Á Sauðamessu voru veitt umhverfisverðlaun sem er samstarfsverkefni Borgarbyggðar og Lionsklúbbsins Öglu. Veittar voru viðurkenningar fyrir fallegt sveitabýli, fallegan garð í Borgarnesi og fallega götu í Borgarnesi. Það voru félagar í Lionsklúbbnum sem höfðu veg og vanda af því að velja þá sem viðurkenningarnar hlutu, sem var verulega vandasamt verk þar sem mörg býli og margir garðar voru vel að …
HÆTTU ÁÐUR EN ÞÚ BYRJAR
Vímuvarnafræðsla fyrir foreldra í Borgarbyggð Í Óðali fimmtudaginn 13. október kl. 20:00 Fundað verður með foreldrum og forráðamönnum nemenda 8. – 10. bekkja og starfsfólki skólans – Mætum öll ! Unglingarnir fá líka fræðslu: Fyrr um daginn er fræðsla fyrir unglinga um skaðsemi tóbaks, áfengis og fíkniefna. Vímuvarnarnefnd Borgarbyggðar
Leikskólakennara vantar á Bifröst
Við leikskólann Hraunborg á Bifröst eru lausar stöður leikskólakennara. Um er að ræða 100% störf en ráðning í hlutastörf gæti einnig komið til greina. Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar veitir: Guðmunda …
Fjölmenni á Sauðamessu
Talið er að um 5.000 manns hafi tekið þátt í Sauðamessu sem fram fór í Borgarnesi s.l. laugardag og tókst “messan” í alla staði ákaflega vel. Margt var til skemmtunar og var ekki annað að sjá en að gestir skemmtu sér hið besta. Aðstandur Sauðamessu eiga þakkir skildar fyrir frábæra skemmtun!
Fundur um skipulagsmál í Borgarnesi
Hvert stefnir, hvert skal halda? Laugardaginn 8. október n.k. kl. 9,30 verður haldinn íbúafundur á Hótel Hamri um skipulagsmál í Borgarnesi. Í upphafi fundar verður stutt kynning um skipulagsmál í Borgarnesi og síðan gefst fundarmönnum tækifæri til að setjast í vinnuhópa sem munu skila hugmyndum um framtíðarskipulag bæjarins. Á fundinum verður lögð áhersla á fjóra meginþætti: Framtíð …
Viðgerðum loksins lokið
Frá íþróttamiðstöðinni. Endurbótum á eimbaði og heitum potti sem hafa staðið yfir í sumar er nú loksins lokið þegar nýjir pastbekkir voru setti í eimbaðið í vikunni. Mikill munur er að sjá þessar endurbætur enda þola flísar betur það álag sem er þegar gestir okkar eru svo margir sem raun ber vitni mun betur en hefðbundin málning eins og verið …
Lokað fyrir hádegi á morgun þriðjudag
Vegna framkvæmda Orkuveitunnar við Þorsteinsgötu þarf að loka fyrir heitt vatn til íþróttamiðstöðvarinnar á morgun þriðjudag fyrir hádegi. Því verður ekki opið hjá okkur fyrir hádegi en við opnum um leið og viðgerð er lokið eða um kl. 12.oo Þetta tilkynnist hér með. ij.
Sauðavefur og sauðalag
Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verður hin bráðum árlega Sauðamessa haldin í Borgarnesi þann 8. október n.k. Aðstandendur Sauðamessu hafa nú opnað sérstakan Sauðavef á netinu á slóðinni: www.sauda.vefurinn.is. Á vefnum sem hannaður er af Ástríði Einarsdóttur er að finna ýmisskonar fróðleik um sauðkindur lífs sem liðnar og þar eru einnig fréttir af undirbúningi Sauðamessu 2005. Þá styttist …
Laus störf á leikskólanum Klettaborg
Leikskólakennara vantar í afleysingar við leikskólann Klettaborg í Borgarnesi. Um er að ræða 50% starf vegna afleysinga til áramóta, og hugsanlega lengur. Starfið er laust nú þegar. Leikskólinn Klettaborg er fjögurra deilda leikskóli fyrir 2ja til 6 ára börn. Megináhersla er lögð á samskipti og skapandi starf. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar kemur til greina …
Skólamót í frjálsum og sundi
Í dag hittust um 600 nemendur af miðvesturlandi á íþróttamiðstöðvarsvæðinu í Borgarnesi og kepptu í frjálsum og sundi. Þrátt fyrir smá kulda var kátt yfir mannskapnum og gleði skein úr hverju andliti enda var þarna aðalmálið að vera með, hreyfa sig og taka þátt í góðum leik. Árangur mótsins má finna inn á heimasíðu www.grunnborg.is á næstu dögum.