Kæru íbúar, Við viljum þakka ykkur öllum hjartanlega fyrir að fagna með okkur fyrsta degi í aðventu í Skallagrímsgarði. Dagurinn heppnaðist mjög vel og ljúfur jólaandinn ásamt dásamlegu veðri gerði þetta að einstakri upplifun. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum og gerðu daginn eftirminnilegan. Við vorum svo heppin að Stefan Ryszard Wiktorowski var á svæðinu …
Ístak átti lægsta tilboðið í alútboði fyrir fjölnota íþróttahús
Ístak hf. átti lægsta tilboðið í alútboði fyrir fjölnota íþróttahús, knatthús í Borgarnesi og hljóðaði tilboðið upp á 1.754 m.kr.. Tilboðið er 95% af kostnaðaráætlun verksins en hún hljóðaði upp á 1.840 m.kr. Tilboð voru opnuð laust fyrir hádegi í dag, fimmtudaginn 28. nóvember. Í verkið buðu ásamt Ístaki, Sjammi ehf. og E. Sigurðsson ehf. Áður hafði farið fram forval …
Sundlaugin í Borgarnesi
Kæru íbúar, Föstudaginn 29. nóvember lokar sundlaugin kl. 18:00 vegna jólahlaðborðs starfsfólks.
Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
Borgarbyggð boðar til íbúafundar þriðjudaginn 3. desember kl. 20:00 þar sem kynnt verður fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025 og framkvæmdaáætlun næstu fjögurra ára. Farið verður verður yfir rekstur yfirstandandi árs, stöðu framkvæmda og kynntar áherslur næsta árs. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti en jafnframt verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi.
Opið hús á Hraunborg að Varmalandi.
Leikskólinn Hraunborg er fluttur í nýtt uppgert húsnæði í Varmalandsskóla sem við erum virkilega stolt af. Af því tilefni ætlum við að hafa opið hús miðvikudaginn 27. nóvember á milli kl:14:00-17:00. Öllum er hjartanlega velkomið að koma og gaman væri ef gamlir nemendur og starfsmenn bæði grunnskólans og leikskólans sæju sér fært að kíkja við og sjá breytingarnar. Kveðja …
UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ
Við alþingiskosningar laugardaginn 30. nóvember 2024 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, á Hvanneyri og í Andakíl. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og …
Borgarbyggð í sjötta sæti á lista yfir „Sveitarfélag ársins“
Þetta er þriðja árið í röð sem veitt er viðurkenning fyrir „Sveitarfélag ársins“ á grundvelli viðamikillar könnunar á vegum Gallup. Svarendum hefur fjölgað ár frá ári og hafa þeir aldrei verið fleiri en að þessu sinni. Svarendur eru starfsmenn sveitarfélaga og félagsmenn í tíu stéttarfélögum á vegum BSRB. Félögin starfa um allt land, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Könnunin veitir …
Aðventuhátíð Borgarbyggðar
Jólaljósin verða tendruð í Skallagrímsgarði sunnudaginn 1. desember kl. 16:00 við hátíðlega athöfn. Lifandi tónlist mun hljóma, aðventumarkaðurinn verður opinn, og jólasveinar mæta í garðinn til að tendra jólatréð. Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri flytur jólahugvekju Börn úr forskóladeild og hljóðfæraforskóla Tónlistarskólans flytja jólalög Hanna Ágústa Olgeirsdóttir listamanneskja Borgarbyggðar 2024 Anna Vasylchenko syngur jólalög á Úkraínsku Stórsöngkonan Stefanía Svavarsdóttir mætir á …
Leikskólinn Hraunborg Varmalandi
Miðvikudaginn 6. nóvember opnaði leikskólinn Hraunborg í nýuppgerðu húsnæði í Varmalandi. Leikskólinn sem áður var á Bifröst er nú staðsettur innan veggja Grunnskóla Borgarfjarðar- Varmalandsdeild. Húsnæði leikskólans er þar sem áður voru kennslustofur og hafa miklar breytingar og endurbætur átt sér stað undanfarin misseri, bæði inni sem úti. Leikskólinn er rekinn af Hjallastefnunni og eru bæði leikskóla og grunnskóla starfsmenn …
258. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
258. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 14. nóvember og hefst klukkan 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 258 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.