Góðan daginn, Vegna vinnu við borun og sprengingar við Sóleyjarkletti er reiknað með að sprengt verði tvisvar á dag um kl. 12.00 og 16.00. Vinna hefst á næstu dögum. Settir verða mælar á nærliggjandi hús auk þess sem rætt hefur verið við fólk í fyrirtækjum næst vinnusvæðinu.
Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!
Breyting á gjaldskrá í Íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar
Þann 1. janúar 2025 tók ný gjaldskrá gildi fyrir íþróttamannvirki í Borgarbyggð. Breytingar frá fyrri gjaldskrá eru þær að: Verð á stökum miða er nú 1290 kr. og hækkar um 3,9% 25% afsláttur er veittur af kaupum á 10 miða kortum Börn 13-18 ára, eldri borgarar og öryrkjar fá 70% afslátt við kaup á árskorti Framhaldsskólanemar fá 50% afslátt við …
Þrettándagleði í Borgarnesi
Við kveðjum jólin með glæsilegri flugeldasýningu í Englendingarvík í Borgarnesi á Þrettándandum, mánudaginn 6. janúar kl 18:00. Kvöldið hefst á hátíðlegum nótum með söng og gleði frá Kirkjukór Borgarneskirkju – sannkölluð hátíðarstemning, smákökur og kakó verða í boði veitingarstaðarins Englendingarvík og Geirabakarí❤️ Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Brákar hefst svo kl 18:30. Við hvetjum gesti til að geyma bílinn heima og …
Frá sveitarstjóra: Sjónarmið í orkumálum
Aukin framleiðsla á endurnýtanlegri orku og tryggur flutningur orku um land allt er hagsmunamál þjóðarinnar, ein forsenda verðmætasköpunar og aukinna útflutningstekna. Leggja verður ríka áherslu að tryggt sé að nærsamfélög njóti eðlilegs ávinnnings af þeim orkumannvirkjum sem reist eru í viðkomandi samfélagi. Það er hagsmunamál allra landsmanna enda ein forsenda þess að haldið verði áfram að rjúfa kyrrstöðu í málaflokknum. …
Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2024
Jólahús Borgarbyggðar 2024 er Smiðjuholt í Reykholti. Það er niðurstaða jólaleiks sem staðið hefur yfir á heimasíðu Borgarbyggðar síðustu daga. Húsráðandi í Smiðjuholti er Tryggvi Konráðsson en húsið og garðurinn er fagurlega skreytt af miklum metnaði. Þar má finna ljósum prýddan jólasveinasleða, jólajeppa, jólatraktor, rómantískt jólahjarta og jólabarn í jötu og auðvitað jólasveina af ýmsum stærðum og gerðum. Sjón er …
Er jólahús Borgarbyggðar í götunni þinni?
Hver á jólalegasta húsið eða götuna í Borgarbyggð? Nú er tími til að láta jólaskreytingarnar skína! ✨ Sendu okkur þína tilnefningu fyrir jólalegasta húsið og jólalegustu götuna fyrir 27. desember. 🎅 Sigurvegararnir verða kynntir milli jóla og nýjárs. 🎉 Hvetjum alla til að taka þátt og gera Borgarbyggð enn jólalegri! ❤️🎄 👉 Smelltu hér til að senda inn tilnefningu!
Opnunartími Íþróttamannvirkja Borgarbyggðar yfir hátíðarnar
Borgarnes 23. des. Þorláksmessa opið 06:00-18:00 24. des. Aðfangadagur jóla opið 06:00-12:00 25.des. Jóladagur LOKAÐ 26. des. Annar í jólum LOKAÐ 31. des. Gamlársdagur opið 6:00-12:00 1. Janúar 2025 LOKAÐ Kleppjárnsreykir LOKAÐ Varmaland LOKAÐ
Áhersla á uppbyggingu í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2025 var afgreidd eftir seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær. Áætlun gerir ráð fyrir 152 m.kr. afgangi af rekstri A-hluta samanborið við útkomuspá upp á 301 m.kr. afgang á yfirstandandi ári. Áætlun um minni hagnað milli ára skýrist að mestu á varfærnum væntingum um þróun tekna. Áætlunin felur í sér að tekjur sveitarfélagsins aukist 3,8% …
259. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar
259. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 12. desember 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borarbyggðar – 259 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.