266. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn Hjálmaklettur, fimmtudaginn 12. júní 2025 og hefst kl.16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: 266. fundur sveitastjórnar dagskrá Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
17. júní Fjölskylduhátíð í Borgarbyggð
17. júní Fjölskylduhátíð í Borgarbyggð Við fögnum Þjóðhátíðardegi Íslendinga með skemmtilegri hátíð þann 17. júní Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla aldurshópa og verður kynnt nánar þegar nær dregur — June 17th – Family Festival in Borgarbyggð We celebrate Iceland’s Independence Day with a fun-filled festival on June 17thThere will be a varied and entertaining program for all ages, to be …
Framkvæmdastyrkir til íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð
Borgarbyggð auglýsir til umsóknar framkvæmdastyrki. Styrkjunum er ætlað að styðja við einstakar framkvæmdir hjá íþrótta- og tómstundafélögum innan Borgarbyggðar til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði félagsins sem Borgarbyggð kemur ekki að rekstri að öðru leyti og er í eigu félaga eða félagasamtaka innan Borgarbyggðar. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að um íþrótta-, ungmenna- eða tómstundafélag innan Borgarbyggðar sé að …
Opnunartímar sundlauga á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi
Sundlaugarnar opna aftur þann 6. júní nk. Opnunartímar eru svohljóðandi: Sundlaugin á Varmalandi Opið alla daga frá 14:00-20:00 Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum Opið alla daga frá 09:00-18:00 Sjáumst í sundi!
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í leigu á Slýdalstjörn
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í leigu á Slýdalstjörn. Tjörnin verður leigð frá og með árinu 2025 ef viðunandi tilboð fást. Tilboð skal skilað merkt „Slýdalstjörn tilboð“ fyrir kl. 11:00 föstudaginn 20. júní 2025 í Ráðhús Borgarbyggðar að Digranesgötu 2, 310 Borgarnes eða á netfangið ulm@borgarbyggd.is fyrir þann tíma. Nánari upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi á netfangið logisigurdsson@borgarbyggd.is
Skráningar á sumarnámskeið eru í fullum gangi
Ákveðið hefur verið að opna fyrir skráningar í sumarnámskeið fyrir krakka sem eru að ljúka 4. bekk. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um námskeiðin og skráningarhlekki. Parkour-námskeið Sumarnámskeið í parkour fyrir krakka sem eru að ljúka 4. – 7. bekk. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru byrjendur í íþróttinni og lengra komnum. Á námskeiðinu verður unnið með grunnatriði í …
Kristján Gíslason lætur af störfum hjá Borgarbyggð
Kristján Þormar Gíslason lætur af störfum hjá sveitarfélaginu, en hann hefur starfað hjá Borgarbyggð í 27 ár, eða frá árinu 1998. Kristján hefur gegnt margvíslegum störfum, meðal annars sem skólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi, skjalavörður í Ráðhúsi Borgarbyggðar og nú síðast sem þjónustufulltrúi. Við viljum þakka Kristjáni fyrir ánægjulegt samstarf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Sömuleiðis láta eftirfarandi starfsmenn …
Útboð: Vetrarþjónusta fyrir Borgarbyggð
Consensa fyrir hönd Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu. Um er að ræða snjómokstur á sveitavegum og heimreiðum sem eru í umsjón sveitarfélagsins ásamt bílastæðum og plönum við stofnanir sveitarfélagsins og snjómokstur á helmingamokstursvegum samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Útboðinu er skipt í sjö samningshluta og heimilt er að leggja fram tilboð í einstaka samningshluta útboðsins eða alla samningshluta. Hægt er að …
Rafmagnslaust verður í Brákarey þann 22.5.2025
Rafmagnslaust verður í Brákarey þann 22.5.2025 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Breytingar á skipuriti skipulags- og umhverfissviðs
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti í gær breytingu á skipuriti skipulags- og umhverfissviðs Borgarbyggðar. Stofnað hefur verið nýtt embætti umhverfisfulltrúa sem heyra mun beint undir sviðsstjóra, til hliðar við byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Þá mun starfsemi áhaldahúss færast beint undir sviðsstjóra líkt og umsjón eigna. Starf deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðarmála hefur verið lagt niður og verkefni færð undir embætti umhverfisfulltrúa, til áhaldahúss og …