Leiksýningar í Lyngbrekku í mars

Leikdeild UMF Skallagríms hefur hafið æfingar á leikritinu Sex í sveit eftir Marc Camoletti, sem þýtt er af Gísla Rúnari Jónssyni. Æfingar fara fram í Lyngbrekku og er frumsýning áætluð um miðjan mars. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Leikarar eru 6 talsins, en auk þeirra koma fjölmargir aðrir að uppfærslu sýningarinnar. Meðfylgjandi mynd var tekin á fyrsta leiklestri á sviði í …

Verkþætti SG við Ugluklett lokið

Meðfylgjandi myndir voru teknar af því tilefni að SG-hús voru að ljúka sínum verkþætti við byggingu nýs leikskóla við Ugluklett í Borgarnesi.   Hér afhenda fulltrúar fyrirtækisins lyklavöldin til Ingunnar Alexandersdóttur leikskólastjóra, í bakgrunni sést í annað starfsfólk leikskólans við Skallagrímsgötu.   Ljósmynd: Jökull Helgason

Sumarlokanir á leikskólum

Fræðslunefnd Borgarbyggðar hefur samþykkt að sumarlokun leikskóla sveitarfélagsins verði með eftirfarandi hætti sumarið 2007:   Leikskólinn í Skallagrímshúsi ogleikskólinn Klettaborg í Borgarnesi og Andabær á Hvanneyri verði lokaðir frá og með 13. júlí til og með 10. ágúst. Leikskólinn Hnoðraból í Reykholtsdal verði lokaður frá og með 2. júlí til og með 3. ágúst.   Leikskólinn á Varmalandi verði lokaður …

Tónlistarskólinn: tónleikar í Borgarneskirkju

Í þessari viku verða haldnir tvennir tónleikar á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Í dag, mánudaginn 5. febrúar, kl. 20:00 verða tónleikar þar sem nemendur í framhaldsnámi koma fram og föstudaginn 9. febrúar kl. 18:00 verða tónleikar með nemendum í miðnámi.   Tónleikarnir verða í bæði skiptin haldnir í Borgarneskirkju.  

Tekið til hendinni

Krakkar í níundu bekkjum Grunnskólans í Borgarnesi eru að safna fé til að geta farið og heimsótt danska jafnaldra sína í haust. í gær komu þau í ráðhúsið vel búin til að geta farið í tiltekt á götum bæjarins í nokkra tíma til fjáröflunar. Um leið og þau hófu störfin versnaði veðrið til muna, en þau voru flest vel búin …

Verkefna- og aðgerðaáætlun

Verkefna- og aðgerðalisti meirihluta sveitarstjórnar fyrir árið 2007hefur verið gerður aðgengilegur hér á heimsíðunni undir stjórnsýsla/stefnur og markmið. Þar er kveðið á um stefnu í öllum helstu málaflokkum: Fræðslumálum, íþrótta- og æskulýðsmálum, menningarmálum, félagsmálum, skipulagsmálum, atvinnu- og markaðsmálum, umhverfismálum, samgöngu- og umferðaröryggismálum, brunavörnum og slökkviliðsmálum og almennrar stjórnsýslu.  

Skipulagsmál kynnt

Um 120 manns mættu á kynningarfund um skipulagsmál í Borgarbyggð á Hótel Borgarnesi s.l. mánudag. Eftirtaldir fluttu framsöguerindi: Sigurður Páll Harðarson, forstöðumaður framkvæmdasviðs, Torfi Jóhannesson formaður skipulagsnefndar, Ríkharð Briem arkítekt og Páll Brynjarsson sveitarstjóri. Fjallað var aðallega um eftirfarandi:   nýja byggð vestan Borgarvogar við Borgarnes nýtt byggingasvæði fyrir íbúðahverfi í Bjargslandi skipulag á lóðunum nr. 55-59 við Borgarbraut staðsetningu …

Fólkvangurinn Einkunnir – deiliskipulag

Þann 8. janúar síðastliðinn var undirritaður samningur við Landlínur ehf. um gerð deiliskipulags fyrir fólkvanginn í Einkunnum rétt við Borgarnes. Markar það upphaf framkvæmda sem miða munu að því að gera svæðið aðgengilegt og enn fjölbreytilegra sem útivistarsvæði. Fólkvangurinn í Einkunnum er ein af perlum Borgarbyggðar. Hann var stofnaður vorið 2006. Frá Einkunnunum sjálfum, klettunum sem rísa sem kennileiti á …

Samið um áhaldahúsvinnu

Samið hefur verið við H.S. verktak um áhaldahúsvinnu í Borgarnesi, að undangengnu útboði sem auglýst var á vegum framkvæmdasviðs Borgarbyggðar.   Tilboð voru opnuð þann 16. janúar sl. og bárust frá eftirtöldum:   H.S. Verktak, Borgarbraut 52, 310 Borgarnes. Samtals: 12.439.635 kr. Tilboðið var 78,6 % af kostnaðaráætlun.   Íslenska Gámafélagið ehf, Gufunesvegi, 112 Reykjavík. Samtals: 14.395.482 kr. Tilboðið var …

Fundur um skipulagsmál í kvöld

Almennur fundur um skipulagsmál í Borgarbyggð verður haldinn í kvöld kl. 20.00 á Hótel Borgarnesi. Á dagskrá er eftirfarandi:   Almenn staða á skipulagsmálum Skipulag við Borgarbraut 55-59 Kynnt verða viðbótargögn, m.a skuggavarp. Athugasemdafrestur við skipulagið er nú til 6.2.2007 Kynning á nýju íbúðarhverfi í Bjargslandi Veitingahús við Hrafnaklett Upphaf byggðar handan Borgarvogs Vonast er til að sem flestir íbúar …