Borgarbyggð leitar nú tilboða í verkfræðihönnun vegna viðbyggingar og breytinga á Leikskólanum Uglukletti Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í verkfræðihönnun vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar og breytinga á Leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi. Burðarvirki Jarðtækni Lagnakerfi Loftræsikerfi Rafkerfi Hljóðvist Lýsing Brunahönnun Auk verkfræðihönnunar skal einnig útbúa öll nauðsynleg útboðsgögn fyrir verkframkvæmdir, þar með talið verklýsingar og kostnaðaráætlanir fyrir hvern verkþátt, með það að markmiði að …
Hreinsunarátak í dreifbýli sumarið 2025
Hreinsunarátak í dreifbýli sumarið 2025 Gámar fyrir timbur verða aðgengilegir í sumar á eftirfarandi stöðum: 5.-11. júní. · Bæjarsveit. · Brautartunga. · Bjarnastaðir – á eyrinni. · Síðumúli. · Lundar. 13.-19. Júní. · Lyngbrekka. · Lindartunga. · Eyrin við Bjarnadalsá (Norðurárdalur). · Högnastaðir. Ef gámar eru að fyllast þá biðjum við ykkur vinsamlegast hafði samband við Gunnar hjá …
Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Kæru íbúar, Borgarbyggð óskar eftir tilnefningum til listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2025. Allir eru hvattir til að taka þátt.
Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …
Opinn fræðslufundur um skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu
Fimmtudaginn 15. maí kl. 20 standa Rotarý Borgarness og Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs fyrir opnum fræðslufundi um jarðskjálftavirkni í Ljósufjöllum og nágrenni. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur mun flytja fræðsluerindi og í framhaldinu svara spurningum gesta. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti og er opinn öllum. Rótarý Borgarnes, Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og Borgarbyggð hvetja alla þá sem áhuga hafa um að mæta, hlýða á fróðlegt erindi …
Gatnaframkvæmdir við gatnamót Borgarbrautar, Þorsteinsgötu og Böðvarsgötu
Vegna lagfæringa á fráveitukerfi og gangstéttum eru framkvæmdir í gangi við gatnamót Borgarbrautar og Böðvarsgötu/Þorsteinsgötu. Við biðjum vegfarendur velvirðingar á þeim óþægindi sem þetta kann að valda. Vinsamlegast sýnið aðgæslu á svæðinu á meðan framkvæmdum stendur.
Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …
Opinn dagur í Grunnskólanum í Borgarnesi, Miðvikudaginn 14. maí
Á Miðvikudaginn (14.maí) mun Grunnskólinn í Borgarnesi standa fyrir opnum degi frá kl.10:00 til 13:00. Öllum foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið í heimsókn til að skoða skólann og kynna sér starfið. 9. Bekkur verður svo með kaffihús þar sem kaupa má ljúffengar veitingar, en allur ágóði rennur í ferðasjóð þeirra. Allir velkomnir!
Nýir upplýsingaskjáir settir upp í Íþróttahúsinu í Borgarnesi
Síðastliðinn föstudag voru settir upp fjórir nýir upplýsingaskjáir í Íþróttahúsinu í Borgarnesi. Skjánirnir eru liður í því að bæta þjónustu við íbúa og gesti sem sækja íþróttahúsið, hvort sem er til íþróttaiðkunar eða annarrar þjónustu. Fyrirtækið Skjálausnir sáu um uppsetningu, en skjáirnir munu birta margvíslegar upplýsingar fyrir gesti hússins, svo sem tímatöflur, tilkynningar, viðburði og annað sem tengist starfseminni. Markmiðið …
Rafmagnslaust á Mýrunum þann 7.5.2025
Rafmagnslaust verður á Mýrunum þann 7.5.2025 frá kl 11:00 til kl 11:30 og aftur seinnipartinn frá kl 16:00 til kl 16:30 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof









