Bæjarmálin í beinni útsendingu Fm. Óðals

Í dag kl. 13.oo verða fulltrúar stjórnmálaflokkanna í Borgarbyggð gestir Eddu Bergsveinsdóttur fréttastjóra Fm. Óðals og verða bæjarmálin rædd í bak og fyrir í fréttastofu. Spurt verður um nýafstaðnar kosningar, atvinnuhorfur og hvaða áherslur verða í stjórnun bæjarfélagins á næstu árum. Eddu til halds og trausts verður fréttamaðurinn geðþekki Gísli Einarsson.  

Jólaútvarpið Fm. Óðal 101,3

  Þá er farið í loftið árlegt jólaútvarp unglingana í Óðali. Hér hægt að sjá dagskrána sem hefst kl. 10.oo og stendur til kl. 23.oo á kvöldin.   Allir geta náð útvarpinu á heimasíðu Óðals www.borgarbyggd.is/odal enda leynast gamlir Óðalsútvarpsmenn víða um lönd og strönd.       Fyrri hluta dags eru bekkjatengdir þættir frá yngri bekkjum Grunnskólans í Borgarnesi …

Úrslit sveitarstjórnarkosninga.

Úrslit sveitarstjórnarkosninga sem fram fóru í Borgarbyggð laugardaginn 7. desember voru þessi:   Á kjörskrá voru 1.793 og neyttu 1.400 kjósendur atkvæðisréttar sem er 78%.   Auðir seðlar og ógildir voru 26.   Atkvæði féllu þannig:   B-listi Framsóknarflokks 562 atkvæði og4 menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokks 518 atkvæði og3 menn kjörna. L-listi Borgarbyggðarlista 294 atkvæði og2 menn kjörna.   Samkvæmt …

Staðardagskrá 21

Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma á Staðardagskrá 21 fyrir Borgarbyggð og hefur stór hópur íbúanna komið að þeirri vinnu. Staðardagskrá 21 er heildaráætlun um þróun hvers samfélags, þar sem koma á fram hvernig sveitarfélagið, fyrirtæki og íbúarnir geta stuðlað að því að komandi kynslóðum verði tryggð viðunandi lífskilyrði í framtíðinni Stýrihópur ásamt verkefnisstjóra skilaði nú í …

Frábær forvarnarfræðsla fyrir unglinga og foreldra þeirra í Óðali !

Þriðjudaginn 4. des s.l. fóru nemendur á unglingastigi grunnskólanna í Borgarbyggð í gegn um fræðslu á vegum Lögreglunnar í Borgarbyggð, Félagsþjónustunnar í Borgarbyggð, grunnskólanna í Borgarbyggð, Vímuvarnarnefndar Borgarbyggðar og Marita á Íslandi.Þema fræðslunnar var: „Hjálpaðu barninu þínu að hætta áður en það byrjar“. Fundur um kvöldið fyrir foreldra og kennara barna í 8. – 10. bekkja grunnskólanna í Borgarbyggð í …

Hjálpaðu barninu þínu að hætta áður en það byrjar!

  Fræðsla á vegum lögreglunnar, félagsþjónustunnar, grunnskólanna og Vímuvarnarnefndar í Borgarbyggð og Marita á Íslandi.   Fundur fyrir foreldra og kennara barna í 8.- 10. bekkjum grunnskólanna í Borgarbyggð í félagsmiðstöðinni Óðali, þriðjudaginn 3. desember klukkan 20:00, í kjölfar sýningar íslensku myndarinnar „Hættu áður en þú byrjar“.   Á fundinn koma Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi sem jafnframt er fyrrverandi fíkniefnaneytandi, Hjördís …

Samstarf nemendafélaga

Fundur var haldin að Varmalandi þar sem stjórnir nemendafélaga Grunnskólans í Borgarnesi og Grunnskólans á Varmalandi funduðu um málefni nemendafélaganna og kynntu starf hvers annars. Var ákveðið að vinna enn frekar saman að eflingu félagsstarfsemi í gegn um starfsemi Óðals. Nemendur á unglingastiginu á Varmalandi hafa aukið félagsstarf sitt, m.a. með því að efla eigið nemendafélag, stofna hljómsveitarklúbb, halda plötuþeytinámskeið …

Uppkosningar 7. desember

Á fundi bæjarstjórnar Borgarbyggðar í dag var samþykkt tillaga bæjarráðs og yfirkjörstjórnar Borgarbyggðar þess efnis að uppkosningar í Borgarbyggð vegna ógildingar félagsmálaráðuneytisins á sveitarstjórnarkosningum er fram fóru 25. maí 2002, fari fram laugardaginn 7. desember 2002. Ný kjörskrá gildir fyrir kosningarnar og er viðmiðunardagur hennar 16. nóvember s.l. Engar breytingar verða varðandi önnur atriði og eru sömu og óbreyttir framboðslistar …

Forvarnar- og æskulýðsball 13 skóla !

Árlegt Forvarnar- og æskulýðsball fór fram á Hótel Borgarnesi s.l. fimmtudagskvöld. Var þetta í 10 skiptið sem unglingarnir í félagsmiðstöðinni Óðal setja upp forvarnardag eins og þau vilja sjá framkvæmd svoleiðis dags í samvinnu við starfsmenn Óðals. Alls komu þarna saman 360 unglingar úr 8.—10. bekk 13 skóla og er óhætt að segja að glæsilega hafi til tekist eins og …

Búnaðarbankinn í Borgarnesi gefur tölvu !

  Bankastjóri og skrifstofustjóri búnaðarbankans komu færandi hendi á opið hús í Félagsmiðstöðina Mími í vikunni. Verið var að endurnýja tölvukost bankans og gaf bankinn eina notaða tölvu í félagsmiðstöðina sem kemur sér vel fyrir unga fólkið. Fyrir í félagsmiðstöðinni er öflug tölva sem Svannasveitin Fjólur gaf og er notuð sem nettölva. Í leiðinni var samið um að bankinn héldi …