Íbúum í Borg­ar­nesi ráðlagt að sjóða drykkjar­vatn í varúð­ar­skyni

Verið er að kanna mögulega kólígerla í vatni frá Seleyri við Borgarfjörð. Borgarnes fær kalda vatnið frá þremur veitum og er Seleyrarveita ein af þeim. Vatnið frá Grábrók og Hafnarfjalli er gegnumlýst og ekkert sem bendir til gerlamengunar þaðan. Veitur ásamt heilbrigðiseftirliti Vesturlands eru að taka fleiri sýni úr neysluvatninu til að greina það nánar. Fyrstu niðurstöður ættu að liggja …

Fundur um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boðar til fundar um nýja skýrslu um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi.  Fundurinn fer fram á Teams mánudaginn 7. október og hefst hann kl. 09:00. Það þarf að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni, þau sem skrá sig fá sent fundaboð á Teams sunnudaginn 6. október. Á fundinum munu Sævar Kristinsson og Helena W. …

Borgarbyggð sendir út launaseðla í stafrænt pósthólf!

Frá næstu mánaðamótum 1. nóvember 2024 verða launaseðlar eingöngu aðgengilegir í stafrænu pósthólfi á www.island.is. Launaseðlar munu því ekki birtast lengur í heimabankanum. Starfsfólk er hvatt til að nýta sér stafrænar lausnir til að draga úr pappírsnotkun. Til að nálgast launaseðil skráir viðkomandi sig inn á „mínar síður“ á www.island.is með rafrænum skilríkum eða auðkennisappi. Hægt er að fá tilkynningu …

Sveitarstjórnarfundur unga fólksins

Fimmtudag 3. október fer fram Sveitarstjórnarfundur unga fólksins. Fundurinn er settur upp eins og sveitarstjórnarfundur með  fulltrúum ungmenna í Borgarbyggð og sveitarstjórnarfulltrúum. Á fundinum kynna ungmenni sín áherslumál og ræða við sveitarstjórnarfulltrúa. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti og hefst kl. 18.00 og verður honum streymt hér.  

Frumkvæðisathugun á barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar lokið

Niðurstaða frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar (GEV) á barnaverndarþjónusta Borgarbyggðar liggur nú fyrir. Athugunin hófst í mars 2023 og tók til tímabilsins frá janúar 2022 til apríl 2023. Tilefnið var fjöldi og alvarleiki erinda og kvartana sem GEV hafði borist. Niðurstaða GEV er að töluverður og alvarlegur misbrestur hafi orðið á vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar á tímabilinu. Fram kemur að …

Borgarbyggð mótar nýja þjónustustefnu

Árið 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði inn í sveitarstjórnalög nr. 138/2011. Um er að ræða 130. gr. a og er þar fjallað um skyldu til þess að móta heildarstefnu til eins ár og í næstu þrjú ár þar á eftir, um það hvaða þjónustustigi viðkomandi sveitarfélag hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins. Markmið lagabreytinganna …

Ætlar þú að senda umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða?

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er opin fyrir umsóknir til 15.október n.k. – sjá nánar á vef Ferðamálastofu Áhersla ráðherra í úthlutun fyrir framkvæmdaárið 2025 er: “ minna sótt svæði og lengingu ferðatímabils“ auk hefðbundinna áherslna sem tilgreindar eru í lögum um sjóðinn s.s. verndun náttúru, öryggi ferðafólks og uppbyggingu innviða  – en einnig er áhersla á það að viðkomandi verkefni sem sótt er um styrk fyrir sé tilgreint í áfangastaðaáætlun …

Nýsköpun í vestri: Frumkvöðladagur á Vesturlandi 2024

Markmið „Nýsköpunar í vestri“ er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu. Dagskráin er blanda af fræðslu, reynslusögum og tengslamyndun. Þátttakendur munu læra af reyndum frumkvöðlum og kynnast nýju fólki. Hluti af dagskránni er úthlutun atvinnu- og nýsköpunarstyrkja úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands og gefst þátttakendum tækifæri til að spjalla við …

Borgarbraut 63

Vakin er athygli á því að tvær sprengingar verða næstu daga við Borgarbraut 63, sú fyrri kl. 11:30 og sú seinni kl. 15:00. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Dagskrá Be Active í Borgarbyggð

Íþróttavika Evrópu er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum og Borgarbyggð tekur að sjálfsögðu fullan þátt í samstarfi við Ungmennasamband Borgarfjarðar. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Sjá dagskrá vikunnar hér