Borgarbyggð vinnur nú nýja þjónustustefnu, þar sem öll helstu verkefni sveitarfélaga eru til skoðunar og umræðu þ.e. lögskyld, lögheimil og valkvæð. Komin eru drög að stefnunni sem nálgast má hér og er óskað eftir samráði við íbúa varðandi útfærslu á einstaka þjónustuþáttum. Til að taka þátt : Mæta á samráðfundi eða fara yfir drög að þjónustustefnunni og koma með athugasemdir …
Sundlaugin lokuð
Athugið, sundlaugin í Borgarnesi verður lokuð frá kl. 12:00 til 14:00 í dag vegna framkvæmda. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum.
Ábending frá byggingarfulltrúa Borgarbyggðar varðandi Brunabótamat fasteigna
Við skoðun fasteigna í Borgarbyggð hefur komið í ljós að í sumum tilfellum er brunabótamat eigna lægra en eðlilegt má telja. Einnig fundust eignir sem vantaði brunabótamat. Við yfirferð og skoðun var notast við slembiúrtak á íbúðarhúsum, sumarhúsum, landbúnaðarbyggingum og iðnaðarhúsum. Brunabótamat tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem getur eyðilagst í eldi og miðast við endurbyggingarkostnað að teknu tilliti …
Borgarbyggð mótar nýja þjónustustefnu
Árið 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði inn í sveitarstjórnalög nr. 138/2011. Um er að ræða 130. gr. a og er þar fjallað um skildu til þess að móta heildarstefnu til eins ár og í næstu þrjú ár þar á eftir, um það hvaða þjónustustigi viðkomandi sveitarfélag hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins. Markmið lagabreytinganna …
Borgarbyggð mótar nýja þjónustustefnu
Árið 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði inn í sveitarstjórnalög nr. 138/2011. Um er að ræða 130. gr. a og er þar fjallað um skildu til þess að móta heildarstefnu til eins ár og í næstu þrjú ár þar á eftir, um það hvaða þjónustustigi viðkomandi sveitarfélag hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum innan sveitarfélagsins. Markmið lagabreytinganna …
Borgarbraut 63
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 63 verður innkeyrslan við heilsugæsluna og dvalarheimilið þrengd tímabundið. Umferð verður einnig opnuð frá Kveldúlfsgötu að vestanverðu á planið við heilsugæsluna. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Vegfarendur eru beðnir um að virða hámarkshraða og sýna aðgát.
Íbúum í Borgarnesi ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni
Verið er að kanna mögulega kólígerla í vatni frá Seleyri við Borgarfjörð. Borgarnes fær kalda vatnið frá þremur veitum og er Seleyrarveita ein af þeim. Vatnið frá Grábrók og Hafnarfjalli er gegnumlýst og ekkert sem bendir til gerlamengunar þaðan. Veitur ásamt heilbrigðiseftirliti Vesturlands eru að taka fleiri sýni úr neysluvatninu til að greina það nánar. Fyrstu niðurstöður ættu að liggja …
Fundur um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boðar til fundar um nýja skýrslu um sjálfbær atvinnusvæði á Vesturlandi. Fundurinn fer fram á Teams mánudaginn 7. október og hefst hann kl. 09:00. Það þarf að skrá sig á fundinn hér neðst á síðunni, þau sem skrá sig fá sent fundaboð á Teams sunnudaginn 6. október. Á fundinum munu Sævar Kristinsson og Helena W. …
Borgarbyggð sendir út launaseðla í stafrænt pósthólf!
Frá næstu mánaðamótum 1. nóvember 2024 verða launaseðlar eingöngu aðgengilegir í stafrænu pósthólfi á www.island.is. Launaseðlar munu því ekki birtast lengur í heimabankanum. Starfsfólk er hvatt til að nýta sér stafrænar lausnir til að draga úr pappírsnotkun. Til að nálgast launaseðil skráir viðkomandi sig inn á „mínar síður“ á www.island.is með rafrænum skilríkum eða auðkennisappi. Hægt er að fá tilkynningu …
Sveitarstjórnarfundur unga fólksins
Fimmtudag 3. október fer fram Sveitarstjórnarfundur unga fólksins. Fundurinn er settur upp eins og sveitarstjórnarfundur með fulltrúum ungmenna í Borgarbyggð og sveitarstjórnarfulltrúum. Á fundinum kynna ungmenni sín áherslumál og ræða við sveitarstjórnarfulltrúa. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti og hefst kl. 18.00 og verður honum streymt hér.