Laus störf hjá Klettaborg

Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir leikskólakennara og/eða þroskaþjálfa frá 13. ágúst. Um er að ræða tvær stöður: – 100% staða, vinnutími kl. 8.30-17.00 (30 mín. matarhlé) og – 75% staða, vinnutími kl. 11-17.   Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli sem leggur megináherslu á samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir færni í …

Viðhald á götum og gangstéttum og nýframkvæmdir

Frá framkvæmdum við Ugluklett í BorgarnesiVegfarendur í Borgarnesi hafa vart komist hjá því að verða varir við þó nokkrar viðhaldsframkvæmdir á götum og gangstéttum. Nýverður hefur verið lagt malbik á Berugötu (sjávarmegin) og kafla við Hrafnaklett og Arnarklett. Fyrir liggur að endurnýja hluta af steyptum gangstéttum við Kjartansgötu, Berugötu og Borgarbraut. Jafnframt þessu verður hluti af gangstéttum við Túngötu á …

Húsnæðismál Varmalandsskóla

Boðað er til kynningarfundar um húsnæðis­mál Varmalandsskóla fimmtudaginn 12. júlí. Fundurinn verður í Þinghamri og hefst kl. 20.30. Þar munu Einar Ingimundarson, arkitekt og Finnbogi Rögnvaldsson, formaður fræðslunefndar Borgarbyggðar fara yfir stöðu mála. Starfsfólk skólans og foreldrar grunnskóla­barna eru hvattir til að mæta.

Skipulagsauglýsing. Stóra-Kroppsflugvöllur

Byggðaráð Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Stóra-Kroppsflugvallar, skv. 25. gr. laga nr. 73/1997 m.s.br. Skipulagssvæðið er norðan vegar nr. 516. Deiliskipulagstillagan felur í sér byggingarreit fyrir allt að fjórum flugskýlum og akbrautum flugvéla að flugbraut og byggingarreit fyrir þjónustuhús/flugturn.   Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 11. júlí til 8. ágúst 2007. Tillöguna …

Hallgrímsstefna á heimaslóð

Dagskrá um sr. Hallgrím Pétursson og samtíð hans verður flutt að Hótel Glymi laugardaginn 14. júlí nk. Um er að ræða samstarfsverkefni þriggja aðila, þ.e. Snorrastofu í Reykholti, Hallgrímskirkju í Saurbæ og menningarmálanefndar Hvalfjarðarsveitar. Tilefnið er að Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var vígð árið 1957 og á því 50 ára vígsluafmæli um þessar mundir. Í því sambandi hefur Hallgrímskirkja …

Kartöfluuppskera

Þó að fátt minni á haustið í blíðunni hér í Borgarfirði eru einhverjir farnir að huga að kartöfluuppskerunni. Meðfylgjandi mynd er af uppskerunni í Hvannatúni, en fyrsta útsæðið þar fór í mold 30. apríl. Þrátt fyrir útsæðið hafi verið undir plasti þá var maímánuður erfiður, þar sem grösin frusu reglulega á næturnar. Það virðist ekki hafa komið að sök og …

Foreldrar nemenda í Vinnuskóla Borgarbyggðar

Fundarboð Foreldrar nemenda vinnuskólans í Borgarbyggð eru boðaðir á fund miðvikudaginn 11. júlí, í félagsmiðstöðinni Óðali, Gunnlaugsgötu 8b, í Borgarnesi. Fundurinn hefst kl. 20:30. Rætt verður um atvik sem átti sér stað í ferð vinnuskólans til Reykjavíkur, mánudaginn 9. júlí s.l. Jökull og Sigurþór  

Stjórnsýsluhópur Borgarbyggðar

Haustið 2006 var skipaður vinnuhópur um endurskipulagningu á stjórnsýslu og upplýsingakerfi Borgarbyggðar. Vinnuhópurinn heyrir undir byggðaráð og starfar verkefnisstjóri með hópnum í átta mánuði. Starfstíminn er frá 18. október 2006 til 31. desember 2008. Í hópnum sitja þrír fulltrúar tilnefndir af byggðaráði og tveir fulltrúar starfsmanna tilnefndir af sveitarstjóra. Tilnefndir af byggðaráði eru: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Björk Jónsdóttir og …

Sundlaugarnar á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum

Borgarbyggð á og rekur þrjár sundlaugar; í Borgarnesi, á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum. Ákveðið hefur verið að bæta við opnunartíma í laugunum á Varmalandi og á Kleppjárnsreykjum nú í júlí og ágúst til að koma til móts við óskir gesta. Verður nú opið þrjú kvöld í viku í stað tveggja. Bent er á að afsláttarmiðar gilda í allar sundlaugar sveitarfélagsins. …

Bjarki Pétursson Íslandsmeistari í golfi

Bjarki Pétursson varð Íslandsmeistari í holukeppni í golfi 13 ára og yngri þann 1. júlí sl. Þar með eignaðist Golfklúbbur Borgarness sinn fyrsta Íslandsmeistara. Tveimur dögum eftir það afrek gerði Bjarki sér lítið fyrir og bætti vallarmetið á Hamarsvellinum (á rauðum teigum) um 10 högg. Fór hann völlinn á 69 höggum, eða tveimur undir pari. Bjarki, sem er 12 ára, …