Jólin kvödd með þrettándagleði og flugeldasýningu

Ljósm: Gunnhildur Lind photography   Jól­in voru kvödd á þrett­ándagleði í Borgarnesi þann 6. janúar. Fyrr um daginn fór fram kjör á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2023 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti.  Bjarki Pétursson hlaut nafnbótina Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2023. Er þetta í sjöunda sinn sem Bjarki hreppir titilinn en hann var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar í fyrsta sinn árið 2008. Hlaut Bjarki 9,6 …

Sýningaropnun í Safnahúsi Borgarfjarðar 11. janúar nk.

Í Safnahúsi Borgarfjarðar næstkomandi fimmtudag verður sýningaropnun kl. 16:00 – 18:00 á leikfangasafni Guðmundar Stefáns Guðmundssonar. Guðmundur er fæddur 14. júlí 1957 í Borgarnesi, en uppalinn á bænum Hvammi í Norðurárdal.  Hann hefur alla tíð verið áhugamaður um vinnuvélar, sem og tækjum tengdum þeim, en hefur einnig safnað leikfanga vinnuvélum og bílum frá barnsaldri auk þess að smíða sjálfur tæki, …

Upplýsingafulltrúi – laust starf

Borgarbyggð óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa í 100% starf. Leitað er eftir einstaklingi til að leiða spennandi áherslubreytingar sem snúa að þróun rafrænnar stjórnsýslu og upplýsingamiðlunar í því skyni að straumlínulaga vinnubrögð og efla þjónustu. Framundan eru mörg áhugaverð og metnaðarfull verkefni og þarf viðkomandi að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Upplýsingafulltrúi hefur umsjón með …

Jólakveðja frá Borgarbyggð

  Sendum íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar

Opnunartími Íþróttamannvirkja jól og áramót 2023

Jól og áramót 2023 í sundlaugum Borgarbyggðar Sundlaugin í Borgarnesi Þorláksmessa 23. des opið frá kl 09:00-18:00 Aðfangadagur 24. des opið frá 09:00-12:00 Jóladagur 25. des lokað Annar í jólum 26.des lokað Gamlársdag 31. des opið 09:00-12:00 Nýársdag 1. janúar 2023 lokað   Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum Lokuð yfir veturinn   Sundlaugin á Varmalandi Lokuð yfir veturinn

Borgarbraut – tilkynningu um opnun

Ákveðið hefur verið að hleypa umferð á Borgarbrautina. Miklar breytingar á framkvæmdinni hafa valdið töfum og því miður náðist ekki að malbika síðasta hluta götunnar fyrir veturinn. Þar af leiðandi var ákveðið að hleypa umferð á götuna nú þegar með malaryfirborði og mun gatan þannig verða opin allri akandi umferð næsta misserið. Framkvæmdin við Borgarbraut er mikilvæg innviðafjárfesting þar sem …

Skautasvell í Skallagrímsgarði

Síðustu daga hefur verið unnið að því að útbúa skautasvell í Skallagrímsgarði. Veður er hagstætt fyrir slík áform en spáð er miklu frosti næstu daga. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem er liður í því að auka nýtingu á Skallagrímsgarði allt árið. Fyrirhugað er á nýju ári að gera endurbætur á sviðinu í garðinum, bæta lýsingu og áform eru …

247. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

Boðað er til aukafundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar og er hann nr. 247. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 21. desember nk. í ráðhúsi Borgarbyggðar (3.hæð) og hefst kl. 11. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 247  

Þorláksmessa í Safnahúsi Borgarfjarðar

Verið velkomin í rólega stemmningu til okkar í Safnahúsið á Þorláksmessu. Boðið verður upp á aðstoð við að pakka inn jólagjöfum og notalega samveru. Klukkan 13.00 koma þau Eva Símonar og Þórarinn Torfi og leika fyrir okkur ljúfa jólatóna á samt ungu og upprennandi tónlistarfólki úr héraði meðan við klárum að pakka inn síðustu gjöfunum fyrir jól. Opið er frá …