Framkvæmdir við niðurrif byggingarhluta að Brákarbraut 25 í Brákarey hefjast á næstu dögum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki í lok ágúst 2025, en þær munu standa yfir frá og með 6. maí. Við viljum beina sérstakri athygli íbúa og gesta að mikilvægi þess að sýna ýtrustu varúð á framkvæmdasvæðinu. Svæðið verður afgirt og merkt í samræmi við öryggisreglur …
Laus staða félagsráðgjafa hjá Borgarbyggð
Félagsráðgjafi starfar í félagsþjónustu á fjölskyldusviði Borgarbyggðar. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri. Félagsráðgjafi ber ábyrgð á að greina og meta þjónustuþörf, og veita ráðgjöf og meðferð til einstaklinga og fjölskyldna. Einnig er aðkoma að stefnumótun innan málaflokksins og þverfagleg teymisvinna innan sviðsins og með öðrum þjónustustofnunum. Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi …
Borgarbyggð auglýsir stöðu umsjónarmanns Hjálmakletts í tímabundið 50% starf.
Borgarbyggð óskar eftir að ráða umsjónarmann Hjálmakletts í tímabundið 50% starf. Um er að ræða fjölbreytt starf með sveigjanlegum vinnutíma. Hjálmaklettur er menningarhús í Borgarnesi sem hýsir Menntaskóla Borgarfjarðar, hljóðver RÚV á Vesturlandi og fleira. Húsið er staðsett að Borgarbraut 54 Borgarnesi. Við leitum að drífandi og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og sýnir frumkvæði í verki …
Skráning í vinnuskólann stendur yfir
Öllum ungmennum sem nýlokið hafa 8., 9. og 10. bekk býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni (fædd 2009-2011). Skráning verður opin til miðnættis 11. maí. Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, lögð er áhersla á gleði, vinnu og lærdóm þar sem námsefni og verkefni vinnuskólans samanstendur af fræðslu, tómstundum og vinnu. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar
Borgarbyggð óskar eftir upplýsingum um sumarnámskeið fyrir börn
Til að auka upplýsingargjöf og bæta þjónustu við íbúa viljum við setja inn upplýsingar um öll námskeið sem standa börnum til boða í sveitarfélaginu. Námskeiðin verða svo auglýst í byrjun maí samhliða sumarnámskeiðum á vegum Borgarbyggðar. Við hvetjum námskeiðshaldara til að senda upplýsingar til íþrótta- og tómstundarfulltrúa á netfangið sonjalind@borgarbyggd.is.
Stóri Plokkdagurinn 2025
Stóri Plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi um allt land. Þetta er árlegur viðburður þar sem einstaklingar, hópar, félagasamtök og sveitarfélög taka höndum saman í þágu umhverfisins með því að plokka rusl í sínu nærumhverfi. Íbúar eru hvattir til að plokka í sínu nærumhverfi. Ef fólk vill safnast saman þá munu félagar í Rotary vera við Hjálmaklett í …
Neysluvatn í Hraunhrepp stenst gæðakröfur
Niðurstöður sýnatöku úr vatnsbóli við Hraunhrepp liggja fyrir, alls voru tekin þrjú sýni og standast þau öll gæðakröfur. Ekki er farið fram á að íbúar í Hraunhrepp sjóði neysluvatnið sitt áfram. Við þökkum sýndan skilning.
Tilnefningar til listamanneskju Borgarbyggðar 2025
Borgarbyggð óskar eftir tilnefningum frá almenningi til Listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2025. Byggðarráð mun fara yfir allar þær tillögur sem berast og verða niðurstöðurnar kynntar 17. júní nk. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 1. júní nk. og skal skila rafrænt á netfangið mannlif@borgarbyggd.is Reglur um tilnefningu á listamanni Borgarbyggðar er að finna Hér
Gleðilega páska
Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.
Vorverkin kalla í Borgarbyggð
Vorið er gengið í garð og með hækkandi sól fer landslagið að grænka og verkefnin að hrannast upp. Nú er tilvalinn tími til að huga að tiltekt, snyrtingu lóða og öðrum vorverkum. Við minnum íbúa á að á vef Borgarbyggðar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um umhverfis- og landbúnaðsmál, reglugerðir og þjónustu sveitarfélagsins. Þar má meðal annars finna upplýsingar …








