Gönguklúbburinn á fjöllum

Gönguklúbburinn í Borgarnesi lagði á dögunum upp í göngu á hálendið og var ferðinni heitið á Fimmvörðuháls og yfir í Húsadal í Þórsmörk samtals um 29 km leið. Gengið var í nokkrum sudda upp með Skógá meðfram þeim 23 glæsilegu fossum sem áin sú skartar. Gist var í fjallaskálanum á Fimmvörðuhálsi og daginn eftir gengið sem leið lá niður Heljarkamb …

Vinnuskólinn að enda

Nú er komið að því að unglingarnir í vinnuskólanum fari í langþráð sumarfrí eða þar til skóli hefst um 20 ágúst n.k. Í dag kom Jafningafræðslan í heimsókn og var með frábæra dagskrá þar sem sérstaklega var komið inn á að efla sjálfsmynd unglinga og vitundarvakning gagnvart fordómum, einelti og vímuefnum. Síðasta föstudag var svo árlegt ferðalag vinnuskólans þar sem …

„Bæjarstjórinn kominn til starfa „

Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar og Páll S. Brynjarsson undirrita ráðningasamning bæjarstjóra. Fyrsta daginn notaði nýráðinn bæjarstjóri til að heimsækja stofnanir Borgarbyggðar í fylgd forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs.

Skógasýning í nýjum sal Safnahússins

Þann 14. júní síðastliðinn var tekinn í notkun nýr salur í Safnahúsi Borgarfjarðar með opnun skógasýningarinnar „Milli fjalls og fjöru“. Á sýningunni er varpað fram kenningum um orsakir skógeyðingar á Íslandi sett hefur verið upp hlóðaeldhús, eldsmiðja, rauðablástursofn og kolagröf auk ýmissa trjátegunda og lesmáls af ýmsum toga. Sýningin var opnuð í tengslum við Borgfirðingahátíð sem fram fór dagana 14. …

Íbúatala tvöfaldast í Borgarnesi

Búnaðarbankamót í fótbolta fer fram í Borgarnesi helgina 28.-30. júní næstkomandi. Knattspyrnudeild Umf.Skallagríms hefur veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd mótsins og er þetta í áttunda sinn sem mótið er haldið. Þátttökurétt á mótinu hafa íþróttafélög sveitarfélaga með færri en 2.000 íbúa. Í ár eru yfir 800 þátttakendur á aldrinum 5 til 14 ára skráðir til leiks en keppt …

Páll S. Brynjarsson ráðinn bæjarstjóri

Bæjarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 20. júní 2002 að ráða Pál S. Brynjarsson sem bæjarstjóra Borgarbyggðar kjörtímabilið 2002 – 2006. Páll er að ljúka tveggja ára framhaldsnámi í stefnumótun og stjórnsýslu frá háskólanum í Volda í Noregi. Árin 1991 – 1995 stundaði hann nám í stjórnmálafræði við Árhúsaháskóla í Danmörku og lauk því námi með meistaragráðu. 1991 útskrifaðist Páll …

Berum höfuð hátt

Beint í kjölfar Borgfirðingahátíð kemur þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga sem að þessu sinni ber upp á 17. júní. Að venju verður dagurinn haldinn hátíðlegur í Borgarnesi. Dagskrána er að finna hér. Aðstandendur hátíðarinnar leggja sérstaka áherslu á að fólk beri einhverskonar höfuðfat. Það setur skemmtilegan svip á hátíðarhöldin og er afar vel viðeigandi á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Leikskólabörn hafa tekið þessari áskorun …

Milli fjalls og fjöru

Föstudaginn 14. júní, kl. 16, verður opnuð sýningin “Milli fjalls og fjöru“ í Safnahúsi Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi. Þar er fjallað um skóga á Íslandi að fornu og nýju bæði frá sjónarmiði náttúrufars og menningarsögu og reynt að varpa ljósi á mikilvægi skógarins í sögu lands og þjóðar. Það eru Byggðasafn Borgfirðinga og Náttúrugripasafn Borgarfjarðar sem standa að sýningunni en …

Forleikur að Borgfirðingahátíð

Nú styttist heldur betur í Borgfirðingahátíðina. Systrakvartettinn úr Borgarnesi tók forskot á sæluna með tónleikum í Borgarneskirkju laugardaginn 8. júní. Var þar um að ræða nokkurskonar “forleik að Borgfirðingahátíð”. Kvartettinn skipa tvö systrapör úr Borgarnesi, þær Jónína Erna og Unnur Arnardætur og Theódóra og Birna Þorsteinsdætur. Á tónleikunum spilaði dóttir Birnu, Anna Sigríður Þorvaldsdóttir, á selló með þeim í nokkrum …

Lokaball í Óðali

Félagsmiðstöðin Óðal og Nemendafélag Grunnskóla Borgarness stóðu fyrir árlegum dansleik í Óðali sem jafnframt eru lokin á vel heppnuðu félagslífi vetrarins. Ein vinsælasta hljómsveit landsins kom í heimsókn og er óhætt að segja að þarna hafi farið fram einn fjörugasti dansleikur ársins í Borgarnesi.Myndin sýnir Land og syni ásamt Gógópíum.