AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ

Við forsetakosningar laugardaginn 1. júní 2024 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Opnað hefur verið fyrir uppflettingar í kjörskrá sjá hér  Borgarneskjördeild í Hjálmakletti í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Gljúfurár, á Hvanneyri, Bæjarsveit og í Andakíl Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00 Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á …

Sæunn­ar­gata, Borg­ar­byggð

Kæru íbúar Vikuna 21.-24. maí hefjast framkvæmdir í Sæunnargötu. Veitur í samstarfi við Borgarbyggð og Rarik munu á framkvæmdatímanum endurnýja allar lagnir í götunni, skipta um yfirborð götu og malbika hana. Heimlagnir að einstaka húsum verða endurnýjaðar og fá íbúar þeirra húsa upplýsingar um það sérstaklega. Framkvæmdir munu standa fram á haust í áföngum og götunni lokað þar sem unnið …

Farsældardagur á Vesturlandi

Þann 16. maí sl. var haldinn Farsældardagur á Vesturlandi þar sem lykilaðilar frá öllum helstu þjónustustofnunum á Vesturlandi er koma að samþættri þjónustu í þágu farsældar barna hittust. Alls mættu um 120 einstaklingar og fór viðburðurinn fram í Hjálmakletti. Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra mætti og flutti ávarp til hópsins og hvatti fólk til dáða. Á farsældardeginum var mikil …

Vesturland fyrsti landshlutinn til að sameinast um svæðisbundið farsældarráð

Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrita samning um svæðisbundið farsældarráð á Farsældardeginum á Vesturlandi í gær Vesturland er fyrsti landshlutinn til að sameinast um svæðisbundið farsældarráð. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði samning þess efnis við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í gær. Með samningnum skuldbinda Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi …

Sæunn­ar­gata framkvæmdir

Borgarbyggð ásamt Veitum og Rarik munu endurnýja götur, gangstéttir og lagnir í Sæunnargötu. Lagt verður tvöfalt kerfi hitaveitu og fráveitu í götuna ásamt kaldavatnslögnum. Heimlagnir verða skoðaðar og endurnýjaðar þar sem þess þarf. Unnið verður í áföngum, fyrsti áfangi er frá Borgarbraut að Berugötu og verður Berugötu haldið opinni eins lengi og mögulegt er. Áætlaður framkvæmdatími: Maí til september 2024. …

Jarð­hita­leit við Borg­arnes

Veitur hófu jarðhitaleit við Borgarnes fyrr á þessu ári en þá voru boraðar rannsóknarholur rétt fyrir utan Borgarnes. Til að fá skýrari mynd af jarðhita á svæðinu er fyrirhugað að bora á 11 stöðum  til viðbótar. Borað verður bæði í Borgarnesi og rétt fyrir utan bæinn í landi sveitarfélagsins og við Borg á Mýrum. Veitur reka hitaveitu sem þjónar Borgarbyggð …

Fagaðili í barnaverndarþjónustu

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan fagaðila í barnavernd. Um er að ræða 100% tímabundna stöðu til eins árs, með möguleika á framlengingu. Leitað er eftir fagaðila með menntun sem nýtist í starfi á borð við félagsráðgjafa, sálfræðinga eða þroskaþjálfa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgð Ábyrgð á allri almennri vinnslu barnaverndarmála, …

LÍF OG FJÖR Í SAFNAHÚSINU!

Nóg er um að vera hjá okkur þessa dagana í Safnahúsi Borgarfjarðar. Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla meðbyr sem við finnum fyrir með starf okkar. Maí er bara rétt að byrja og nóg af að taka og hafa á fyrstu 10 dögunum ríflega 450 mans sótt okkur heim á fjölbreyttum viðburðum. Hæst ber OK- litla barnamenningarhátíðin þar sem við vorum …

Kjörskrá Borgarbyggðar fyrir forsetakosningar þann. 1. júní 2024

Kjörskrá skal liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofum sveitarfélaga eða öðrum hentugum stað  eigi  síður  en  21 degi fyrir kjördag  eða fyrir  laugardaginn  11. maí  2024, sbr. 2. mgr. 30. gr. kosningalaga.V. Í samræmi við ofanritað verður kjörskrá Borgarbyggðar fyrir forsetakosningarnar þann 1. júní almenningi til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Digranesgötu 2 í Borgarnesi frá og með 10. maí …