Tilkynning um hæfisskilyrði skipulagshönnuða

Í bókun skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar 5. október sl. kom fram að sveitarfélaginu væri skylt að fara eftir ábendingum Skipulagsstofnunar með vísan í eftirfarandi greinar í skipulagslögum.

Samþætt leiðakerfi í Borgarbyggð hefst formlega 19. október nk.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa hlotið styrk frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að hefja tilraunarverkefni í Borgarbyggð. Verkefnið snýr að samþættu leiðarkerfi í sveitarfélaginu. Styrkurinn er sem nemur 12.000.000 kr. og deilist á tvö ár.

Fundur hjá körfuknattleiksdeild Skallagríms fimmtudaginn 7. október nk.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms hefur boðað til fundar fimmtudaginn 7. október kl. 20:00 í Grunnskólanum í Borgarnesi. Tilefni fundarins er sá að það vantar liðsauka í sjálfboðaliðastarfi félagsins og fjáröflun blasir við til þess að halda liði Skallagríms í keppni.

Dósamóttakan opnar á ný 4. október

Móttaka fyrir skilagjaldaskyldar umbúðir opnar aftur mánudaginn 4. október nk. og verður nú staðsett að Borgarbraut 55. Um er að ræða tímabundið húsnæði fram að áramótum.