Margrét Eir ráðin leikstjóri Árshátíðar N.F.G.B. 2004.

  Stjórn Nemendafélags Grunnskóla Borgarness hefur ráðið söngkonuna Margréti Eir Hjartardóttur til þess að leikstýra næstu árshátíðarsýningu.Margrét er lærð leikkona og hefur góða reynslu í að leikstýra unglingum en hún hefur unnið að uppsetningu árshátíða og söngleikja hjá mörgum félagsmiðstöðvum auk þess að vinna sjálf í félagsmiðstöð í Kópavogi. Hún hefur víða haldið leik- og sönglistarnámskeið m.a. hér í Borgarnesi …

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2004 samþykkt í bæjarstjórn

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2004 gerir ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja sveitarfélagsins verði 923 milljónir, en þar af eru skatttekjur rúmar 730 milljónir eða tæp 80% af tekjum. Þá er gert ráð fyrir að rekstrargjöld og fjármagnsliðir verði 919 milljónir. Afgangur frá rekstri verður því rúmar 4 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað 31 milljón sem eru tæp …

Vírnet kaupir árskort fyrir alla sína starfsmenn !

  S.l. föstudag gerðu Stefán Logi Haraldsson forstjóri Vírnets og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi samning um að Vírnet-Garðastál í Borgarnesi kaupi fyrirtækjakort fyrir alla sína starfsmenn í Íþróttamiðstöðina Borgarnesi.   Fyrirtækjakort eru árskort fyrir hópa sem gilda í þreksal og sundlaugar í Íþróttamiðstöðinni. Innifalið er tilsögn íþróttafræðings þannig að allir fái æfingaáætlun við hæfi. Mörg fyrirtæki í Borgarnesi hafa boðið starfsfólki …

Samkomulag um samstarf og samvinnu

  Borgarbyggð, Akraneskaupstaður og Borgarfjarðarsveit hafa gert Samkomulagið undirritaðmeð sér samkomulag um að efla samvinnu og samstarf þessara sveitarfélaga á komandi ári. Samkomulagið sem undirritað var föstudaginn 12. desember nær til ýmissa verkefna og má þar nefna samstarf um uppbyggingu samgangna, eflingu framhaldsskóla og háskóla á svæðinu, auka samstarf safna og þrýsta á um gerð menningarsamnings fyrir Vesturland og vinna …

Sparisjóðurinn afhendir Mími skjávarpa.

Fulltrúi Sparisjóðs Mýrasýslu kom færandi hendi í Mími félagsmiðstöð ungmenna í Borgarbyggð í gærkvöldi.Guðrún Daníelsdóttir fulltrúi bankans afhenti Mími fullkomin skjávarpa að gjöf og kemur hann sér vel í starfið þar. „Þetta er góð gjöf frá SM inn í starfið á þriggja ára afmæli Mímis ungmennahúss“ sagði formaður innra starfs Mímis Gunnar Aðils Tryggvason þegar hann þakkaði fyrir hönd húsráðs …

Styrkir v. aksturs barna og unglinga úr dreifbýli.

Foreldrar í dreifbýli athugið að í desember ár hvert er hægt að sækja um styrk vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli í skipulagt íþróttastarf. Sjá reglugerð þar um á heimasíðunni.Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

LAUST STARF

Borgarbyggð auglýsir hér með laust starf við ræstingar í leikskólanum Mávakletti 14 í Borgarnesi. Um er að ræða ræstingar í leikskólanum eftir lokun alla virka daga, u.þ.b. 2,5 klst. í senn. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Borgarbyggðar. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til 17. …

Jólaútvarpið Fm. 101,3 í loftið

Það er alltaf gleðiefni í skammdeginu þegar jólaútvarp unglingana í Óðali fer í loftið. Eins og vanalega er um fjölbreytt útvarp að ræða með þætti frá yngri bekkjum og unglingum í bland. Tekin verður púls á bæjarmálum í pallborðsumræðum kl. 12.oo á föstudaginn þar sem bæjarráð, bæjarstjóri og fulltrúar atvinnulífsins mæta í fréttastofu. Okkar vinsælu heimasmíðuðu auglýsingar verða á sínum …

Forvarnarfundur fyrir foreldra í Óðali

  Fjölmenni var á foreldrafundi um vímuvarnir í Félagsmiðstöðinni Óðali sem Vímuvarnarnefnd Borgarbyggðar stóð fyrir í gærkvöldi. Fyrirlesari var Magnús Stefánsson forvarnarfulltrúi Maríta samtökunum sem fyrr um daginn hafði spjallað við unglinga í grunnskólum sveitarfélagsins ásamt Kristjáni Inga fulltrúa frá lögreglunni. Á fundinum var margvísleg fræðsla og upplýsingar til foreldra. Fram kom að fíkniefni eru seld í Borgarbyggð. Við verðum …

Fm Óðal 101,3 hefst þriðjudaginn 9. des. n.k.

  Útvarpið hefst þriðjudaginn 9. desember og því lýkur með lokahófi þátttakenda í beinni útsendingu föstudaginn 13. desember kl. 23.oo Fjölmargir koma að handritagerð og flutningi enda er boðið upp á þetta sem hluta af námi í flestum eldri bekkjanna í Grunnskólanum. Yngri bekkir eru auðvitað með sína þætti og án efa bíða margir spenntir að heyra afraksturinn í útvarpinu. …