Orkuveita Reykjavíkur tekur við rekstri fráveitna í Borgarbyggð

Fimmtudaginn 15. desember var undirritaður samningur á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Borgarbyggðar sem felur í sér að Orkuveitan tekur frá og með 1. janúar 2006 yfir rekstur fráveitna í Borgarnesi, á Bifröst og á Varmalandi. Með þessum samningi hækkar verðmæti eignarhlutar Borgarbyggðar í Orkuveitu Reykjavíkur um tæpar 100 milljónir, en Borgarbyggð á 0.76% eignarhlut í fyrirtækinu. Jafnframt felur samningurinn í …

Menntaskóli Borgarfjarðar

Beðið ákvörðunar ráðherra Ytri stýrihópur um stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi bíður nú niðurstöðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra varðandi umsókn hópsins um stofnun einkarekins, þriggja ára menntaskóla frá og með næsta hausti. Fyrirhugaður menntaskóli er samstarfsverkefni Borgarbyggaðar, Borgarfjarðarsveitar, Viðskiptaháskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í hópnum eru Ágúst Sigurðsson frá Hvanneyri, Helga Halldórsdóttir frá Borgarbyggð, Runólfur Ágústsson frá …

Jólaútvarp tókst vel

Árlegu jólaútvarpi unglinga í félagsmiðstöðinni Óðali Borgarnesi lauk s.l. föstudagskvöld með tónleikum í beinni útsendingu með einni vinsælustu hljómsveit landsins Skítamóral að viðstöddu fjölmenni.Það gefur auga leið að til þess að gera útvarp sem ætlað er að höfða til sem flestra bæjarbúa þarf mikinn undirbúning og metnað til þess að gera fjölbreytta þætti sem höfða til fleiri en unglinganna sjálfra. …

Laus störf við leik- og grunnskóla í Borgarnesi

  Leikskólakennara vantar á leikskólann Klettaborg í Borgarnesi. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Vinnutíminn er frá kl. 13:00 til 17:00. Starfið er laust frá 1. janúar 2006. Leikskólinn Klettaborg er fjögurra deilda leikskóli fyrir 2ja til 6 ára börn. Megináhersla er lögð á samskipti og skapandi starf. Vakin er athygli á því að ef ekki fást leikskólakennarar …

Miklar framkvæmdir í Borgarbyggð árið 2006

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2006 samþykkt í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2006 gerir ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs og fyrirtækja sveitarfélagsins verði 1216 milljónir, en þar af eru skatttekjur og framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga rúmar 942 milljónir. Þá er gert ráð fyrir að rekstrargjöld verði 1152 milljónir, rekstarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er því jákvæð um tæpar 64 milljónir. Að teknu tilliti …

Íbúafundur um skipulagsmál

Miðvikudagskvöldið 14. desember kl. 20.30 verður haldinn íbúafundur á Hótel Hamri um skipulagsmál í Borgarnesi. Á fundinum verða kynntar niðurstöður vinnuhópa sem störfuðu á íbúafundi um skipulagsmál sem fram fór 8. október s.l. Vinnuhóparnir fjölluðu um eftirtalda þætti; framtíð Brákareyjar, skipulag á miðsvæði bæjarins, ný byggingasvæði og lega þjóðvegar 1 um Borgarnes. Allir velkomnir Borgarbyggð  

Jólaútvarpið hefst næsta þriðjudag

Nú förum við í loftið …….. Árlegt jólaútvarp unglinga Fm Óðal 101,3 fer í loftið næstkomandi þriðjudag og hefst útsending með ávarpi útvarpsstjóra Írisar Gunnarsdóttur formanni nemendafélagsins. Sent er út frá félagsmiðstöðinni Óðali og er næsta víst að það verður fjör þegar bekkjaþættir og fjölbreyttir unglingaþættir fara í loftið. Dagskrá yngri bekkja er tekin upp fyrirfram en unglingaþættir eru í …

Foreldrar barna í dreifbýli athugið !

Í desember ár hvert eru styrkir vegna aksturs barna- og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í Borgarbyggð afgreiddir.   Reglur: Hér koma reglur um styrkveitingar vegna aksturs barna búsett í dreifbýli sem stunda reglulega skipulegar íþróttaæfingar á vegum félagssamtaka í Borgarbyggð. Markmið með reglum þessum er að stuðla að jöfnun aðstöðumunar barna og unglinga í dreifbýli …

Dagmömmur á Bifröst

Tvo aðila vantar til að taka að sér dagmömmuþjónustu á Bifröst frá næstu áramótum. Húsnæði er til staðar fyrir starfsemina. Þeir sem vilja skoða þetta hafi samband við Stefán Kalmansson á skrifstofu Viðskiptaháskólans, s. 433-3000, netfang: stefank@bifrost.is  

Jólaljósin tendruð fyrsta sunnudag í aðventu

                                  Rúmlega 600 manns mættu á Kveldúlfsvöll s.l. sunnudag þegar jólaljósin á jólatré Borgarbyggðar voru tendruð. Eftir ávarp Helgu Halldórsdóttur forseta bæjarstjórnar flutti blásarasveit frá Tónlistarskóla Akraness létt jólalög, börn úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar fluttu lög úr söngleiknum Litla stúlkan með eldspíturnar sem þau eru …