Opinn íbúafundur með innviðaráðherra

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra boðar til opinna íbúafunda í ágúst í öllum landshlutum til að eiga samráð um málaflokka ráðuneytisins undir yfirskriftinni Fjárfest í innviðum til framtíðar. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Fundirnir eru opnir öllum en hægt er að skrá sig á einstaka …

Hvanneyrarhátíð 2025

Hvanneyrarhátíðin er grasrótarsamstarfsverkefni íbúa á Hvanneyri og nágrenni og er haldin dagana 8. og 9. ágúst. Fjölbreytt dagskrá í boði á Hvanneyri þennan dag. Verið velkomin! Allar upplýsingar má finna á Facebook viðburði Hvanneyrarhátíðar 

Hluta úr hringveginum lokað vegna ræsagerðar, fimmtu­dags­kvöldið 7. ág­úst

Hring­vegi 1 verður lokað á morg­un, fimmtu­dags­kvöldið 7. ág­úst frá kl. 22:00 til kl. 08:00, aðfaranótt föstu­dags 8. ág­úst, frá hring­torg­inu í Borg­ar­nes að af­leggj­ar­an­um hjá Baulu. Lokanir koma til vegna fram­kvæmda við ræ­sa­gerð og lokunin nær yfir 18 km kafla. Hjá­leið verður um Borg­ar­fjarðarbraut á meðan fram­kvæmd­un­um stend­ur.

Tilkynning um lokun vegna veituframkvæmda við Þórðagötu

Vegna fyrirhugaðra veituframkvæmda verður Þórðargata frá Borgarbraut lokuð tímabundið á meðan á framkvæmdum stendur. Hjáleið að Þórðargötu verður um Kveldúlfsgötu. Bráðabirgðagönguleið verður frá Þórðargötu að Borgarbraut, milli Þórðargötu 10 og 12, og áfram að göngustíg, eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu. Hámarkshraði á Borgarbraut við vinnusvæðið verður lækkaður í 30 km/klst. Ábendingar eða fyrirspurnir varðandi öryggismál á framkvæmdatíma má senda á netfangið: orri.jons@efla.is Við biðjumst …

Skapandi vinnuskólinn í Borgarbyggð

Skapandi vinnuskólinn er í samstarfi með Listaskóla Borgarfjarðar og SSV en megin markmið verkefnisins er að ungmenni sem ráða sig til starfa hjá Vinnuskólanum hafi tækifæri til að vinna í skapandi störfum. Það er hún Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir sem stýrir verkefninu en Guðlaug er sjálfstætt starfandi myndlistarkona og sýningarstjóri sem býr og starfar á Vesturlandi. Hún lærði myndlist á grunn og …

Ný íþróttastefna Borgarbyggðar samþykkt

Afgreiðsla frá fundi fræðslunefndar nr. 224: „Guðmunda Ólafsdóttir mætti til fundarins og fór yfir drög að íþróttastefnu Borgarbyggðar. Stefnan hefur nú legið frammi til umsagnar og einnig er hún byggð á ítarlegu og miklu samtali við helstu hagaðila og íbúa í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd vill þakka Guðmundu kærlega fyrir hennar vinnu og framsetningu á stefnunni. Fræðslunefnd vísar stefnunni til byggðarráðs til …

Sumarlokun Ráðhúss Borgarbyggðar 2025

Vegna sumarleyfa verður Ráðhús Borgarbyggðar lokað frá 21. júlí til og með 4. ágúst nk. Ef erindið getur ekki beðið má á þessum tíma senda tölvupóst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Einhver röskun getur orðið á útgáfu reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á þessum tíma þ.e. reikningar gætu borist aðeins seinna en vant er. Eindagi gjalda/reikninga mun samt sem áður alltaf …

Breytt fyrirkomulag og ný gjaldskrá á móttökustöðinni í Borgarnesi frá 1. september

Frá og með 1. september 2025 taka gildi breytingar á þjónustu og greiðslufyrirkomulagi á móttökustöðinni í Borgarnesi og ný gjaldskrá mun taka gildi. Samhliða verður innleidd rafræn greiðslulausn fyrir fasteignaeigendur í sveitarfélaginu þar sem tiltekin inneign (rafrænt klippikort) fylgir hverri fasteign. Kostnaður við rekstur móttökustöðvarinnar og klippikortin verður áfram innheimtur með fasteignagjöldum, líkt og áður. Tilgangur breytinga er að tryggja …

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi

  Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …