Pappírslaus Borgarbyggð reikningar

Borgarbyggð hefur ákveðið að frá og með 1. janúar 2025 verður eingöngu tekið við rafrænum reikningum. Einnig verður hætt að senda út reikninga til greiðenda á pappírsformi. Markmiðið með breytingunni er m.a. að auka skilvirkni í skráningu, greiðslu reikninga og lágmarka villur. Er þetta hluti af þeirri vegferð sveitarfélagsins að verða pappírslaust fyrir árið 2027. Borgarbyggð er með þessu að …

Alþingiskosningar 30. Nóvember 2024 – til upplýsinga

Boðað hefur verið til Alþingiskosninga laugardaginn 30. nóvember næstkomandi. Hér í Borgarbyggð verður kosið á fjórum stöðum, í Lindartungu, Hjálmakletti í Borgarnesi, Þinghamri á Varmalandi og í íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum. Er skipan í kjördeildir skv. C lið 47. gr. samþykkta um stjórn Borgarbyggðar nr. 1213/2022. Undirkjörstjórnir. Sveitarstjórn kýs fjórar undirkjörstjórnir, eina fyrir hverja kjördeild. Í hverja undirkjörstjórn skal kjósa þrjá …

Opin hús vegna endurskoðunar aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037

Í dag – 31. október kl. 17:00-18:30 í Ráðhúsi Borgarbyggðar, 3. hæð Í kvöld – 31. október kl. 20:00-21:30 í Þinghamri á Varmalandi Við hvetjum öll þau sem eiga land, lóð, skóg, frístundabyggð, virkjun, efnistökusvæði, verndarsvæði eða hvað sem þarf mögulega að skipuleggja, til að koma og kynna sér málið, fá svör við spurningum eða jafnvel leiðbeiningar varðandi sín mál. …

Stígalýsing Einkunnir 

Borgarbyggð auglýsir útboð vegna lýsingar á stíg við Einkunnir sem liggur rétt fyrir utan Borgarnes.   Lýsing á verkinu:  Lýsing á stíg sem er 3 km langur  Tenging strengs við spennistöð Rarik.  Uppgröftur á lagnaskurði, lagning á götustreng, jarðbindingu, fjölpípuröri fyrir ljósleiðara og háspennustrengur milli skápa og í spennistöð Rarik.  Niðursetning á ljósastaurum, uppsetning á tengiskápum og ljósalömpum.  Söndun undir og …

Framkvæmdir á Sæunnargötu

Kæru íbúar Framkvæmdum Borgarbyggðar og Veitna í Sæunnargötu miðar vel áfram og gert er ráð fyrir að þessum áfanga ljúki fyrir lok nóvember. Þriðja og síðasta áfanga hefur verið frestað til vors þar sem vetrarveður hefur neikvæð áhrif á endingartíma lagna í opnum skurði. Við munum láta vita áður en við hefjum vinnu að nýju í vor. Veitur og Borgarbyggð …

Þjónustukönnun Byggðastofnunar – lokadagur 5. nóvember

Kæri íbúi Hvaða þjónusta skiptir þig máli í þinni heimabyggð? Taktu þátt í Þjónustukönnun Byggðastofnunar, þín þátttaka er mikilvæg! Smelltu  hér til að taka þátt: www.maskina.is/byggdastofnun Sjá nánari upplýsingar um þjónustukönnun ———————————————————- Dear resident What services are important to you in your local community? Your participation in the Icelandic Regional Development Institute’s service survey is important! Open survey: www.maskina.is/byggdastofnun Further …

Gott að eldast í Borgarbyggð

Opið hús fyrir íbúa Borgarbyggðar verður haldið í hátíðarsal Brákarhlíðar þriðjudaginn 5. nóvember kl. 16:00. Dagskrá:  Sveitarstjóri býður fólk velkomið Gott að eldast og tengiráðgjöf – Líf Lárusdóttur verkefnastjóra SSV „Það er pláss fyrir alla“. Vitundarvakning Félags og vinnumarkaðsráðuneytisins um félagslega einangrun. Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur og Svavar Knútur söngvaskáld. Að fundi loknum verður samvera og kaffiveitingar. Öll velkomin!

Syndum – Landsátak í sundi 2024

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, í samstarfi við Sundsamband Íslands, kynnir landsátakið Syndum frá 1. til 30. nóvember 2024! Setning átaksins verður föstudaginn 1. nóvember í Ásvallalaug. Taktu þátt í landsátaki í sundi og hreyfðu þig fyrir heilsuna! Markmiðið með Syndum er að hvetja alla landsmenn til að bæta heilsu sína með reglulegri hreyfingu, sérstaklega með sundi. Á síðasta ári syntu …

Kynning á umhverfismatsskýrslu fyrir Holtavörðuheiðarlínu 1

Landsnet kynnir umhverfismatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar 220 kV raflínu frá Klafastaðum í Hvalfirði að Holtavörðuheiði. Formleg kynning stendur yfir frá 1. október til 29. nóvember 2024. Opið hús – Kynning á umhverfismatsskýrslunni: Hótel Laxárbakka, Hvalfjarðarsveit – 23. október, 19:30-21:30 Hótel Hamri, Borgarbyggð – 24. október, 19:30-21:30 Nauthóli, Reykjavík – 29. október, 19:30-21:30 Við hvetjum alla til að mæta og ræða við …

Bjartur lífsstíll – Söfnun upplýsinga um hreyfiúrræði fyrir 60+ í Borgarbyggð

Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni ÍSÍ og LEB, styrkt af Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að birta hreyfiúrræði fyrir fólk 60 ára og eldra á einum stað á vefsíðunni www.island.is, sem er ein helsta upplýsingaveita opinberra aðila á Íslandi. Sveitarfélög bera ábyrgð á að tryggja að upplýsingar um hreyfiúrræði fyrir eldri borgara séu uppfærðar í samvinnu …