Páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði fyrir krakka í 5-10 bekk

Þriðjudaginn 15. apríl stendur Húsráð Óðals fyrir páskaeggjaleit í Skallagrímsgarði á milli kl. 17 og 18. Viðburðurinn er fyrir börn og unglinga á miðstigi og unglingastigi. Eftir leitina verður kósý opnun fyrir unglingastig í Óðali, kakó, bíó og spilastemming. Munum að sýna tillitssemi – pössum í sameiningu að öll fái að minnsta kosti eitt egg á mann. Yngri systkini eru …

263. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

263. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 10. apríl 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar 263 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Framkvæmdir við Sæunnargötu hefjast á ný eftir páska

Kæru íbúar, síðasti áfangi framkvæmda Borgarbyggðar og Veitna við Sæunnargötu mun hefjast á ný eftir páska. Um er að ræða lokaáfanga framkvæmdarinnar, sem gæti valdið þrengingum á akstursleiðum. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum ykkur fyrir skilninginn.

Samkeppni á meðal barna á Vesturlandi um heiti á Barnamenningarhátíð í landshlutanum haustið 2025.

Við blásum til Barnamenningarhátíðar Vesturlands 2025 næsta haust! En hvað á hátíðin að heita? Við leitum til skapandi krakka á Vesturlandi og biðjum þau að senda okkur þeirra BESTU hugmynd! Heitið má vera fyndið, frumlegt – bara algjör snilld! Gott væri ef það myndi á einhvern hátt endurspegla Vesturland. Verðlaun! Pizzaveisla fyrir allan bekkinn/deildina á bekkjarkvöldi og sigurvegarinn að hugmyndinni …

Langar þig til þess að bjóða upp á Lýðheilsueflandi afþreyingu í náttúruparadísinni Einkunnum Borgarbyggð?

Fólkvangurinn Einkunnir/Borgarbyggð óskar eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja efla náttúru upplifun á svæðinu. Afþreyingin þarf að uppfylla: Lýðheilsueflingu Samfélags-og félagslega aukandi Hafa sem minnst náttúrurask og vera að mestu leyti afturkræft Virðing við náttúru og svæðið Verkefnið fer fyrir Einkunnarnefnd og verður þá gerður samningur við það verkefni sem þykir henta svæðinu. Svæðið er afar fallegt og bíður upp á …

Götusópun

Vakin er athygli á að götusópun er hafin þetta árið og verða götur í Borgarnesi sópaðar í dag, 7. apríl og 8. apríl. Íbúar eru beðnir að leggja bílum sínum í innkeyrslum til að flýta fyrir og auka gæði sópunar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Vel viðunandi afkoma af rekstri Borgarbyggðar 2024

Byggðarráð fjallaði í gær um ársreikning Borgarbyggðar fyrir árið 2024. Rekstur A-hluta Borgarbyggðar var gerður upp með 319 m.kr. afgangi á árinu 2024 en samstæða A- og B- hluta skilaði afgangi upp á 440 m.kr.  Á árinu var fjárfest fyrir 1.018 m.kr. án lántöku. Afkoma af rekstri er vel viðunandi og sjóðstreymi er sterkt sem endurspeglar góða fjárfestingargetu sveitarfélagsins. Hagnaður …

Reikningar frá Borgarbyggð á island.is – pósthólf

Unnið er að því að koma reikningum frá Borgarbyggð í pósthóf á island.is Þó reikningur sé að berast núna þarf ekki að vera að hann sé ógreiddur. Þessi þjónusta hefur legið niðri frá 1. janúar 2025 en nú sér fyrir endann á þeim vanda. Reikningar ársins 2025 verða sendir í skömmtum í pósthólf greiðenda og fá þá dagssetninguna sem þeir …

Hreinsunarátak í þéttbýli vorið 2025.

Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir vikuna 23.-29. apríl nk. á eftirfarandi stöðum: · Bifröst · Varmaland · Hvanneyri – BÚT-hús · Kleppjárnsreykir – gryfjan við Litla-Berg.   Ef gámar eru að fyllast þá biðjum við ykkur vinsamlegast hafði samband við Gunnar hjá ÍGF í síma 840-5847   Vakin skal athygli á því að gámar eru ekki fyrir úr …

Framkvæmdir við Snæfellsveg og Sólbakka

Á morgun, 2. apríl hefst vinna á endurnýjun lagna undir snæfellsvegi og heim að loftorku. Því verður útbúin hjáleið eins og sést á meðfylgjandi mynd. Um tíma verður vegur einbreiður og umferð ljósastýrð. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og biðjum við ökumenn og aðra að sýna aðgát og fara varlega.