Skráning í vinnuskólann stendur yfir

Öllum ungmennum sem nýlokið hafa 8., 9. og 10. bekk býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni (fædd 2009-2011). Skráning verður opin til miðnættis 11. maí. Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, lögð er áhersla á gleði, vinnu og lærdóm þar sem námsefni og verkefni vinnuskólans samanstendur af fræðslu, tómstundum og vinnu. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar 

Borgarbyggð óskar eftir upplýsingum um sumarnámskeið fyrir börn

Til að auka upplýsingargjöf og bæta þjónustu við íbúa viljum við setja inn upplýsingar um öll námskeið sem standa börnum til boða í sveitarfélaginu. Námskeiðin verða svo auglýst í byrjun maí samhliða sumarnámskeiðum á vegum Borgarbyggðar. Við hvetjum námskeiðshaldara til að senda upplýsingar til íþrótta- og tómstundarfulltrúa á netfangið sonjalind@borgarbyggd.is.

Stóri Plokkdagurinn 2025

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi um allt land. Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi. Íbúar eru hvattir til að plokka í sínu nærumhverfi. Ef fólk vill safnast saman þá munu félagar í Rotary vera við Hjálmaklett í …

Neysluvatn í Hraunhrepp stenst gæðakröfur

Niðurstöður sýnatöku úr vatnsbóli við Hraunhrepp liggja fyrir, alls voru tekin þrjú sýni og standast þau öll gæðakröfur. Ekki er farið fram á að íbúar í Hraunhrepp sjóði neysluvatnið sitt áfram. Við þökkum sýndan skilning.

Tilnefningar til listamanneskju Borgarbyggðar 2025

Borgarbyggð óskar eftir tilnefningum frá almenningi til Listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2025. Byggðarráð mun fara yfir allar þær tillögur sem berast og verða niðurstöðurnar kynntar 17. júní nk. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 1. júní nk. og skal skila rafrænt á netfangið mannlif@borgarbyggd.is Reglur um tilnefningu á listamanni Borgarbyggðar er að finna Hér

Gleðilega páska

Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.

Vorverkin kalla í Borgarbyggð

Vorið er gengið í garð og með hækkandi sól fer landslagið að grænka og verkefnin að hrannast upp. Nú er tilvalinn tími til að huga að tiltekt, snyrtingu lóða og öðrum vorverkum. Við minnum íbúa á að á vef Borgarbyggðar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um umhverfis- og landbúnaðsmál, reglugerðir og þjónustu sveitarfélagsins. Þar má meðal annars finna upplýsingar …

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar

Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …

Íbúum í Hraunhrepp ráðlagt að sjóða drykkjar­vatn vegna kólígerlamengunar

Í framhaldi af sýnatöku sem tekin var 11. apríl sl voru íbúar í Hraunhrepp beðnir um að sjóða drykkjarvatn sitt eftir að grunur lék á kólígerlamengun frá vatnsbólinu. Nú liggur niðurstaða sýnatöku úr vatnsbólinu í Hraunhrepp fyrir og stenst sýnið ekki gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001, vegna kólígerla Við viljum biðja íbúa á svæðinu að drekka ekki vatnið beint úr krönunum …