Hluti af gömlu húsunum í EnglendingavíkSíðastliðið mánudagskvöld var haldinn á Hótel Borgarnesi stofnfundur Hollvinasamtaka Englendingavíkur. Samtökin eru stofnuð í framhaldi af því að Borgarbyggð hefur eignast gömlu pakkhúsin 2 í Englendingavík og einnig hefur sveitarfélagið áhuga á að festa kaup á gömlu verslunarhúsunum á sama stað sem voru lengst af í eigu Kaupfélags Borgfirðinga.Á næsta ári eru 150 ár síðan …
Haustnámskeið Mótorsmiðju
Sex vikna haustnámskeið í Mótorsmiðjunni í gamla hafnarhúsinu í Brákarey er nú langt komið. Góð mæting hefur verið í þetta tómstundatilboð og margir unglingarnir gert góða hluti í bílaviðgerðum og mótorgrúski. Pétur Hannesson er leiðbeinandi í mótorsmiðjunni og vildi hann taka fram að hópurinn í haust væri hörkuduglegur og þar væri eflaust að finna bifvélavirkja framtíðarinnar. Mótorsmiðjan, eitt af …
Landsmóti Samfés í Borgarnesi lokið !
Vel heppnuðu Landsmóti Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi sem Félagsmiðstöðin Óðal og stjórn nemendafélags G.B. sá um framkvæmd á var slitið í morgun. Hátt í 400 landsmótsgestir héldu sælir og glaðir til síns heima eftir að hafa tekið þátt í skemmtulegu starfi um helgina. Landsmótið var sett á föstudagskvöld með flugeldasýningu á sundlaugardiskóteki í íþróttamiðstöðinni. Á laugardeginum fóru unglingarnir og …
Ógöngur í óveðri
Risjótt tíðarfar hefur sumstaðar gert gangnamönnum lífið leitt á heiðum uppi. Fyrir rúmri viku lentu Þverhlíðingar og Stafholtstungnamenn í slarki á afrétti en þeir þurftu að brjótast gegnum þoku og hríðarbil. Að sögn Sindra Sigurgeirssonar bónda í Bakkakoti komust Stafholtstungnamenn ekki af stað í aðra leit fyrr en um hádegi á laugardag fyrir þoku en að öllu eðlilegu er lagt …
Góð útkoma Viðskiptaháskólans úr stjórnsýslukönnun
Menntamálaráðuneytið lét IMG ráðgjöf nýverið gera úttekt á stjórnun og rekstri Viðskiptaháskólans á Bifröst en slík úttekt er gerð á þriggja ára fresti. Úttektin er unnin fyrir ráðuneytið til að kanna hvernig skólinn hefur á undanförnum 3 árum staðið við samning um fjárframlög og ráðstöfun þeirra fjármuna sem samningur við ráðuneytið tryggir skólanum. Óhætt er að segja að úttektin komi …
Eitt og hálft tonn af framsóknarkonum
Af fullum þunga í pólitík! – Samkvæmt hárnákvæmri vog Vírnets Garðastál var eitt og hálft tonn af Framsóknarkonum á ferð um Vesturland um helgina. Þing Landsambands Framsóknarkvenna var haldið um helgina í Hótel Glym á Hvalfjarðarströnd. Þá fóru þingfulltrúar í ferð um Borgarfjörð og komu meðal annars við í verksmiðju Vírnets – Garðastál í Borgarnesi.
400 manna ungmennaráðstefna
Það verður væntalega lífleg helgi í Borgarnesi þegar um 400 unglingar og starfmenn úr félagsmiðstöðum landssins koma á ungmennaráðstefnu hér nú um helgina og fara m.a. í smiðjuvinnu út um allan Borgarfjörð auk þess sem slegið verður á létta strengi á kvöldin. Það er félagsmiðstöðin Óðal sem tók Landsmótið að sér þetta árið en síðast var hér landsmót Samfés …
Út vil ek
Almennur fundur um markaðs- og kynningarmál sveitarfélaga verður haldinn á Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 30. september kl. 20.30. Frummælendur verða; Þórólfur Árnason borgarstjóri og Ólafur Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslensku Auglýsingastofunnar. Að loknum framsögum mun Gísli Einarsson ritstjóri stýra pallborðsumræðum, en auk frummælenda munu Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, Svanhildur Konráðsdóttir framkvæmdastjóri Höfuðborgarstofu og Helga Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar sitja við pallborðið. …
Borgarfjordur.com
Síðastliðinn fimmtudag var formlega opnuð ný heimasíða á slóðinni borgarfjordur.com en síðunni verður haldið út sameiginlega af sveitarfélögunum Borgarfjarðarsveit og Borgarbyggð. Um er að ræða ítarlega upplýsinga – og þjónustusíðu sem ætlað er að uppfylla þarfir ferðamanna og annarra sem vilja fræðast um Borgarjförð í heild. Á síðunni er að finna allar helstu upplýsingar um þjónustu og áhugaverða staði, sögu …
Miðbæjarleikarnir í afar frjálsum íþróttum
Páll Brynjarsson bæjarstjóri lét í minni pokann fyrir bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússyni.Síðastliðinn laugardag hélt menningarmálanefnd Miðbæjarsamtakanna í Borgarnesi (sem reyndar eru ekki til) í fyrsta sinn verðandi árlega miðbæjarleika í afar frjálsum íþróttum og í tengslum við þá töðugjöld Miðbæjarsamtakanna til að fagna því að heyskap er nú lokið í flestum húsagörðum á svæðinu. Aðild að Miðbæjarsamtökunum (ef þau væru …