Komið gæti til rafmagnstruflana á Snæfellsnesi sem verður í eyjakeyrslu frá kl. 07:30 til 18:30 mánudeg til föstudags á tímabilinuna 27. ágúst til 12. september vegna vegna vinnu Landsnes á Vegamótalínu VE1. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Tilkynning frá Veitum
Kæru íbúar Upp hefur komið bilun í hreinsistöð fráveitu á Varmalandi. Vegna bilunarinnar er skólpvatn frá Varmalandi nú leitt framhjá hluta af hreinsibúnaðinum. Skólpvatnið fer nú einungis í gegnum setþró og þaðan út á yfirfall. Yfirfallið rennur í skurð samhliða veginum (sjá mynd). Þetta gerir það að verkum að yfirfallsvatnið er ekki hreinsað nánar eins og í ótrufluðum rekstri. Þetta …
Skólasetning grunnskóla í Borgarbyggð 2024
Nú fer haustið í hönd og skólasetning hjá grunnskólum Borgarbyggðar er handan við hornið. Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar verður fimmtudaginn 22. ágúst. Skólasetning Grunnskólans í Borgarnesi fer fram kl. 10:00 í íþróttahúsinu fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Skólabílar munu aka til og frá skólanum. Hjá Grunnskóla Borgarfjarðar verður skólasetningin kl. 9:30 á Hvanneyri, kl. 11:00 á Kleppjárnsreykjum, …
Snjómokstur í Borgarnesi 2024-2026
Snjómokstur í Borgarnesi 2024-2026 Óskað er eftir tilboði í almennan snjómokstur í Borgarnesi 2024 – 2026 Verkið felst m.a. í almennum snjómokstri í Borgarnesi með þar til gerðu moksturstæki, (með snjóskóflu og/eða snjóplóg/snjótönn). Almennur snjómokstur telst m.a. mokstur gatnakerfis innan þéttbýlismarka Borgarness, bílastæða og aðkomu að ýmsum stofnunum Borgarbyggðar. Einnig felst verkið í brottflutningi á snjó með flutningstæki innan þéttbýlismarka …
255. Fundur sveitastjórnar Borgarbyggðar
255. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, þann 15. ágúst nk., kl.16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 255 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér
Auglýst eftir áhugasömu fjarskiptafélagi vegna lagningar ljósleiðara á Bifröst
Borgarbyggð auglýsir eftir aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratenginu fyrir heimili og fyrirtæki á Bifröst á árunum 2024-2026 eða hafa áhuga á að tengja þau staðföng á Bifröst sem Fjarskiptasjóður metur styrkhæf skv. skilmálum sjóðsins frá 2. júlí 2024 gegn því að þiggja þann styrk sem Fjarskiptasjóður býður. Þau fjarskiptafyrirtæki sem hafa staðfest áform um slíkt eða áhuga …
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Borgarbyggð hefur ákveðið að taka þátt í því að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir, og mun það hefjast nú í haust. Nýtt fyrirkomulag er í vinnslu, og verður það kynnt foreldrum um leið og það er tilbúið.
Pappírslaus Borgarbyggð – reikningar
Borgarbyggð hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2025 verður eingöngu tekið við rafrænum reikningum. Einnig verður hætt að senda út reikninga til greiðenda á pappírsformi. Markmiðið með breytingunni er m.a. að auka skilvirkni í skráningu, greiðslu reikninga og lágmarka villur. Er þetta hluti af þeirri vegferð sveitarfélagsins að verða pappírslaust fyrir árið 2027. Borgarbyggð er með þessu að …
Sumarlokun Ráðhúss Borgarbyggðar 2024
Vegna sumarleyfa verður Ráðhús Borgarbyggðar lokað frá frá 22. júlí – 6. ágúst nk. Ef erindið getur ekki beðið má á þessum tíma senda tölvupóst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Einhver röskun getur orðið á útgáfu reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á þessum tíma þ.e. reikningar gætu borist aðeins seinna en vant er. Eindagi gjalda/reikninga mun samt sem áður alltaf vera …
Mikilvægur stuðningur við fjölskyldur í Borgarbyggð
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar leitar eftir fjölskyldum/einstaklingum til að sinna hlutverki stuðningsfjölskyldu. Hlutverk stuðningsfjölskyldu felst í því að taka á móti barni/börnum inn á heimilið í stuttan tíma, að jafnaði eina helgi í mánuði, með það að markmiði að styðja við foreldra og veita barninu/börnunum tilbreytingu og stuðning. Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur. Nánari upplýsingar veitir Elísabet Jónsdóttir í síma …