Síðustu daga hefur verið unnið að því að útbúa skautasvell í Skallagrímsgarði. Veður er hagstætt fyrir slík áform en spáð er miklu frosti næstu daga. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem er liður í því að auka nýtingu á Skallagrímsgarði allt árið. Fyrirhugað er á nýju ári að gera endurbætur á sviðinu í garðinum, bæta lýsingu og áform eru …
247. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
Boðað er til aukafundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar og er hann nr. 247. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 21. desember nk. í ráðhúsi Borgarbyggðar (3.hæð) og hefst kl. 11. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 247
Þorláksmessa í Safnahúsi Borgarfjarðar
Verið velkomin í rólega stemmningu til okkar í Safnahúsið á Þorláksmessu. Boðið verður upp á aðstoð við að pakka inn jólagjöfum og notalega samveru. Klukkan 13.00 koma þau Eva Símonar og Þórarinn Torfi og leika fyrir okkur ljúfa jólatóna á samt ungu og upprennandi tónlistarfólki úr héraði meðan við klárum að pakka inn síðustu gjöfunum fyrir jól. Opið er frá …
246. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
246. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 14. desember 2023 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 246 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.