Hönnun og skipulag á parkethúsi

Á fundi byggðarráðs þann 27. mars sl. var byggingarnefnd íþróttamannvirkja falið að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal (parkethúsi) sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni. Formaður byggingarnefndar er Eðvar Ólafur Traustason. Hönnun og skipulag er á vegum Eflu og í samráði við hagaðila. Alls er nýbyggingin áætluð 2.830 fm fyrir utan tengirými við eldri byggingu. Íþróttasalurinn miðast við að …

Útboð: Dælubifreið fyrir slökkvilið Borgarbyggðar

Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í dælubíl fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Um er að ræða kaup á litlum dælubíl sem hugsaður er fyrir slökkvistarf í þéttbýli, þröngum götum þar sem þörf er fyrir skjótar og sveigjanlegar aðgerðir. Um er að ræða dælubíl sem er auk þess búinn vatnstanki, háþrýstidælu og nauðsynlegum björgunarbúnaði, sem er hentugur sem fyrstu viðbrögð …

Tilkynning um niðurrif og rafmagnslokun í Brákarey

Vegna fyrirhugaðs niðurrifs á hluta húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey verður rafmagn tekið af tengdum byggingum á svæðinu frá og með 28. mars kl. 13:00. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum alla viðkomandi aðila til að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi muni í húsnæði Borgarbyggðar. Ef fyrirhugað er að fjarlægja muni, er skynsamlegt að losa …

Laus störf hjá Borgarbyggð

Á ráðningarvef Borgarbyggðar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Ýmist er um að ræða framtíðarstarf, fullt starf eða hlutastarf sem tilvalin eru með skóla. Markmið Borgarbyggðar er að hafa ávallt á að skipa hæfum, áhugasömum og traustum starfsmönnum sem sýna frumkvæði í starfi, veita íbúum þess góða þjónustu og geta brugðist …

Fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi fór fram í gær

Það var stór dagur í Borgarnesi í gær þegar fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin. Þau ríflega 200 börn og fullorðnir sem mættu á staðinn fengu að leggja sitt af mörkum við upphaf framkvæmda, en öllum var boðið að mæta með skóflur og taka skóflustungu. Mikil gleði var meðal barnanna sem lengi hafa beðið eftir bættri íþróttaaðstöðu og …

Kristinn Ó. Sigmundsson tekur við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð

Við erum ánægð að tilkynna að Kristinn Ó. Sigmundsson hefur tekið við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð og hefur hann þegar hafið störf. Kristinn tekur við starfinu af Ingunni Jóhannesdóttur sem starfað hefur hjá Borgarbyggð í um 39 ár. Um leið og við bjóðum Kristinn velkominn til starfa, viljum við bjóða gestum að koma í íþróttahúsið í Borgarnesi, þiggja köku …

Þrívíddarmyndir af fjölnota íþróttahúsi

    Myndbandið gefur nokkra mynd á útlit fjölnota íþróttahússins. Fyrsta skóflustungan mun svo fara fram á fimmtudaginn, þann 20.03 en dagskrá hefst kl.17:00. Það er okkur mikil ánægja og heiður að sýna íbúum umræddar þrívíddarmyndir af húsinu.

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum

Menningarsjóður Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarmál í Borgarbyggð og skal það gert með veitingu styrkja eða öðrum þeim verkefnum sem stjórn sjóðsins telur þjóna markmiðum hans. Megináherslan er á að styðja verkefni sem styrkja menningarlíf í héraðinu sem og þau sem eru líkleg til þess að vekja almenna athygli á menningarstarfsemi á svæðinu. Úthlutanir styrkja …

Gatnaframkvæmdir við Vallarás

Kæru íbúar, Gatnaframkvæmdir við Vallarás eru í fullum gangi. Nú er unnið við brunna, og af þeim sökum er umferðarlokun enn í gildi á meðan framkvæmdir standa yfir. Gert er ráð fyrir að verkið taki um sex vikur til viðbótar. Við biðjum íbúa velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum fyrir þolinmæðina. Sömuleiðis biðjum við íbúa …

Skóflustunga að nýju fjölnota íþróttahúsi!

Skóflustunga að nýju fjölnota húsi mun fara hátíðlega fram á fimmtudaginn 20. mars kl.17:00. Við vonumst til að sjá sem flesta og fagna þessum tímamótum í íþróttahreyfingunni í Borgarbyggð. Framkvæmdir hefjast svo á næstu vikum en lesa má nánar um það hér: