargir krakkar eru þessa dagana á fullu í fjölbreyttum og skemmtilegum námskeiðum. Gaman er að sjá börnin prófa nýja hluti en út frá myndum að dæma má sjá að allir skemmta sér vel. Í gær (11. júní) var kíkt á hluta af þeim námskeiðum sem fara fram í sumar. BMX Brós fara yfir …