Borgarbyggð býður upp á fjölbreytta afþreyingu sem kjörið er að nýta sér yfir vetrarfríið og eiga góðar stundir saman. Einkunnir bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu, og göngustígar liggja um svæðið með gönguleiðum sem henta flestum. Innan fólkvangsins er Álatjörn, en umhverfi tjarnarinnar er fallegt og kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Sundlaugin í Borgarnesi er opin, og finna má opnunartíma hennar …
Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2025 og skal umsóknum skilað í gegnum „mínar síður“ á heimasíðu Borgarbyggðar eða …
Þemadagar Grunnskóla Borgarfjarðar
Þemadagar Grunnskóla Borgarfjarðar voru haldnir í janúar en áhersla var lögð á þá þætti sem verkefnið, Framtíðarfólk, byggir á, þ.e. heilbrigði bæði umhverfisins og okkar sem einstaklinga. Upp voru settar vinnustöðvar þar sem nemendur gátu valið að vinna með umhverfismál, lýðheilsu eða hópefli. Nemendur unnu svo í aldursblönduðum hópum að ýmsum verkefnum sem voru kynnt á opnu húsi í lok …
Rafmagnslaust verður á Mýrunum þann 18.2.2025 frá kl 11:00 til kl 16:00
Rafmagnslaust verður á Mýrunum þann 18.2.2025 frá kl 11:00 til kl 16:00 vegna fullnaðarviðgerða eftir bilanir 05.02.2025. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Til þeirra sem hafa óskað eftir að fasteignagjöld séu skuldfærð af kreditkortum
Vinsamlega athugið að því miður náðist ekki að taka janúar-gjalddaga fasteignagjalda af kreditkortum á réttum tíma. Þess vegna verða bæði gjalddagarnir í janúar og febrúar skuldfærðir á sama kortatímabili. Janúargjalddaginn er þegar kominn á kortið og febrúargjalddaginn verður færður 17. – 19. febrúar. Við biðjumst velvirðingar á að þetta skuli gerast og skiljum að þetta geti valdið óþægindum. Jafnframt þökkum við …
261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 261 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.
Endurbygging brúar yfir Ferjukotssíki
Í kjölfar mikilla vatnavaxta síðustu mánaða stórskemmdist brúin yfir Ferjukotssýki þann 15. janúar sl. Hvítárvallarvegur hefur gegnt lykilhlutverki í samgöngum í Borgarbyggð og var brúin yfir Ferjukotssíki mikilvæg samgöngutenging fyrir íbúa svæðisins. Því er brýnt að endurbygging brúarinnar hefjist tafarlaust til að koma samgöngum á svæðinu í lag og lágmarka óþægindi fyrir íbúa og daglega iðju þeirra. Byggðarráð Borgarbyggðar skoraði …
Landstólpinn 2025
Landstólpinn 2025 Landstólpinn samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðalun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar. Hér með er lýst …
Tilkynning um tímabundna lokun sundlaugarinnar í Borgarnesi, 11.febrúar á milli 08:00-12:00
Vegna viðgerðar Orkuveitunnar verður sundlaugin í Borgarnesi lokuð tímabundið á morgun, 11. febrúar, frá kl. 08:00 til 12:00. Önnur starfsemi í íþróttahúsinu verður óbreytt og stendur gestum til boða á venjubundnum tímum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.