Kynning á lóðum í Borgarnesi

Föstudaginn 11. júlí verður kynning á lausum lóðum í Borgarnesi haldin í Skallagrímsgarðinum á milli kl. 13,oo og 16,oo. Þar verða kynntar þær lóðir sem tilbúnar eru til úthlutunar og þau svæði sem verið er að vinna við að deiliskipuleggja.   Jafnframt verða veitar upplýsingar um gatnagerðar- og byggingaleyfisgjöld og reglur um greiðsludreifingu þessara gjalda. Í Borgarnesi eru lausar lóðir …

Safnar skemmilegu fólki

“Jónína Erna Arnardóttir og Óskar Þór Óskarsson Borgfirðingahátíð var haldin í fjórða sinn um síðustu helgi. Var þetta mjög vel heppnuð hátíð og fjölmargir lögðu leið sína upp í Borgarfjörð. Einn liður í hátíðinni var kvikmyndasýningin „Óskarinn” þar sem Óskar Þór Óskarsson í Borgarnesi sýndi tvær heimildarmyndir sem hann hefur gert, annars vegar sögur frá stríðsárunum og hinsvegar heimildamynd um …

17. júní í Borgarbyggð

Íbúar í Borgarbyggð fögnuðu Þjóðhátíðardeginum með svipuðu sniði og undanfarin ár. Dagskrá hófst með víðavangshlaupi á íþóttavellinum og eftir að fallhlífastökkvarar höfðu svifið til jarðar fór fram knattspyrnuleikur á milli bæjarstjórnar og stjórnar knattspyrnudeildar Skallagríms. Leiknum lauk með jafntefli 2 – 2, en lið bæjarstjórnar var sterkari aðilinn frá upphafi til leiksloka Eftir hádegið var guðþjónusta í Borgarneskirkju og síðan …

Ársreikningur Borgarbyggðar 2002.

Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2002 var samþykktur við seinni umræðu í bæjarstjórn 8. maí s.l. Í “pistlinum” á heimasíðunni rekur Páll Brynjarsson bæjarstjóri niðurstöður reikningsins og undir liðnum “tölulegar upplýsingar” er hægt að sjá ársreikninginn í heild.  

Loftorka kaupir Steypustöðina hf.

Loftorka í Borgarnesi ehf hefur keypt 100% hlut í Basalti ehf sem á meðal annars Steypustöðina hf, Steypustöð Suðurlands hf og Vinnuvélar hf sem sjá um malarvinnslu að Esjubergi og Norðurkoti á Kjalarnesi. Basalt ehf. Var í eigu 19 Byggingaverktaka sem starfandi eru í byggingariðnaði. Um fjörtíu manns starfa hjá Basalti ehf. Að sögn Konráðs Andréssonar hjá Loftorku er tilgangurinn …

Sparisjóðshúsið að ráðhúsi Borgarbyggðar?

Sparisjóður Mýrasýslu hefur boðið Borgarbyggð að kaupa húsnæði Sparisjóðsins að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Að sögn Sigurðar Más Einarssonar stjórnarformanns SPM er áhugi fyrir því að byggja nýtt húsnæði fyrir starfsemi sjóðsins nær þjóðvegi eitt. “Miðbærinn hefur færst að þjóðveginum og við höfum áhuga á að færa okkur líka og vera þannig sýnilegri þannig að vegfarendur verði meira varir við …

Velheppnað umhverfisátak

  Vel heppnuðu umhverfisátaki í Borgarbyggð á laugardag var fagnað með grillveislu í boði bæjarins í Skallagrímsgarði um kvöldið. Þennan dag voru íbúar hvattir til að taka til í görðum sínum að sögn bæjarstarfsmanna var það drjúgt sem týndist til. Mynd: Ásþór

Atvinnuátak í Borgarbyggð

Um fimmtán manns verða ráðnir á vegum Borgarbyggðar og stofnana sveitarfélagsins í sérstök verkefni í sumar með stuðningi atvinnuleysistryggingasjóðs. “Í kjölfar mikillar umræðu um atvinnuleysi á svæðinu skoruðum við á stofnanir sveitarfélagsins að sækja um stuðning úr atvinnuleysistryggingasjóði. Við sóttum um styrk til að manna tæplega 20 störf og fengum stuðning í fimmtán fyrir félagsmiðstöð, bókasafn, leikskólana og bæjarskrifstofunar en …

Áskorun um lækkun gangagjalds

Síðastliðinn mánudag afhenti bæjarstjóri Borgarbyggðar Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, áskorun frá sveitarfélögum á Vesturlandi þar sem skorað er á ráðherra að leita allra leiða til að lækka gjaldið í Hvalfjarðargöng. Að áskoruninni standa Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Hvítársíðuhreppur og Skilmannahreppur. Í ályktuninni er því fagnað að samgönguráðherra hafi óskað eftir viðræðum við Spöl ehf. um mögulega lækkun á gjaldinu …