Unnið er að því að koma reikningum frá Borgarbyggð í pósthóf á island.is Þó reikningur sé að berast núna þarf ekki að vera að hann sé ógreiddur. Þessi þjónusta hefur legið niðri frá 1. janúar 2025 en nú sér fyrir endann á þeim vanda. Reikningar ársins 2025 verða sendir í skömmtum í pósthólf greiðenda og fá þá dagssetninguna sem þeir …
Hreinsunarátak í þéttbýli vorið 2025.
Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir vikuna 23.-29. apríl nk. á eftirfarandi stöðum: · Bifröst · Varmaland · Hvanneyri – BÚT-hús · Kleppjárnsreykir – gryfjan við Litla-Berg. Ef gámar eru að fyllast þá biðjum við ykkur vinsamlegast hafði samband við Gunnar hjá ÍGF í síma 840-5847 Vakin skal athygli á því að gámar eru ekki fyrir úr …
Framkvæmdir við Snæfellsveg og Sólbakka
Á morgun, 2. apríl hefst vinna á endurnýjun lagna undir snæfellsvegi og heim að loftorku. Því verður útbúin hjáleið eins og sést á meðfylgjandi mynd. Um tíma verður vegur einbreiður og umferð ljósastýrð. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og biðjum við ökumenn og aðra að sýna aðgát og fara varlega.
Hönnun og skipulag á parkethúsi
Á fundi byggðarráðs þann 27. mars sl. var byggingarnefnd íþróttamannvirkja falið að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal (parkethúsi) sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni. Formaður byggingarnefndar er Eðvar Ólafur Traustason. Hönnun og skipulag er á vegum Eflu og í samráði við hagaðila. Alls er nýbyggingin áætluð 2.830 fm fyrir utan tengirými við eldri byggingu. Íþróttasalurinn miðast við að …
Útboð: Dælubifreið fyrir slökkvilið Borgarbyggðar
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í dælubíl fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Um er að ræða kaup á litlum dælubíl sem hugsaður er fyrir slökkvistarf í þéttbýli, þröngum götum þar sem þörf er fyrir skjótar og sveigjanlegar aðgerðir. Um er að ræða dælubíl sem er auk þess búinn vatnstanki, háþrýstidælu og nauðsynlegum björgunarbúnaði, sem er hentugur sem fyrstu viðbrögð …
Tilkynning um niðurrif og rafmagnslokun í Brákarey
Vegna fyrirhugaðs niðurrifs á hluta húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey verður rafmagn tekið af tengdum byggingum á svæðinu frá og með 28. mars kl. 13:00. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og hvetjum alla viðkomandi aðila til að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi muni í húsnæði Borgarbyggðar. Ef fyrirhugað er að fjarlægja muni, er skynsamlegt að losa …
Laus störf hjá Borgarbyggð
Á ráðningarvef Borgarbyggðar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Ýmist er um að ræða framtíðarstarf, fullt starf eða hlutastarf sem tilvalin eru með skóla. Markmið Borgarbyggðar er að hafa ávallt á að skipa hæfum, áhugasömum og traustum starfsmönnum sem sýna frumkvæði í starfi, veita íbúum þess góða þjónustu og geta brugðist …
Fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi fór fram í gær
Það var stór dagur í Borgarnesi í gær þegar fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin. Þau ríflega 200 börn og fullorðnir sem mættu á staðinn fengu að leggja sitt af mörkum við upphaf framkvæmda, en öllum var boðið að mæta með skóflur og taka skóflustungu. Mikil gleði var meðal barnanna sem lengi hafa beðið eftir bættri íþróttaaðstöðu og …
Kristinn Ó. Sigmundsson tekur við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð
Við erum ánægð að tilkynna að Kristinn Ó. Sigmundsson hefur tekið við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja í Borgarbyggð og hefur hann þegar hafið störf. Kristinn tekur við starfinu af Ingunni Jóhannesdóttur sem starfað hefur hjá Borgarbyggð í um 39 ár. Um leið og við bjóðum Kristinn velkominn til starfa, viljum við bjóða gestum að koma í íþróttahúsið í Borgarnesi, þiggja köku …
Þrívíddarmyndir af fjölnota íþróttahúsi
Myndbandið gefur nokkra mynd á útlit fjölnota íþróttahússins. Fyrsta skóflustungan mun svo fara fram á fimmtudaginn, þann 20.03 en dagskrá hefst kl.17:00. Það er okkur mikil ánægja og heiður að sýna íbúum umræddar þrívíddarmyndir af húsinu.







