Fundarboð
Mótum framtíðina saman
Opinn samráðsfundur með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um sjálfbæra þróun á Íslandi verður haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi mánudaginn 24. apríl kl. 16:00.
Sterk fjárhagsstaða og afkoma batnar milli ára
Drög að ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2022 sýna mun betri afkomu heldur en áætlun hafði gert ráð fyrir og talsverðan afkomubata milli ára.
Hreinsunarátak í þéttbýli
Hreinsunarátak er nú hafið í og við þéttbýliskjarna í Borgarbyggð. Gámar fyrir gróðurúrgang, sorp og timbur verða aðgengilegir
vikuna 18. – 24. apríl nk. á eftirfarandi stöðum:
• Bifröst
• Varmaland
• Hvanneyri – BÚT-hús.
• Kleppjárnsreykir – gryfjan við Reykdælaveg við Litla-Berg.
Fyrirlestur um einhverfu 26. apríl n.k. – Þegar barn vex úr grasi og verður unglingur
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir frá Einhverfusamtökunum verður með fyrirlestur í Hjálmakletti fyrir foreldra um einhverfu með áherslu á tímabilið þegar barn færist nær því að verða unglingur.
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður lokuð föstudaginn 21. apríl
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður lokuð föstudaginn 21. apríl 2023 vegna sundprófa starfsmanna.
Götusópun
Vakin er athygli á að götusópun er hafin þetta árið og verða götur í Borgarnesi sópaðar 17. og 18. apríl og í framhaldinu verða götur á Hvanneyri sópaðar.
Íbúar eru beðnir að leggja bílum sínum í innkeyrslum til að flýta fyrir og auka gæði sópunar.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Staðan á framkvæmdum við Borgarbraut
Aðeins til að skýra stöðuna á framkvæmdum við Borgarbrautina og breytingar á þeirri verkáætlum sem upphaflega var lagt upp með. Staðan er gróflega sú núna að þó að ekki hafi tekist að ljúka öllum yfirborðsfrágangi við verkáfanga 1 um áramót, þá náðist að vinna helming af verkáfanga 2 og er verkið því í raun komið lengra en gert var ráð …
Byggjum brýr – brúarráðstefna Vegagerðarinnar
Vegagerðin stendur fyrir brúarráðstefnunni Byggjum brýr 26. apríl 2023 í Háteigi á Hótel Reykjavík Grand frá klukkan 9:00 til 16:30. Fjallað verður um brýr í víðu samhengi og litið til fortíðar, nútíðar og framtíðar. Saga brúa á Íslandi og framtíðaráskoranir verða til umfjöllunar, farið verður yfir stöðuna á einbreiðum brúm, sagt frá nýrri brú yfir Þorskafjörð og fyrirhuguðum brúm …