254. Fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

254. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, þann 13. júní nk., kl.16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 254 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér

Spennandi sumarnámskeið fyrir börn í 4. – 7. bekk

Spennandi sumarnámskeið fyrir börn fædd 2011 – 2014.  Dansnámskeið  Tveggja vikna námskeið í Borgarnesi frá 24. Júní – 5 júlí 2024 Tími: Kl 13:00 – 14:00 Staðsetning: Íþróttahúsið í Borgarnesi. Verð: 5.300 kr. Viku námskeið á Kleppjárnsreykjum 08. – 12. júlí 2024 Tími: Kl 14:00 – 15:00 Staðsetning: Íþróttahúsið á Kleppjárnsreykjum Verð: 2.650 kr. Markmið námskeiðsins er að hafa gaman, …

Samstarf Öldunnar við félagsstarf aldraðra

Hér í Borgarbyggð hefur verið unnið að því að auka við félagsstarf aldraðra. Á fundi með formönnum félaga eldri borgara og Öldungarráði síðastliðið haust var meðal annars rætt hvað mætti bæta þegar kemur að félagsstarfinu. Margar góðar hugmyndir komu fram, m.a. hvort hægt væri að koma á smíðaaðstöðu. Gaman er að segja frá því að sú hugmynd hefur nú orðið …

Vilborg Davíðsdóttir – bókaspjall í Safnahúsinu þriðjudaginn 19. mars n.k.

Í Safnahúsi Borgarfjarðar, n.k. þriðjudag 19. mars. kl. 20:00, verður Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, með erindi þar sem hún mun segja frá nýjustu bók sinni „Land næturinnar“, frá sögusviði bókarinnar og rannsóknum í kringum skrifin á bókinni, en einnig hvernig þessi bók tengist fyrri bókum höfundar.   Allir velkomnir og heitt á könnunni.   Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

Myndamorgunn á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar

Föstudaginn 15. mars 2024, milli kl. 10.00-12.00 verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið velkomin!   Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

250. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

250. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 14. mars 2024 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 250 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.

Húsvörður – laust starf

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf húsvarðar á skipulags- og umhverfissviði. Um er að ræða 100% starf frá 1. maí 2024. Leitað er eftir jákvæðum og drífandi einstaklingi í fjölbreytt og skemmtilegt starf við umsjón og viðhald fasteigna sveitarfélagsins. Húsvörður hefur yfirsýn yfir fasteignir í eigu sveitarfélagsins og fylgist með ástandi þeirra. Sér um almenna húsvörslu, daglegt viðhald og umsjón.Í …

Umræðufundur vegna kröfulýsingar ríkisins í eyjar og sker kl. 16 í dag

Umræðufundur eigenda sjávarjarða verður haldinn í dag miðvikudaginn 6. mars klukkan 16:00 í Lyngbrekku. Tilefnið er kröfugerð ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 sem nær til eyja og skerja. Borgarbyggð fellur innan G-hluta kröfulýsingarinnar sem nær til Vesturlands utan Breiðafjarðar. Fundurinn, sem haldinn er í samstarfi við Borgarbyggð, er öllum opinn en gestur fundarins er Ólafur Björnsson lögfræðingur. Bréf Óbyggðanefndar …

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum.  Umsóknarfrestur er til og með 5. apríl 2024. Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðum kostnaðaráætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð.  Styrkþegar frá fyrri úthlutun eru minntir á að skila …